6.4.2008 | 10:30
Líkaminn segir STOPP
Ég svo sem vissi að það myndi gerast, hélt bara að ég myndi halda þetta lengur út, þið vitið þurfti aðeins fleiri daga sko
En nei nei ég sofnaði VILJANDI með Rebekku á föstudagskvöldið, ætlaði mér svo að vakna þegar karlinn kæmi heim eftir spilamennskuna og nei nei ég svaf hin fastasta alveg sama hvað hann reyndi að vekja mig. Svo man ég eftir því að hafa stillt símann og hann fékk að snúsast alla nóttina, karlinum til mikilla gleði hehehehe.
Vaknaði svo í gærmorgun bara ágætlega hress og kom stóru stelpunum á skíðaæfingu og ákvað svo að skreppa í Húsdýragarðinn og hitta mömmuhópinn okkar Rebekku, hef aldrei komist til að hitta þær svo ég ákvað að slá þessu upp í smá kæruleysi og eyða tíma með litlu skottunni minni.
Ég fann þar að ég var farin að vera eitthvað skrítin, svo KALT, sem er sko ekki ég aldrei KALT!!! við tók svo hausverkur, beinverkur, meiri kuldi og ÞREYTA þegar ég kom heim. Kíkti samt á 2 ára afmæli KÓ litla frænda, en stoppaði nú stutt þar, skreyð svo uppí rúm þegar heim var komið og jájá ég VAR AÐ VAKNA!!!!
Sem sagt enginn lærdómur þessa helgina eins og ég ætlaði mér en vona að ég nái einhverju þreki og dugnaði í dag úfff púffff
knús og kram
Elísabet
Myndaalbúm
Tenglar
Mínir tenglar
- Bloggið hennar Ingu, stofnanda samtakanna Landssamtaka foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda - Reikningsnúmer 0305-13-303030 Kennitala 150462-7549
- Óskasteinar - grúbba fyrir foreldar barna á einhverfurófinu Spjallborð foreldra barna með þroskafrávik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú massar þetta!
En já, miðað við hvað þú hefur verið að gera síðustu nætur... þá er ég hreint ekki hissa á að líkaminn segi stopp, enda getur maður ekki gengið á afgangsorkuna endalaust. En nú ertu aldeilis búin að hlaða battteríin og nú er bara að gefa allt í þetta!
Uppörvandi?
En allavega, takk fyrir daginn í gær og fyrir alla muni, farðu vel með þig og mundu.. ÞÚ GETUR ÞETTA!!
Sigurrós (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 12:30
Tek undir Sigurrós, gott að hlaða batteríin svo nú ætti þetta að ganga smurt.
You can do it áfram áfram áfram *heilt-klapplið*
Takk fyrir gærdaginn, voða gaman að hitta ykkur Rebekku.
Smilla, 6.4.2008 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.