6.5.2008 | 23:47
Sef hjá afa :-)
Jájá mín er bara farin að sofa hjá afa haha eða svona næstum því :-) Emma Lovísa stóra systir Dagnýjar eignaðist litla prinsessu í gærkveldi, alveg gullfalleg og flott skvísa :-)
híhí ég var hugsað til símtalsins þegar Emma hringdi í mín til að segja okkur fréttirnar fyrir rúmlega 7 mánuðum síðan, Elvar var ekki heima og ég heyrði að hún vildi segja okkur eitthvað (Mamma hennar var reyndar búin að segja mér fréttirnar) en svo sagði hún "ég ætlaði bara að segja Elvari að hann væri eiginlega að verða afi" fannst þetta bara krúttlegt hjá skvísunni. Elvar reyndist henni að ég held bara vel þessi ár sem mamma hennar og hann bjuggu saman. Við fengum að fylgjast með ferlinu og erum bara voða spennt að sjá skvísuna, eða alla veganna ég hehe :-) Sáum myndir á netinu og OMG hvað hún er lítil rétt tæpar 10 merkur, enda fædd 3 vikum fyrir settan dag.
Annars allt gott að frétta hérna, er á fullu í framkvæmdum hérna á heimilinu og gengur það bara ágætlega.
Þarf að fara í einhvern liðaskanna á fimmtudaginn, fæ sprautu með einhverju geislavirku efni klukkan 9 og fer svo í skannan 2 tímum seinna. vona að það komi allt gott úr, en verkirnir í skrokknum eru að drepa mig þessa daganna og hef ég sjaldan verið svona slæm :-(
kveðja ELísabet
Myndaalbúm
Tenglar
Mínir tenglar
- Bloggið hennar Ingu, stofnanda samtakanna Landssamtaka foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda - Reikningsnúmer 0305-13-303030 Kennitala 150462-7549
- Óskasteinar - grúbba fyrir foreldar barna á einhverfurófinu Spjallborð foreldra barna með þroskafrávik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 73887
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.