22.11.2007 | 09:40
Tölvufíkn
Þetta er sko vaxandi vandi og ég er á því að þetta sé afleyðing þess að við lifum í svo hröðu þjóðfélagi að börnin okkar eru mikið ein heima og leita í tölvurnar. Fíknin kemur svo og verður þetta að vítahring líkt og með annarri fíkn.
Ég hef fundið fyrir því að ég sjálf var komin á hálan ís, það fyrsta sem ég gerði á morgnanna var að fara í tölvuna, fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim var að fara í tölvuna og lesa póstanna og það síðasta sem ég gerði áður en ég fór að sofa var að athuga hvort einhver skilaboð væru. Þegar ég sjálf áttaði mig á þessu þá takmarkaði ég mína notkun og gekk þetta vel og gengur ennþá, talvan getur verið góð afþreying en einnig algjör böðull.
Ég á eina skvísu sem er farin að sína þessa fíkn ansi ung, ég fór því þá leið að ég keypti klukku með rauðum skífum sem hægt er að stilla tímann myndrænt. Þannig takmarka ég tímann hennar í tölvunni og getur hún og allir aðrir heimilismenn fylgst með því hvað tímanum líður, en hún fær max 30 mín á dag.
Ég á einnig unglinga sem vilja vera á leikjasíðum og bloggsíðum, það er sama regla sem gildir fyrir þær nema að þær fá max 1 tíma í senn og max 2 tíma á dag.
Við verðum að takmarka börnin okkar og sína þeim aga í þessu eins og öllu öðru, ef þau fá valdið þá er hættan alltaf til staðar. Ég ráðlegg líka ÖLLUM foreldrum að hafa tölvur heimilisins á opnum rímum og einnig er sniðugt að slökkva á rádernum þegar tölvunotkunin á að hætta.
Þetta er alvarleg fíkn sem við verðum að hugsa um eins og allar aðrar fíknir
kveðja Supermamma
Skrópa vegna tölvuleikja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Myndaalbúm
Tenglar
Mínir tenglar
- Bloggið hennar Ingu, stofnanda samtakanna Landssamtaka foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda - Reikningsnúmer 0305-13-303030 Kennitala 150462-7549
- Óskasteinar - grúbba fyrir foreldar barna á einhverfurófinu Spjallborð foreldra barna með þroskafrávik
Af mbl.is
Fólk
- Ætlar að gera dagatal eins og slökkviðsliðsmennirnir
- David Walliams þurfti að bæta öðrum viðburði við
- Sagður eiga í ástarsambandi við mun yngri konu
- Sjónvarpsverðlaun afhent í fyrsta sinn
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er góð hugmynd hjá þér með skífu-klukkuna. Þakka þér fyrir.
Lilja Ingimundardóttir, 22.11.2007 kl. 10:03
Já ég þótti ekki skemmtilegasta foreldrið þegar ég vildi sífellt sjá hvað var verið að gera, með tölvuna þar sem allir sáu og skipt tímanum á milli.
Þetta var áður en fólk fór að tala um fíkn og slíkt í kringum tölvur. Um að gera að hafa fastan ramma á þessu eins og öðru
Ragnheiður , 22.11.2007 kl. 15:21
talvan er skaðræðisgripur ef ekki er val haldið utan um notkun á henni. Á mínu heimili eru reglur varðandi tölvunotkun og talvan er í rými þar sem allir eru....... leiðindarmamma....... en þetta með að tölvufíkn er staðreynd, fíkillinn minn er haldinn algerri fíkn í tölvuna meðal annars.
Kveðja til þín og þakkir fyrir stuðninginn og msnið þitt
Kristín Snorradóttir, 23.11.2007 kl. 17:29
Ég á sonarson sem er tölvufíkill. Síðast þegar ég vissi var hann búinn að vaka í tvo sólarhringa vegna einhvers tölvuleiks sem hann sagðist fara í vímu útaf og sjá einhverjar ofskynjanir. Hann sagðist ætla að vaka í sólahring í viðbót yfir þessu. Hann er 17 ára gamall og er búinn að vera svona fíkill í svo mörg ár að hann féll á samræmdu prófunum. Hann tollir líka illa í vinnu og drekkur og reykir. Ég hef miklar áhyggjur af honum.
Svava frá Strandbergi , 30.11.2007 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.