21.10.2007 | 19:41
Afmælisstúss
Jæja
Hér er bara allt gott að frétta, búin með afmælisstúss í bili og skólinn og daglegt líf tekið við.
Við vinkonurnar lágum hér afvelta í dag að éta afganga frá því í gær á meðan börnin léku sér og rusluðu til haha en þetta var samt nær.
Yngstu skvísurnar hafa verið að sýna alveg frábæran leik undanfarið, það er svo frábært að sjá þær leika saman, fara í hlutverk og allt, eru nú samt ekki komnar á mins og þins tímabilið en samt spjalla aðeins saman í leiknum
Það styttist óðum í USA ferð, ég er alltaf á leiðinni að fara að setja upp "innkaupalista" en æii gleymi því alltaf, rennur oft á dag í gegnum hugann minn "hei, ég þarf að kaupa þetta úti" jájá margt sem vantar og er tilvalið að nota þessa ferð í það.
Mér var hugsað út í smyglskútumálsins, þegar ég las frétt inná mbl.is í dag að símar hafa verið hleraðir í allt að 10 mánuði hjá þeim sem tengjast málinu, þið megið ekki misskilja mig ég er rosalega ánægð með að þessi efni náðust en mér er hugsað til fjölskyldu þeirra sem tengjast þessu máli. Ég þekki aðeins til foreldra eins og OMG hvað ég finn til með þeim, en það er nú bara þannig að þau hafa ekkert gert og geta ekkert gert. En hafið þið einhvern tíman hugsað út í það hvernig þið mynduð höndla svona ef börn ykkar myndu gera eitthvað svona og já lenda í viðjum áfengist og vímuefna. Nú veit ég ekki hvað elskulegi kærasti minn segir núna við þessari færslu minni, þar sem hann hefur nú reynsluna en ég er bara hrædd um að missa börn mín út í svona rugl, þær eru kannski sem betur fer enn ungar en já eldast samt jafn hratt og ég
Knús og kram
Súpermamman
Myndaalbúm
Tenglar
Mínir tenglar
- Bloggið hennar Ingu, stofnanda samtakanna Landssamtaka foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda - Reikningsnúmer 0305-13-303030 Kennitala 150462-7549
- Óskasteinar - grúbba fyrir foreldar barna á einhverfurófinu Spjallborð foreldra barna með þroskafrávik
Af mbl.is
Fólk
- Gæti fengið allt að 24 ára dóm
- Sláandi lík föður sínum
- Trump Jr. og Bettina Anderson farin að búa saman
- Stórbrotið verk Bjarkar í sýningu hérlendis
- Skoran á Sanchez vakti athygli á innsetningu Trumps
- Þetta lærði Tinna af móður sinni
- Klessti á vegg og átti ekki mjög gott tímabil
- Ýtir undir sögusagnir um skilnað
- Heimili Tyru Banks varð eldinum að bráð
- Írönsk poppstjarna dæmd til dauða
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.