Leita í fréttum mbl.is

Furðulegt

hvernig sumir eru!!!

Jájá ég átti góðann dag, byrjaði reyndar með því að elsta gelgjan vaknaði lasin, hún var nú ekki alveg til í að vera EIN heima og ÉG bara varð að mæta í vinnu og karlinn líka úúffff.  Hvernig fara útivinnandi mæður að!! Ég var búin að vera lasin heima tvo daga og bara gat ekki hugsað mér að forfalla mig enn einn daginn! Eftir smá samningsviðræður ákvað ég að vera aðeins lengur heima og mæta seinna í vinnuna, var því mætt fyrir klukkan 10 í stað 8.  Svo samdi ég við frænku um að taka hana með sér heim úr vinnunni klukkan 12 svo skvísan var nú bara ein heima í 2 tíma.

Átti góðann dag í vettvangsverkefninu og held barasta að ég sé alveg að finna mig í þessu starfi.  Eftir vinnudaginn tók smá smsþras við minn barnsföður, ótrúlegt hvað það getur verið slítandi..  Fór í smá útréttingar og leið leiðin svo heim. 

Mér var nú orðið ansi mikið mál að komast á salernið og rauk því upp stigann með fullar hendur af innkaupapokum, göllum, töskum og tilheyrandi.  Yngsta skvísan sem er nú ekki alltaf sú glaðasta svona seinni part dags, lagst í stigann í sínum mótþróa og neitaði að ganga lengra.  Ég kallaði á skvísuna og sagði henni að koma, en hún vældi eitthvað og ég meira að segja reyndi að kaupa hana með ís þar sem ég var nú hvort eð er búin að lofa honum.  En mín lét sig ekki eins og henni einni er lagið og þegar ég kallaði til hennar í annað skipti kom ónefndur maður út úr einni íbúðinni og spurði mig hvað gengi nú eiginlega á hérna??? þvílíkur mengunarháfaði sem þetta væri og ég ætti að koma barninu inní mína íbúð.  Ég reyndi að halda ró minni og sagði honum að ég væri nú bara að kalla á barnið að koma upp og hún væri nú ekki að hlíða mér.  taktu barnið inní þína íbúð og taktu á vandamálinu þar ekki hér á ALMENNINGSGANGI!!! ég spurði hann hvort þetta væri svona mikið vandamál og hvort það væri nú ekki mengungarháfaði frá íbúðinni hans þar sem endalausar framkvæmdir eru þar og búið að vera síðustu vikur fram á kvöld.  ÞAÐ ER EÐLILEGT EN ÞETTA ER EKKI EÐLILEGT!!!

Díses hvað ég reiddist, ég tók barnið mitt yndislega og fór uppí MÍNA íbúð!!! ég hugsaði reyndar eftir á að þessi einstaklingur hlýtur að vita lítið um börn, ég sagði honum meira að segja að barnið mitt væri ekki eins og öll börn og því væri þetta eitt af hennar "köstum" sem var NB ótrúlega lítið og þægilegt í þetta skipti!!!

jæja þá er ég búin að pústa, skil ekki svona fólk, það er ekki eins og börnin mín séu á ganginum hérna alla daga.  Þau nota ganginn EKKI neinn nema að fara út og inn heima hjá ´sér!

kveðja súpermamma pirraða


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband