Leita í fréttum mbl.is

Frábært

Þetta er ekkert smá mikið magn og er ég ótrúlega þakklát starfi tollgæslunnar að hafa fundið þetta, það er þá c.a. 100kg minna magn af hassi á markaðnum......... Þetta er nefnilega það efni sem ungmennin okkar prófa yfirleitt á eftir áfenginu og fara svo fljótt í önnur efni.

Það væri bara snilld ef til væri einföld lausn á að stoppa allar sendingar til landsins.  En það er nú ansi erfitt og lausnin því ekki til.  Enda svo óteljandi leiðir sem eru notaðar og landið okkar góða opið í alla enda. 

Tollgæslan og lögregla eiga hrós skilið og þakka ég fyrir í hvert skipti sem þeir finna vímuefni.

Nú man ég bara ekki eftir að svona mikið magn af Hassi hafi verið gert upptæk, hefur það gerst áður?


mbl.is Mikið magn fíkniefna í Norrænu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Það var greinilega full ástæða til að láta ferjuna bíða eftir tollskoðun og tollafgreiðslu þrátt fyrir óánægju farþeganna, enda varð engin röskun á áætluninni.

corvus corax, 11.6.2008 kl. 10:44

2 identicon

"Þetta er nefnilega það efni sem ungmennin okkar prófa yfirleitt á eftir áfenginu og fara svo fljótt í önnur efni"

Af hverju ætti þá ekki bara að banna áfengið, þar sem að það er greinilega rót vandans?

Það eru t.d. margar ransóknir sem benda til þess að áfengi sé mun skaðlegra en kanabis, samt vilja flestir meina að kanabið sé "djöfullinn" án þess að hafa nokkuð fyrir sér í því.

Friðrik (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 12:11

3 Smámynd: Freyja

Ég veit ekki betur, Friðrik, en að áfengi sé bannað unglingum yngri en 20 ára ... kannski 18 ára sums staðar. Samt er alltaf verið að auglýsa það og þótt það sé bannað er farið í kringum það aftur og aftur.

Þykir okkur ekki orðið sjálfsagt að sjá alls kyns blöð og tímarit full af „kynningum“ um vín (innihaldslýsingar tíundaðar og verð gefið upp) og bak við það virðist alltaf hægt að fela sig. Það virðist lítið þýða að banna neitt hér þar sem bönnunum er ekkert fylgt eftir. En þessi efni sem flæða nú yfir og um hér hjá okkur ennþá blautum á bak við eyrun, vitum við lítið um innihald, jafnvel þótt það eigi að heita eitthvað! - Það hættulega er að miklu auðveldar er að koma þessum efnum til yngri krakka - þessir „sölumenn dauðans“ eru útsmognir og ótrúlega seigir að finna sér fórnarlömb - standa jafnvel við skólana, finna út veika og hlekki og fyrr en varir eru þeir komnir í öðrum tilgangi, að rukka og kannski þar sem þeir vita að enginn er aurinn og þá er fljótt kominn ný sölumaður í hópinn sem stundum hefur ekki önnur ráð út úr ógöngunum en að stela og/eða beita ofbeldi. Svona virðist virðist þetta raunar hafa gengið í mörg ár og ekkert gerist. Því tek ég undir með Elísabetu og gleðst yfir hverri slíkri sendingu sem finnst. Ég sé því ekki að það að banna áfengið muni leysa þennan vanda ... þá kemur bruggið og spírinn ... nei, því miður - lítið hald í slíkum boðum og bönnum, það hafa dæmin sýnt - sértu fíkill finnurðu þér leið. Hins vegar geta börn og unglingar orðið að fíklum ef þau komast í snertingu við þetta. Því yngri því áhrifagjarnari og sjálfsagt meðvirkari. Finnum betri leiðir, þær eru til ef viljinn er fyrir hendi að finna þær og fylgja þeim eftir ... og gleymum ekki að ýmislegt hefur áunnist hjá ungmennunum sjálfum með breyttum hugsanagangi.

Nú var verið að dæma tvo unga menn í eins og hálfs árs fangelsi fyrir utan  allan sársaukann og kostnaðinn. Tvíburabróðir annars framdi sjálfsmorð á vinnustað móður sinnar sem er skóli. Þátturinn Örlagadagur sýndi viðtal við móðurina, mjög átakanlegt.

 Verndum börnin okkar með ráðum og dáð!

Súpermamman fær súperkveðjur! 

Freyja, 12.6.2008 kl. 19:36

4 identicon

Hæ, skvís.

Jæja þá er stóri dagurinn runninn upp. Til hamingju með daginn skvís.

Kveðja Linda Birna.

Linda Birna (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband