Leita í fréttum mbl.is

Útskrift og afmæli

Já ég var alltaf að metast við vinkonurnar mínar hér í denn hvaða dagur árssins væri bestur og auðvitað er það 14. júní.   Það má með sanni segja að dagurinn í gær var einn sá besti í mínu lífi, yndislegur og skemmtilegur.

Hér voru tvær veislur, önnur um daginn þar sem dætur mínar fjórar tóku fullan þátt í.  Þær lásu til mín ljóð og ég get sko sagt ykkur að hér streymdu niður gleðitár, ég er svo rík, heppin og hamingjusöm að eiga það sem ég á í dag Wink Hin veislan var um kvöldið og hélt elskulegi Elvar minn upp fjörinu langt fram eftir nóttu :-)

Ljóð til mömmu.

Við allar fjórar lesum hér,
fyrir hópi gesta,
kvæði samið handa þér
elsku mamma besta.

Mamma hefur ljúfa sál,
og faðminn hlýja, breiða.
Hugrökk, dugleg, sterk sem stál,
hún huggar okkar leiða.

Að fá frá henni falleg hrós
vermir okkar hjörtu.
Færum henni þessa rós
og brosin okkar björtu.

Mamma okkar getur flest,
og taka má við hóli.
kann að elska allra best,
það kennir enginn skóli.

Eitt þú mamma muna mátt,
hratt þó árin líði.
Alltaf okkur fjórar átt,
í blíðu sem í stríði.

Í lífinu sínu raun og þraut,
allir fá að kynnast.
Mamma brýr að baki braut,
nú skildi námið vinnast!

Allir vita hvernig gekk
og nú við fögnum saman.
Því gráðuna hún mamma fékk,
nú skal vera gaman!

Ég er svo rík :-)  læt þetta duga í bili

Kveðja Elísabet


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Já þetta er aldeilis flott ljóð, til hamingju með dæturnar og útskriftina

Ragnheiður , 15.6.2008 kl. 23:43

2 identicon

Hæ Skvís.

Til hamingju með útskriftina og afmælið á laugardaginn. Ljóðið sem þú hefur fengið í gjöf frá stelpunum þínum er æðislegt. Sjaldan lesið eins fallegt frá svo ungum börnum. Þú þarf að virkja þessa hæfileika hjá þeim. Ég er ekki heldur hissa að þú hafir tárast. Gott að dagurinn lukkaðist vel.

Kær kveðja Linda Birna.

Linda Birna (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 07:59

3 identicon

Innilega til hamingju Elísabet mín. Þú mannst þú varst búin að lofa að senda mér mynd af þér á útskriftardaginn

Unnur Björk Arnfjörð (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 08:02

4 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ragga - takk kærlega fyrir
Linda - takk takk, þær reyndar sömdu þetta ekki sjálfar, en lásu það upp mjög fallega og skýrt :-)
Unnur já þú færð sko mynd, og jájá slúðurblöðunum fjölgar bara hérna jafnt og þétt en komast ekker lengra :-(  alveg ferleg sko!!!!

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 19.6.2008 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband