Leita í fréttum mbl.is

Súpermamma

Súpermamma er heiti á þessu bloggi, það er nú smá saga á bak við þetta nafn, málið er að kærasti vinkonu minnar fékk hálfgert áfall þegar hann frétti að ég hafi eignast tvær dætur með 11 mánaða millibili og ég aðeins 20 ára :-)  Hann hefur síðan þá kallaði mig súpermömmu haha 

Svo er þetta nú frekar skondið því þegar ég stofnaði þetta blogg langaði mig ekki að nota nafn mitt, ég var bara ekki búin að ákveða hvort ég ætlaði að koma undir nafni eða ekki.  Æiiii svo fannst mér það bara asnalegt að vera ekki undir nafni svo ég setti lágmarks upplýsingar inn :-) 

En undanfarið eða já ansi oft hef ég fengið frekar fyndin komment í samskiptum við aðra því oft er því skotið inní að ég standi alveg undir nafni bloggsins s.s. SÚPERMAMMA :-)  Hvað fellst í því að vera súpermamma??  'Eg er aðeins búin að vera að spá í þessu, ég er sko ekki fullkomin og langt í frá. 

En ég er RÍK!  Ég á þrjár yndislegar dætur sem ég geri allt sem ég mögulega get til að reynast vel, er alltaf til staðar fyrir þær og reyni að veita þeim alla þá ást, umhyggju, athygli og frelsi sem börn þurfa á að halda.  Allt þetta hefur að sjálfsögðu vissan tilgang, jú að byggja þær sem best upp til þess að takast á við lífið með öllum þeim rússibönum, freystingum og álagi sem lífið hefur uppá að bjóða og ekki gleyma öllum þeim gleðistundum og jákvæðu hlutum einnig.  Stelpurnar mínar hafa því miður þurft að ganga í gegnum meira en mörg börn, eftir stöndum við nánari, sterkari og sjálfstæðari.  Þær eru ábyrgðarfullar og leggja sitt að mörkum til að styðja mömmu sína.  Ég á líka eina yndislega fósturdóttur sem ég hef reynst vel, ég tók strax ákvörðun um að hún yrði líka mín dóttir og ég myndi reynast henni vel líkt og mínum dætrum, henni þarfnaðist líka móðurímynd og stuðning frá móður.  Allt þetta hef ég lagt mig fram í að gera eins vel og ég mögulega get.  Við erum rosalega nánar og urðu strax mjög sterk tengsl á milli okkar.  Dætur mínar fjórar eru allar orkugjafi minn, án þeirra væri lífið ekki eins.

Súpermamma - er það kannski að hafa alltaf nóg að gera og takast á við þau verkefni sem koma á degi hverjum og leysa þau eins vel og maður getur?  EÐA Hvað er SÚPERMAMMA???

Jájá og kommentið nú elsku vinir hehehe

 kveðja Elísabet


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband