4.2.2008 | 01:25
Ekkert blogg
Jæja lítið bloggað þessa daganna.
Æiii þið verðið bara að afsaka en stundum hef ég bara ekki orku, oft er ég bara þreytt en stundum er bara mikið álag hér og langar mig þá bara ekkert að blogga!!!
Ég sló niður aftur og endaði hjá lækni og fékk pensa!! Missti röddina á föstudag og er enn hálf raddlaus.
Ástín mín stóð sig eins og sönn stjarna á föst kvöldið, hann var bara geggjaður og váá hvað ég var stollt af honum, söng svo vel og var í svo miklu jafnvægi allt kvöldið, við vorum sko síðustu út úr húsi haha.
Áttum yndislega helgi, mikið barnlaus sem gerist alveg örsjaldan og var alveg kominn tími til að hlaða aðeins batteríin. Hittum nálapúðanna vinkonurnar mínar úr Húsó 95 og sykurpúðanna þeirra - sko mennirnir þeirra haha Líka svaka gott kvöld, en vorum svolítið þreytt samt.
Mið skvísan keppti svo á skíðum í dag og stóð sig svakalega vel, kom heim með sinn fyrsta verðlaunapening í skíðaíþróttinni og er mamman náttla óendanlega stollt af minni.
Núna er svo að hella sér í rannsóknavinnu, koma sér í samband við alla og reyna að finna tíma til að taka rannsóknarviðtölin. Þetta ógnar mér svolítið, ææii ég veit ekki, finnst ég vera orðin svolítið "feimin" þetta á eflaust við um sjálfsstraustið en ég tækla þetta eins og allt annað hehe
knús og kram
Elísabet
Myndaalbúm
Tenglar
Mínir tenglar
- Bloggið hennar Ingu, stofnanda samtakanna Landssamtaka foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda - Reikningsnúmer 0305-13-303030 Kennitala 150462-7549
- Óskasteinar - grúbba fyrir foreldar barna á einhverfurófinu Spjallborð foreldra barna með þroskafrávik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú rúllar þessu upp kona.
Kristín Snorradóttir, 4.2.2008 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.