Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Viljið þið biðja fyrir litla drengnum

Viljið þið leggjast á eitt og nota alla ykkar orku til að biðja fyrir litla drengnum.   Biðjið fyirr fjölskyldu hans og einnig fyrir ökumanninum sem vonandi fer að gefa sig fram. 

Elsku vinir við getum ekkert annað gert en að biðja, hugsa fallega og vona það allra besta

kveðja Elísabet


Hvað er í gangi???

Barn varð fyrir bíl og svo keyrir ökumaður bara í BURTU!!!

Við sitjum hér með hnút í maga og bíðum frétta, og vonum svo innilega að allt fari vel.  Stjúpsystir litla drengsins er hérna hjá mér og ætlar að gista í nótt. Við erum búin að kveikja á kertum og ætla ég að biðja ykkur að gera það líka.

Endilega hjálpið einnig löggunni að finna þennan ökumann sem greinilega var ekki alls gáður en vona að hann fari að gefa sig fram sem fyrst.

VONUM ÞAÐ BESTA

kveðja Elísabet


mbl.is Ók á barn og stakk af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Foreldrahús

Sæl verið þið elskurnar.

Endilega lesið bloggið hjá http://daudansalvara.blog.is/ og skrifið í kommentið undir færslunni.  Foreldrahús eru að verða húsnæðislaus og það má bara ekki gerast, nú er ég og mín fjölskylda að nýta okkur þjónustu þeirra eftir áramót eða þar að segja að þau fái húsnæði. 

En ég vil nú líka ýtreka að foreldarhús er fyrir alla, ekki bara foreldra og fjölskyldur sem tilheyra vímuefnadjöflinum.  Enda erum við svo heppin og já ég segi það aftur vímuefni fara sko ekki í manngreindarálit frekar en lúsin eða krabbamein.  Við eigum sko að þakka fyrir hvern dag sem við eigum heilbrigt líf Wink

 Endilega kvittið fyrir mig og já alla hina líka

kveðja Elísabet


Tíminn líður HRATT

Smilejá já ég var í skólanum í allan dag og þegar ein af þessu fáu yndislegu samnemendum mínum sem eftir eru sagði "hva bara ein önn eftir og þá erum við búin!" og ég bara jamm ótrúlegt!!!

Svo ég tók upp símann hérna áðan og bókaði sal haha jájá hlæjið bara....... Ég var búin að telja sjálfri mér trú um að ég færi ALDREI í Háskóla og ef ég myndi læra eitthvað þá myndi ég læra eitthvað iðnámstengt, því ég gæti aldrei tekið Háskóla. 

Svo þegar ég sótti um námið vorið 2004, átti ég aldrei von á því að komast inní skólann, það eru svo margir sem ekki komast að í fyrstu tilraun sem uppfylla ekki inntökuskilyrði.  En ég kláraði aldrei stúdentinn þó svo að ég hafi farið langt í það samt.

En ég komst í gegn í fyrstu tilraun, einhver einstök lukka þar í gangi.  Ég hafði samt enga trú á mér og reiknaði aldrei með því að ég myndi klára þetta nám.  Núna er ég komin á lokaárið og næstum því búin með næst síðustu önnina. 

Ég sagði við sjálfa mig að ef ég myndi klára námið einhvern tímann myndi ég sko halda upp á það hahaha svo ég verð nú að standa við það.  Svo takið frá 21. júní 2008 Smile

knús og kram


Hvað er að manni!!!

Maður er að pirrast yfir flíkum sem börnin skilja eftir út um allt og pirrast yfir starfsfólki sem sér flíkurnar merktar en lætur mann ekki vita. 

Svo eru mæður að ganga í gegnum það að vita bara ekkert um börnin sín, ég er að leita af dauðum hlutum!!!!  Æiii ég finn til með henni Kristínu sem gengur í gegnum það enn einu sinni að vita af syni sínum úti og geta ekkert gert!!

Svona getur maður oft verið skrítinn, og já kannski ósanngjarn.  Þetta eru dauðir hlutir, ég er þakklát fyrir að eiga yndisleg börn, þó svo að þau týni fötunum sínum.  Ég er þakklát fyrir hvað þær eru heilbrigðar þrátt fyrir að eiga barn með fötlun og þakka ég dag hvern fyrir að hafa þær hjá mér alltaf!!!!

Þetta geta því miður ekki allir sagt og ætla ég að reyna að draga lærdóm af þessu, hætta að pirra mig yfir dauðum hlutum og njóta barna minna í botn

knús og kram og endilega sendið Kristínu kveðju og góðar hugsanir, þetta er örugglega það erfiðasta sem mæður ganga í gegnum. 

Ég þekki eina móðir vel, sem á virkann fíkil sem hefur verið í neyslu í úúffff 19 ár!!! hann hefur átt nokkra góða tíma en þeir hafa aldrei verið langir Frown 

Þökkum fyrir góðu tímanna með börnunum okkar

KNÚS OG KRAM Elísabet


Óskilamunir

Jæja

Börnin mín er partur af þeim börnum sem skilja fötin sín eftir allsstaðar, ég get svo svarið það að stundum held ég að þær fari alls berar heim til sín, því ég finn ótúlegustu föt á ótrúlegustu stöðum.   Nú jæja tilgangur þessa bloggs er að pirrast smá, ég merki fötin barna minna yfirleitt mjög vel með nafni, símanúmeri og stundum heimilisfangi.  En þær flíkur sem týnast finnast sjaldnast :( 

Í dag hringdi yndisleg kona í mig sem var stödd í Laugardagshöllinni og var að leita af fötum af syni sínum, hún sér þar úlpu í óskilamunum 66° úlpa sem var vel merkt með nafni og síma.  Þessi kona tekur upp símann sinn og hringir í mig og segir mér að hún sé með úlpu þarna sem henni finnist alveg skelfilegt að vita af í óskilamunum, svona vegleg og nýleg flík.  Ég náttúrulega þakkaði konunni mjög vel fyrir og bað hana að setja úlpuna í afgreiðsluna því hún yrði sótt sem fyrst.

Eftir þetta símtal fór ég að velta því fyrir mér, starfsfólk íþróttabygginga og starfsfólk á opinberum stöðum, skoða þau ekki flíkurnar sem verða eftir?  Ég sjálf myndi pottþétt gera það og hringja í viðkomandi og segja þeim frá því hvar flíkina er að finna.  Ég er í framhaldi af þessu að velta fyrir mér hvort þetta sé allsstaðar svona, því úlpan er búin að vera týnd í rúman mánuð.

Held að það væri ósköp einfalt að skoða þær flíkur sem eftir verða dag hvern og þær flíkur sem eru merktar með nafni og síma að hringja og láta vita. 

ææiii ég er náttúrulega æfinlega þakklát þessari ókunnugu konu, en jafnframt pínu pirruð að starfsmenn svona bygginga skulu ekki hringja út.  Það getur ekki tekið langann tíma að láta foreldra vita af flíkum barna þeirra. 

En jæja pirr dagsins farið og kannski kemur bara meira pirr blogg í dag, hver veit :-)

kveðja súpermamma sem er endalaust að leita af flíkum barna minna


Tölvufíkn

Þetta er sko vaxandi vandi og ég er á því að þetta sé afleyðing þess að við lifum í svo hröðu þjóðfélagi að börnin okkar eru mikið ein heima og leita í tölvurnar.  Fíknin kemur svo og verður þetta að vítahring líkt og með annarri fíkn.

Ég hef fundið fyrir því að ég sjálf var komin á hálan ís, það fyrsta sem ég gerði á morgnanna var að fara í tölvuna, fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim var að fara í tölvuna og lesa póstanna og það síðasta sem ég gerði áður en ég fór að sofa var að athuga hvort einhver skilaboð væru.  Þegar ég sjálf áttaði mig á þessu þá takmarkaði ég mína notkun og gekk þetta vel og gengur ennþá, talvan getur verið góð afþreying en einnig algjör böðull. 

Ég á eina skvísu sem er farin að sína þessa fíkn ansi ung, ég fór því þá leið að ég keypti klukku með rauðum skífum sem hægt er að stilla tímann myndrænt.  Þannig takmarka ég tímann hennar í tölvunni og getur hún og allir aðrir heimilismenn fylgst með því hvað tímanum líður, en hún fær max 30 mín á dag.

Ég á einnig unglinga sem vilja vera á leikjasíðum og bloggsíðum, það er sama regla sem gildir fyrir þær nema að þær fá max 1 tíma í senn og max 2 tíma á dag. 

Við verðum að takmarka börnin okkar og sína þeim aga í þessu eins og öllu öðru, ef þau fá valdið þá er hættan alltaf til staðar.  Ég ráðlegg líka ÖLLUM foreldrum að hafa tölvur heimilisins á opnum rímum og einnig er sniðugt að slökkva á rádernum þegar tölvunotkunin á að hætta. 

Þetta er alvarleg fíkn sem við verðum að hugsa um eins og allar aðrar fíknir

kveðja Supermamma


mbl.is Skrópa vegna tölvuleikja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

rúsínublogg

Jæja smá krúslufréttir

Skvísan tók upp á því eftir eina norðurferðina að heimta bleiju þegar hún svæfi, ætli hún hafi ekki fengið bleiju á nóttunni þar og fundist það mun þægilegra en þurfa að vakna sjálf og fara á klósettið Wink

Nú jæja ég ákvað að leifa henni að fá bleijuna þá nóttina og hún hefur svo ekki tekið annað í mál eftir það, heimtar alltaf bleiju og ég jájá ég veit leift henni það,  Stundum hefur hún pissað í hana og stundum ekki.  En hún var sko löngu hætt að pissa á sig á nóttunni.

En í kvöld ákvað hún að hún vildi sko ENGA bleiju og ég bara mjög sátt, enda hefur hún ekki pissað í bleiju í marga daga.  

Svo er nú annað krúslufréttir hún náttla er eins og spegilmynd af Dagný apar allt upp eftir henni og er eins og rispuð plata á eftir henni.  Þegar hún vaknaði svo áðan til að fara á klósettið þá sagði hún ELÍSABET!!!!! jájá ég er barasta ekkert mamma lengur bara ELÍSABET því Dagný segir náttúrulega yfirleitt nafnið mitt.  Fyrst fannst mér þetta nú pínkuponsulítið fyndið.  En váá hún er að auka þetta all svakalega og er þetta nú eiginlega farið að líta hálf vandræðalega út ég er Elísabet ekki mamma og svo á hún pabba út um allan bæ, eða alla veganna heldur hún það haha GetLost

jájá svo ég útskýri kannski smá þá er skvísan mín á einhverfurófinu, fyrir ykkur sem þekkið mig ekki

kveðja súpermamma


letiblogg

ææiii ég er bara drullu löt núna.  Var heima í allan dag með stelpunni og kom ansi fáu í verk.  Finnst ég samt hafa verið á fullu í allan dag, ótrúlegt hvað maður getur verið á fullu en samt ekki afrekað neitt Crying

Annars fórum við til læknis og skvísan með barkabólgu og þarf að taka því rólega, lítið hægt að gera og þurfum við bara að sjá hvort hún vinni ekki á þessu sjálf. 

ég er þvílíkt að mikla skólaverkefnunum fyrir mér, ég bara kem mér ekki á gang, er náttúrulega að vinna mikið og eiginlega búin á líkamanum.  Allsstaðar verkir og kallar líkaminn á hvíld.  Það er svo sem ekki í boði og verður því að bíða betri tíma.

Mig langar að fara að byrja að skrappa og gera það sem ég ætla að klára fyrir jól en kem mér ekki einu sinni á stað í þeim málum, skrítið að vera svona........

En afrekaði að útbúa ætis styrkja handa Rebekku s.s. svona hólfað box sem ég er búin að setja mismunandi styrkja eins og kexbúta, snakk, morgunkorn, rúsínur, smá nammi skorið niður í litla bita og eitthvað fleira.  Vona að þjálfarinn verði nú súper ánægð með þetta þegar skvísan kemur með boxið í leikskólann Grin.  Svo þarf ég að fara að setja upp dagsskipulagið, ææiii hef ekki verið dugleg með þetta en nota klukkuna samt mikið, lífið gengur alveg ágætlega og er Rebekka bara búin að vera ótrúlega ballenseruð.  Kannski er það vegna þess að hún er búin að vera núna í að verða 6 vikur hjá mér án þess að vera í einhverju róti????

Annars er hún að þrjóskast með mömmu sína, hún leggst í neðstu tröppuna og ætlast til þess að ég haldi á henni upp stigann sem ég geri EKKI, vegna þess að bakið á mér er nógu slæmt fyrir, ég bíð henni hönd mína og ég leiði hana upp, en yfirleitt neitar hún því.  Þetta er því svolítill barningur að koma barninu upp stigann og tekur þetta á.  Ég má ekki gefa eftir og halda á henni upp því þá verður þetta eylíft vesen.   Rebekka er það þung að ég bara get ekki verið að halda á henni upp stigann hérna, enda er hún full fær um að ganga hann sjálf.

 


Útivinnandi, hvernig farið þið að?

Hvernig farið þið útivinnandi að?? ég byrjaði að vinna 7. nóv og eru það 10 virkir dagar,  af þessum 10 dögum hef ég verið veik í 2 daga og stelpurnar í 2 Frown  Ég er hérna heima núna með Hörpu Katrínu sem er bullandi kvefuð og líklega með bullandi eyrnabólgu.  Er því að bíða eftir símtali frá lækninum okkar, en hann er í aðgerðum. Hún hefur nefnilega verið hjá honum síðan hún var nýfædd eða í 11 ár og vill hann sko ekki að við förum eitthvað annað nema í neið Wink

Þegar ég var lasin var karlinn í fríi en þegar börnin veikjast er hann að vinna er þetta ekki týpiskt!!!

Auðvitað á hann rétt á veikindadögum eins og ég, en það er bara erfiðara þegar hann vinnur svona 2 sólarhringa og 4 sólarhringa heima.

Stelpurnar mínar hafa alltaf verið miklir pestagemlingar svo ég er bara engan veginn að sjá að ég geti unnið eitthvað að viti?  fyrir utan það reyndar að vera öryrki sjálf Frown

Æiii þetta er bara púst dagsins, hef oft hugsað þetta hvernig útivinnandi mæður fara að, reyndar eru flest börn sem betur fer hressari en mín, en sama það eru mörg  börn sem sækja allar pestar

kveðja Elísabet veikindasuga


Næsta síða »

Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband