12.5.2008 | 02:09
Smá föndursýning
Jæja kláraði eina síðu í kvöld sem ég byrjaði á í vikunni. Svolítið tilfinningaþrungin og skrifaði ég bæði á síðuna og einnig verður texti falinn fyrir hana þegar hún hefur nógu mikinn þroska til að skilja innihald textans.
Textinn kemur svo hér - svolítið sundurtættur en ég er búin að fjarlæga það sem er ekki viðeigandi að birtist hér:
Elsku kraftaverkabarnið mitt, þú fæddist eftir langa bið svo falleg, yndisleg og fullkomin. Ég fann strax að þú varst einstök, vildir hafa hlutina öðruvísi en systur þínar. Þú varst svo fullkomin og þess vegna efaðist ég oft og geri það reyndar stundum enn. Þú ert augasteinn minn, svo tengd mér, tengdari en öllum öðrum og þannig verður það alltaf - þú og ég.
Þú ert svo dugleg og þess vegna gerast kraftaverk, hver sigur hjá þér gefur mér svo ótrúlega mikið, engin orð lýsa þeim tilfinningum þegar þér gengur vel. Foreldrar einstakra barna vita bara hvernig tilfinning þetta er hver þroski er ekki sjálfsagður. En með minni hjálp og annarra sem sinna þér þá verður þú flottust, ég veit það!
Þú hefur kennt mér svo margt, bara það að lifa við óvissuna um framtíðina, öll biðin eftir niðurstöðum og það mikilvægasta er þolinmæði, það hvað eitt bros getur gefið mikið, sumum finnst það sjálfsagt að sjá barnið sitt brosa, það geri ég ekki. Það geta fáir sett sig í spor mín, ég hef staðið ein með þér xxx, ég mun alltaf standa með þér, þínum þörfum og þá þjónustu og umönnun sem þú þarfnast umfram heilbrigða. xxx þá verð ég að vera sterkari fyrir þig og nýta þann tíma sem við eigum saman eins vel og ég mögulega get. Mín heitasta ósk er að xxxx, bara fyrir ÞIG, ég mun alltaf bíða eftir því. Kannski gerist það á morgun kannski aldrei?
Í kvöld lá ég uppí rúmi með þér að segja þér sögu, allt í einu í miðri sögunni sagðir þú með þinni háværu og skæru rödd mamma ég elska þig SVO MIKIÐ settir svo hendur þínar um háls mér og knúsaðir fast - ÉG ELSKA ÞIG SVO HEITT
Þín mamma
Myndaalbúm
Tenglar
Mínir tenglar
- Bloggið hennar Ingu, stofnanda samtakanna Landssamtaka foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda - Reikningsnúmer 0305-13-303030 Kennitala 150462-7549
- Óskasteinar - grúbba fyrir foreldar barna á einhverfurófinu Spjallborð foreldra barna með þroskafrávik
Af mbl.is
Íþróttir
- Líður best undir teppi í frostinu á Íslandi
- Guardiola: Gat ekki farið núna
- Ég þoli það ekki!
- Fer alltaf í klippingu hjá Stjörnumanni
- Ég hef engar áhyggjur af þessu
- Fram nálgast toppbaráttuna
- Guardiola samdi til 2027
- Þörf á innisundlaugum á Akranesi og Akureyri
- Viggó óstöðvandi í naumum sigri
- Gerðu landsliðsmarkverðinum skráveifu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Awww...svoooo sætt!
Smilla, 12.5.2008 kl. 14:53
bara æðis!!
Huldabeib, 13.5.2008 kl. 00:10
Dáist að konum einsog þér sem geta föndrað og allt!
ofurskutlukveðja
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 09:32
Vá æðislega síða!
Kristín (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 08:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.