Leita í fréttum mbl.is

stress stress og meira stress

Jæja rétt rúmlega 14 tímar að tímafresturinn rennur út við lokaskilin!!!  Ansi mörgum sinnum síðustu sólarhringa hef ég verið að berjast við púkanna á öxlinni.  Annar vill hætta við, langar svo að gera þetta betur, skila verkinu frá sér með stollti og góðri samvisku og vera ekki í svona stress kasti á síðustu metrunum...   Hinn vill komast í FRÍ, klára þetta og útskrifast. 

Ég er búin að sofa ansi lítið síðustu sólarhringa eða kannski mætti segja mánuð!  Tíma áætlanir hafa ekki staðist og því er ég ekki fullkomlega sátt.  Ritgerðin er komin saman, aðeins fínpússing eftir sem tekur SVO LANGAN TÍMA, aðeins eftir að koma sjónarmiðum mínum frá mér í lokaorðin en að öðru leiti er hún búin.  Hlakka til að prenta hana út og skila, en undir niðri kraumar samviskubit, mórall yfir því að hafa þetta verkefni ekki fullkomið.  Eins og ég svo GLÖÐ myndi vilja, en það er ekki fullkomið það veit ég vel.

Vinnan við þetta hefur verið rosalega mikil, ég veit að vinnan sem ég hef lagt í ritgerðina er í mörgum tilfellum MIKLU MEIRI en hjá mörgum öðrum.  Ástæðan, á ég að vera eitthvað að afsaka mig? humm jújú ég er með dyslexíu, ADHD sem hefur alveg pottþétt haft áhrif á þessa vinnu.  Einbeitingin út og suður og allt þarf að vinna mörgum sinnum því ég veð úr einu í annað og klára aldrei neitt.  Svo þegar ég ætla að fara að byrja aftur þar sem ég henti frá mér því ég fór að gera eitthvað annað þá er ég búin að steingleyma því sem ég ætlaði að gera þar, eða jafnvel tekur mig marga klukkutíma að setja mig inní það efni til að geta byrjað í vinnunni... 

Svo er það efnisvalið mitt í þessari elskulegu lokaritgerð, ég réðst ekki á auðveldasta efnið ekki frekar en fyrri daginn, þarf alltaf að gera mér allt svo erfittt haha en meiri partur af ritgerðinni er unnin úr erlendum heimildum, því ju efnisvalið er bara þannig - þá kemur sú blessaða tungumálafötlunin inní,  en ég get samt sagt ykkur það að ég hef komið sjálfri mér VERULEGA á óvart þar, en tíminn sem hefur farið í þennan fræðilestur er ansi mikill haha

jæja smá vorkunar pistill hér á ferð, ætla að halda áfram, kannski verð ég með aðeins minni móral þegar ég skila ritgerðinni ef ég næ að vinna eitthvað aðeins meira í henni úfffff svo er þetta orðið svo stórt skjal, tæplega 14000 orð og 53 bls að ég verð að skipta þessu upp í minni skjöl til þess að geta unnið í þessu, of víðamikið fyrir mig annars

kveðja Elísabet


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband