Leita í fréttum mbl.is

Afneitun

Ég mæli með því að þið lesið þessa færslu um afneitun hjá henni Jónu snilling Smile   

Llíka færsluna hennar sem hún linkar á, þetta er mjög svo áhrifarík færsla en segir svo margt um það sem við foreldrar barna með þroskafrávik erum að kljást við.  Það er ekki auðvelt að þurfa að standa í svona einn og fá svo athugasemdir frá nánum ættingjum að ekkert sé að.  Spurning um að senda pabba Rebekku bókina? Ég hef ekki töluna á þeim skiptum sem ég hef einmitt verið í sömu stöðu Crying  En sem betur fer með auknum tjáningarþroska hefur köstum Rebekku fækkað mjög mikið, en eitt kastið tók hún í dag, ósköp saklaus aðdragandi.

Þannig var það nú að þær systur voru á leiðinni í búðina, hún var búin að velja sér jakka og hjálpaði systir hennar henni að renna upp jakkanum, en það var ekki það sem hún hafði hugsað sér, því ég MAMMAN átti að gera það.  Í fyrstu reyndum við aðeins að tjónka við hana og breyta umræðuefni en það bar engan árangur, ég meira að segja renndi niður jakkann og upp aftur en nei þetta var búið að koma henni úr jafnvægi og þá þarf hún bara sinn tíma.  Við fórum því bara að græja þær og létum skvísuna eiga sig, en þar sem hún fékk nú ekki athyglina þá bara réðst hún á elstu systur sína, krafturinn var svo mikill að hún 12 ára gömul réði ekkert við hana og kallað á HJÁLP....  Ég viðurkenni það alveg að stundum kvíði ég fyrir því að það komi sá dagur að ég ráði ekki heldur við hana, krafturinn, öflin og hvað hún er sterk eykst bara Frown 

Eins og hún er yndislega, ég elska hana svo mikið, dýrka hana og finnst hún frábær.  Hún er algjört kraftaverk og búin að brillera í þessi 3 ár æfi hennar, þegar hún var nokkra vikna vissi enginn hvað og hvernig hún myndi þroskast, mér var tjáð að það gæti ALLT verið að, svo ég sá fyrir mér fjölfatlað barn - maður hugsar alltaf það versta - það sem ógnar manni mest.  En kraftaverkin gerast og Rebekka er ótrúlega heilbrigð, yndisleg, dugleg og frábær.  Heillar ALLA, með sínum sjarma.

Um daginn vorum við á Sauðárkróki hjá mömmu og pabba, stelpurnar voru inní herbergi og þá aftur elsta skvísan með þeim, Rebekka og Dagný voru að að lita í litabók, allt í einu sér Rebekka MYND í litabókinni sem Dagný var með og ætlaði sko að lita ÞESSA MYND!!!  Harpa útskýrir fyrir henni að þetta sé bókin hennar Dagnýjar og hún verði að leifa henni að klára að lita sína mynd, á augabragði var Rebekka búin að ráðast á bæði Hörpu bráðum 12 ára og Dagný bráðum 6 ára og hélt þeim í "gíslingu" var búin að ná taki í hárinu á þeim þannig að þær greyin gátu ekkert gert annað en að ÖSKRA á HJÁLP, ég var inní eldhúsi og heyrði að eitthvað alvarlegt var í gangi svo ég hljóp af stað og pabbi líka.  Ég þurfti að beita öllum mínum kröftum til að losa þær, hún verður svo STERK!! Ég held að elskulegi pabbi minn hafi orðið fyrir svolitlu áfalli að verða vitni að þessu, hann settist niður og þurfti bara aðeins að anda. 

Sumir vilja meina að þetta sé frekja!!!! en það þýðir sko ekki fyrir neinn að halda því fram, því ég á tvær ELDRI FREKJUR, sem voru sko ansi ákveðnar og gerðu ýmislegt og harðar mótmælir...  en þessi mótmæli hjá Rebekku eru bara ALLT ÖÐRUVÍSI!!

Smá saga til gamans Wink  Það var teymisfundur á miðvikudaginn og Rebekka var tekin inn í lok fundarins, smá sýniþjálfun.   Þórdís (þjálfari hennar) spurði Rebekku hvort hún vildi ekki gera spilagaldur fyrir Maríu?  Hún hafði nefnilega komið í leikskólann eftir páskafrí og gert spilagaldur fyrir Þórdísi, við erum ekkert búnar að vera að gera þetta hérna heima og ekki Þórdís heldur svo ég hugsaði strax að hún væri nú löngu búin að gleyma þessu, enda ekki nema rétt 3 ára!!  Mín skvísa gerði sko galdurinn mörgum sinnum bæði fyrir Maríu og mig, alveg sama hvað við reyndum að rugla hana þá gerði hún hann rétt.  Hvað skyldu mörg 3 ára börn geta gert spilagaldur?  Hún Rebekka mín er SNILLINGUR

kveðja Elísabet


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

He he veistu að held það geti bara verið hárrétt hjá þér, þetta með athyglisbrestinn. Þetta er óþolandi að hafa ekki stjórn á eigin haus og einmitt þetta að hugsa um eitthvað sem í raun skiptir engu máli og breytir engu hvort maður hugsar um það eður ei.

Bylgja Hafþórsdóttir, 21.4.2008 kl. 09:40

2 Smámynd: Ragnheiður

Þú gerir þetta svona, stutta linkinn.

Tekur t.d orðið Jóna og dekkir það, smellir á táknið fyrir hlekk og þá kemur upp gluggi sem þú peistar slóðina inn í.

Þetta er ferlega einfalt þegar maður kann það sko...

Jóna hefur frætt mann ótrúlega um börn með þroskafrávik. Ég var svakalega heppin með Himma minn, hann fékk ekki oft svona köst. Get ekki rifjað upp nema c.a. fimm svona köst. En hann varð ómannlega sterkur..það man ég

Ragnheiður , 21.4.2008 kl. 11:46

3 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

takk fyrir þessar upplýsingar, ég gerði þetta einmitt þveröfugt, kannski lýsandi um ástand mitt þessa daganna haha gerði slóðina, dekkti hana og ætlaði svo að skýra haha

kv Elísabet

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 21.4.2008 kl. 12:03

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Einmitt! Er ekki ótrúlegt hvað þessir krakkar hafa mikinn líkamlegan kraft.

Elísabet. Ég veit, ég skil... Hvernig er hægt að halda því fram að barn sem bregst svona við, sé eins og við hin? Þvílíkur barnaskapur. Og afneitun! Knúst til ykkar. Telpuskottið er auðvitað snillingur.

Jóna Á. Gísladóttir, 21.4.2008 kl. 15:05

5 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Æiii Jóna mín, þú ert fyrirmynd mín þessa daganna og þú trúir því sko ekki hvað þetta komment gefur mér mikið.  

Að standa í baráttu með krílinu sínu og vera svo endalaust gagnrýnd af barnsföður mínum, vegna þess að hann er einmitt í þessum pakka eins og þú nefnir hér að ofan. Gengur meira að segja það langt að gagnrýna greininguna í opinberum skjölum eingöngu vegna þess að hann neitar að kynna sér þarfir barnsins og mæta á fundi sem tengjast henni. Ömurlegt og sorglegt í alla staði.

Í meðan reyni ég að sannfæra mig um að ég sé að gera það besta fyrir barnið mitt sem ég reyndar vil trúa

Endalaust þakklæti og RISA KNÚS

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 21.4.2008 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband