Leita í fréttum mbl.is

Pabbi og ekki pabbi

Hvenær eru krakkar búnir að ná þroska i að greina foreldra sína frá ókunnugum?  Ég man svo vel eftir stóru stelpunum þegar allir karlar voru pabbar, ég fór með þær í 11. 11 og dóttir mín yngri stóð föst á því að maðurinn í búðinni væri pabbi sinn.  Alveg sama hvað ég þrætti við hana þá var þetta pabbi!  Ætli hún hafi ekki verið rétt um 1árs mig minnir það!!!

Litla skvísan mín yndislega sem er að verða 3 ára í janúar er enn á þessu tímabili.  Stundum er þetta eiginlega frekar neyðarlegt því hún er svo stór að fólk heldur að hún sé líka eldri en hún er...

Eitt sinn var ég með hana í bakaríi, við sátum saman mæðgurnar ég að borða hnetuvínabrauð og hún kleinuhring, þegar maður gekk inn í bakaríið sem var fullt af fólki og hún kallaði yfir sig með sinni sterku rödd "PABBI og benti á manninn sem var að koma einn" maðurinn leit í áttina á skvísunni með skelfinarsvip... þarna á þessu mómenti langaði mig að hverfa ofaní gólfið, hvað heldur fólkið eiginlega hérna inn?  úúfff þetta er pínu neyðarlegt sko!! haha eins og barnið eigi pabba út um allan bæ...

En nú jæja síðasta tilfellið er núna í kvöld, við fórum í Smáralindina í dag, þar var hestasýning og alveg FULLT af fólki.  Við settumst niður í stúkunni og voru stelpurnar þvílíkt spenntar yfir hestunum.  Rebekka er svo hávær að það heyra allir þegar hún talar.  En hún hafði sko mikla þörf fyrir að segja öllum að ÞARNA væri sko hestur og "sjáu hettinn"  "hettur" "deihettar"(TVEIR HESTAR) "sjáu hettinn" o.s.frv.   Athyglin þurfti sko að vera hjá henni og ef ég vogaði mér að horfa á hestanna og þá tók hún í andlitið mitt og sagði "mamma sjáu??" 

Ég var nú farin að reyna að sussa niður í skvísunni því hún talar svo hátt að fólkið heyrði ekki orð sem karlarnir tölu í hátalarkerfið í Smáralindinni, skvísan yfirgnæfði þá sko leikandi Smile

En þegar ég var nú búin að ná athyglinni frá hestunum og hún farin að róast aðeins yfir þessari upplifun uppgötvaði hún mann sem sat rétt fyrir neðan okkur, "pabbi" pabbi" "PABBI MINN!" fengu Smáralindagestir að heyra mjög reglulega, hún var sem sagt alveg sanfærð um að maðurinn sem sat þarna væri pabbi hennar, hann átti sko EKKERT sameiginlegt með Halldóri pabba hennar og ekki heldur Elvar, svo mér fannst þetta frekar mikið óþægilegt sko.  Ég reyndi að leiðrétta hana en það þýddi ekkert hún vissi það að þetta væri pabbi hennar og TAKK FYRIR TAKK.   Ég reyndi að dreifa athyglinni aftur og núna að hestunum aftur hehe  Hún var mjög upptekin af þessum pabba og vildi bara fara til hand, "égvipabba" "ette pabbi minn"(ÞETTA ER PABBI MINN).  Svo ég tók þá ákörðun að forða mér af vettvangi og endaði á fridays að borða Wink

Það var sem sagt þreytt húsmóðir sem kom heim í kvöld og var fljót að koma skvísunum niður og leggjast í HEITT bað

kveðja súpermamma


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband