Leita í fréttum mbl.is

Afmælisstúss

Jæja

Hér er bara allt gott að frétta, búin með afmælisstúss í bili og skólinn og daglegt líf tekið við.

Við vinkonurnar lágum hér afvelta í dag að éta afganga frá því í gær á meðan börnin léku sér og rusluðu til haha en þetta var samt nær.  Wink

Yngstu skvísurnar hafa verið að sýna alveg frábæran leik undanfarið, það er svo frábært að sjá þær leika saman, fara í hlutverk og allt, eru nú samt ekki komnar á mins og þins tímabilið en samt spjalla aðeins saman í leiknum Grin

Það styttist óðum í USA ferð, ég er alltaf á leiðinni að fara að setja upp "innkaupalista" en æii gleymi því alltaf, rennur oft á dag í gegnum hugann minn "hei, ég þarf að kaupa þetta úti" jájá margt sem vantar og er tilvalið að nota þessa ferð í það.

Mér var hugsað út í smyglskútumálsins, þegar ég las frétt inná mbl.is í dag að símar hafa verið hleraðir í allt að 10 mánuði hjá þeim sem tengjast málinu, þið megið ekki misskilja mig ég er rosalega ánægð með að þessi efni náðust en mér er hugsað til fjölskyldu þeirra sem tengjast þessu máli.  Ég þekki aðeins til foreldra eins og OMG hvað ég finn til með þeim, en það er nú bara þannig að þau hafa ekkert gert og geta ekkert gert.  En hafið þið einhvern tíman hugsað út í það hvernig þið mynduð höndla svona ef börn ykkar myndu gera eitthvað svona og já lenda í viðjum áfengist og vímuefna.   Nú veit ég ekki hvað elskulegi kærasti minn segir núna við þessari færslu minni, þar sem hann hefur nú reynsluna en ég er bara hrædd um að missa börn mín út í svona rugl, þær eru kannski sem betur fer enn ungar en já eldast samt jafn hratt og ég Wink

Knús og kram

Súpermamman


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband