Leita í fréttum mbl.is

Dekurdagur í dag

Búin að eiga góðan dag í gær og dag með skvísunum mínum.  Sendi ritgerðina frá mér til leiðsagnakennarans í gær klukkan 15:45 Wink 51 bls ritgerð og hún er EKKI BÚIN!!!!

Lenti í vandræðum með Innganginn og niðurlagið, samantektin svona lala svo ég veit að ég fæ þetta í HAUSINN annað kvöld!!

Skvísurnar stóru fóru á skíðaæfingu í morgun og litlu búnar að vera duglegar úti að leika sér, ég búin að liggja hérna með tærnar uppí loft á milli leikja hjá stelpunum.  Jújú þær þurfa nú athygli þessar elskur :-)

Bakaði voða góða eplaköku í staðin fyrir að þrífa haha er það ekki góður kostur???

Annars tekur við lærdómur í fötlunar áfanganum á morgun, lota á mánudag, þriðjudag og svo er það norður á miðvikudag.

Stelpurnar komnar með flottar ÍR peysur með nöfnum og buff í stíl, stelpurnar litlu fengu líka skíðapeysur svo þær verða flottar :-)

Bara aðeins að láta vita af mér, ég er enn á lífi þó svo að ég eigi fáa orkudropa eftir, held að ég hafi sjaldan verið svona útkeyrð eins og núna, líkaminn meira að segja farinn að svara þessu álagi með sjálfsofnæmisviðbrögðum............. ekki gott!!

kveðja Elísabet sem vonar svo að geta klárað ritgerðina fyrir 29. apríl og komast í FRÍ!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott mál og dekurdagurinn verðskuldaður!

Góð eplakaka klikkar ekki og tiltektin má alltaf bíða, draslið er hægt að stóla á, það fer ekki :)

Ofurskutlukveðja

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband