Leita í fréttum mbl.is

betri dagar

já átti sko betri dag í dag :-)  þó svo að ég viðurkenni það alveg að það sé enn kvíðahræðsluhnútur í mallanum og verkir um allan skrokk :-)

Ennnnnnn hún elsku Rebekka svaf af sér allan hamaganginn sem er hér á morgnanna þegar þrjár elstu eru að græja sig fyrir skólann, þegar þær voru lagðar af stað ætlaði ég mér að vekja prinsessuna en nei hún bara sagði "nei mamma sofa lengur" og snéri sér á hina hliðina :-)  Hún kom uppí til mín undir morgun svo ég skreyð uppí og svaf með henni til RÚMLEGA 9 :-) bara lúxus hér sko :-)  Ekki oft sem minn orkubolti vill sofa :-)

Hún vildi svo bara fara að leika sér hérna heima og ekki fara í leikskólann en þegar ég sagði henni að Guðbjörg besta vinkona hennar ætti afmæli í dag og hún mætti gefa henni smá gjöf þá var mín sko sátt og fór í leiksólann með Hello Kitty hálsmen og armband handa vinkonu sinni :-)

Hún var svo sótt klukkan 13.30, og fór í málþroskapróf sem gekk svona glimrandi vel :-)  Rosalega margt sem hún átti að gera sem hefur verið í atferlisþjálfuninni hjá Þórdísi, bæði beint og óbeint og því átti Rebekka ansi auðvelt með margt og græddi sko heilmikið á því :-) Niðurstöður prófsins voru s.s. þær að hún er rétt fyrir neðan meðaltal jafnaldra sem er sko ALGJÖR SNILLD og er ég búin að brosa síðan :-)   Það var samt sumt sem hún gat ekki sem flestir jafnaldrar geta og verður bara unnið með það núna, annað gat hún sem margir gera vitlaust en þá er það líka yfirleitt eitthvað sem búið var að þjálfa/kenna henni :-)  Svo ég segi að Þórdís eigi sko sinn fullan þátt í því að skvísan kom svona vel út og segi því húrra fyrir henni hehe og auðvitað Rebekku líka, enda er hún flottust og fínust :-)

Ég fékk svo líka jákvæðan póst hér sem létti heilmikið á mér svo þetta var góður dagur...

Ég var svo bara voða dugleg hérna seinnipartinn og tók alveg fullt í gegn, svona jákvæðir hlutir eru nefnilega vítamínssprautur fyrir mig :-)

Læt þetta duga í bili

kveðja Elísabet


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

dagar eru og verða misjafnir, sem betur fer kemur hver þeirra bara einu sinni

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 4.9.2008 kl. 23:24

2 identicon

Flott að þér líði betur - þetta á allt eftir að koma hjá þér :)

Petí (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 13:56

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ohh það er svo gott að geta einstöku sinnum leyft þeim að sofa á morgnana. Ekki oft sem þau vilja það sjálf.

Til hamingju með gleðilegar niðurstöður hjá skvísunni.

Atferlisþjálfun er málið! Því miður skildist mér um daginn á einni sem vinnur á Greiningarstöðinni að ansi lítið sé að gerast í þeim efnum svona yfirleitt, hér á landi.

Jóna Á. Gísladóttir, 10.9.2008 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband