Leita í fréttum mbl.is

Bókin um einhverfu!

Ég fékk senda bók í morgun, bókin um einhverfu, sýnist í fljótubragði þetta vera alveg frábær bók og gott tæki fyrir marga til að lesa.   Ég veit reyndar ekkert af hverju ég fékk þessa bók, það er önnur saga Wink  Þar sem ég hef engann tíma til að lesa þessa bók núna, á kafi í öðrum lestri þá bauð ég atferlisþjálfara yngstu dömunnar bókina að láni sem hún þáði með þökkum.  Ég hlakka til að lesa bókina þegar skólaverkefnum er lokið.

En já smá dæmisaga hérna um skvísuna mína yngstu. 

Við fórum á pizza hut að borða núna í kvöld, Rebekka sá strax barnastól með svona rauðum og gulum boltum fyrir framan sem hægt var að snúa.  Hún vildi fá þennan stól þó svo að hún væri náttúrulega alltof stór i hann.  Til að kaupa friðinn á Pizza Hut fullum af fólki leifði ég henni það.  Um leið og hún settist í stólinn þá uppgötvaði hún að það var spíta fyrir fæturna, en þar sem hún var of stór í stólinn og þá gat hún ekki sett þá þar, upphófst mikil vonleysi því hún ætlaði að sitja í stólnum en líka hafa fæturna þar sem þeir áttu að vera, mamman sá að það vantaði nú ekki mikið uppá svo hún tók hana úr strigaskónum og gat hún þá rétt svo komið sér á réttan stað.  Með fæturna í kremju skyldu hún sitja frekar en að vera með þær lafandi.  Boltarnir heilluðu og fengu þeir að rúlla hring eftir hring eftir hring í einhvern tíma.

Þegar maturinn kom fékk hún sinn mat en vildi tómatsósu, ég tók flöskuna sem var á miðju borðinu og gaf henni sósu en lagði hana "óvart" frá mér annarsstaðar, það sem meira var er að ég setti ekki lokið niður á flöskunni.  Ég fékk því að heyra hátt og skýrt þannig að flestir gestir pizza hut heyrðu að það ætti að loka tómatssósunni og bætti hún því svo við "ekki þarna, heldur þarna"  núnú allt er nú gert til að halda friðinn svo ég fór eftir hennar fyrirmælum Blush

Þegar maturinn okkar kom svo þá bað ég Hörpu um að skipta við mig sæti þar sem það raðaðist betur niður það sem við pönntuðum saman.  Ég skipti um sæti en NEI!!!!! skvísan gjörsamlega gargaði " EKKI SITJA ÞARNA, HELDUR HÉRNA!"  nei nei ekki breyta neinu systemi svo mín stökk aftur í sætið svo fólkið í kring fengi nú frið til að borða Halo

Þetta líf getur stundum verið svolítið snúið fyrir þessi kríli, en ég viðurkenni það nú alveg að hún fær nú ekki að stjórna dagsdaglega, en jájá svona til að koma í veg fyrir að fólkið á veitingastöðunum haldi ekki að ég geti ekki alið upp mín börn, eða að hún sé bara ofdekruð frekjudýr með því að taka frekju/brjálæðisköst ef hún fær ekki að stjórna þá velur maður það nú bara stundum að typla á tánum og leifa henni að stjórna ferðinni - stundum er það betra en ekki til lengra tíma litið FootinMouth

Ég var því fljót að láta mig hverfa þegar við vorum búin að borga og rauk út í skóla í ritgerðarskrif sem ég ætla s.s. að reyna að klára að mestu í kvöld!!

kveð að sinni

Elísabet


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Ég fékk líka þessa bók. Skrítið að segja manni ekki hver er að senda þetta....Gott að fá bókin en maður vill vita hvaðan gott kemur.

Halla Rut , 11.4.2008 kl. 23:03

2 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Mig grunar reyndar að þetta sé bara umsjónafélagið sem er að senda félagsmönnum, finnst þetta frábært framtak.  Hefði alveg pottþétt keypt mér þessa bók.  væri nú ráð að senda pabba Rebekku eitt svona stykki *HÓST**HÓST!!!!

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 11.4.2008 kl. 23:05

3 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

já og aftur, ég fór beint í pósthólfið mitt til að athuga hvort ég hefði fengið einhvern póst frá þeim um þetta, en fann það ekki.  Kannski að maður fari bara og sendi email og þakki fyrir sig hehe

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 11.4.2008 kl. 23:06

4 Smámynd: Halla Rut

Sannleikur dagsins:

jájá svona til að koma í veg fyrir að fólkið á veitingastöðunum haldi ekki að ég geti ekki alið upp mín börn, eða að hún sé bara ofdekruð frekjudýr með því að taka frekju/brjálæðisköst ef hún fær ekki að stjórna þá velur maður það nú bara stundum að typla á tánum og leifa henni að stjórna ferðinni - stundum er það betra en ekki til lengra tíma litið FootinMouth

Halla Rut , 11.4.2008 kl. 23:07

5 identicon

Úff... ég þekki nú svona köst hjá mínum 3 ára gaur. Pjúff... sjálfstæðisbaráttan alveg í hámarki og rúmlega það! Maður má ýmist aðstoða hann eða ekki.... hann vill þetta en ekki hitt *dæs*.

Ég forðast það nú að taka hann með í búðir... maður fær einmitt "illt auga" þegar hann tekur upp á því að vilja ráða og maður leyfir honum það ekki...

Sigurrós (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 23:10

6 Smámynd: Halla Rut

Ég sagði við kallinn minn um daginn að við ættum að setja miða á Ívan sem segði "Ég er fatlaður eða Ég er einhverfur". Karlinn spurði hvort ég væri orðin geðveik?

Annars er ég farinn að taka þann pólinn í hæðina að mér er bara alveg sama og það er einmitt þá sem maður fer að einangrast..... með fjölskylduna.

Halla Rut , 11.4.2008 kl. 23:14

7 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Halla - já það er nefnilega málið, við ættum að taka upp það sem að mig minnir er mikið gert í USA frekar en í Bretlandi, foreldrar barna með þroskafrávik eru með eins konar nafnspjöld þar sem öðrum megin stendur barnið er með einhverfu og hinum megin eru smá útskýringar á fötluninni.......   En já ég hef oft bara sagt "fyrirgefðu en hún hefur bara ekki stjórn" eða eitthvað álíka.  Annars Halla af hverju eigum við að vera afsaka börnin okkar? þau eru yndisleg og frábær, en þau geta ekki alltaf verið eins og "gildi, normin og reglur" samfélagsins gefa okkur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 11.4.2008 kl. 23:22

8 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Það var einhver sem benti mér á heimasíðu um daginn, þar sem hægt var að kaupa boli með brosköllum á og texta: Einn var t.d. svona; I'm autistic, whats your excuse (Ég er einhverfur, hver er þín afsökun). Brillian brilliant bolir. Nú verð ég að rifja þetta upp, man ekki slóðina á þessa síðu.

Ég dáist bara að þér fyrir að drífa þig með orminn þinn á veitingastað þrátt fyrir allt. Ég er alltof löt við þetta. Og maður einangrast svolítið eins og Halla talar um.

Bókin sem þið eruð að tala um er send á alla félagsmenn í Umsjónarfélagi einhverfra og félagið stendur að útgáfunni, ásamt fleirum. Sjáumst við ekki á aðalfundinum nk miðvikudag?

Jóna Á. Gísladóttir, 12.4.2008 kl. 23:43

9 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

ææii veistu það er nefnilega alveg rétt hjá ykkur að maður hikar svolítið til að fara með krílin...... ennnn ég vil að hún þekki þessar aðstæður, þar að segja ef það hefur einhver áhrif?

Með aðalfundinn þá reikna ég ekki með því að komast :-( bara of mikið að gera hér í mínu lífi hehe....

Er alltaf á leiðinni að DRULLA mér af stað að mæta í hópastarfið, en ææiii eitthvað sem stoppar mig, veit ekki hvað það er

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 13.4.2008 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband