26.6.2008 | 12:25
Sólveig farin út á vit ævintýranna
Jæja þið verðið að afsaka en ég hef bara ekki haft tíma til að setja inn fréttir. Á þriðjudagsmorgun lagði skvísan af stað til Amsterdam. Það gistu þau á hóteli og skoðuðu sig um og keyptu eitthvað af minjagripum. Æfðu sig líka fyrir þjóðarkvöldið, en þá ætla þau að fræða krakkanna um íslensku jólasveinanna og að sjálfsögðu fer öll þessi fræðsla fram á ensku :-) Skvísan mín var nú svolítið stressuð að þurfa að læra allt um íslensku jólasveinanna á ENSKU en ég veit að hún fer létt með þetta eins og allt sem hún tekur sér fyrir hendur.
Flugvélin sem þau áttu að fara með frá Amsterdam til Manilla bilaði í gær og fór því önnur vél, en sú vél var ekki nógu stór þannig að þau urðu eftir í Amsterdam og fengu lúxus hótel, mat, afþreyingapening og frábæra þjónustu í gær. Var svo að heyra frá Halldóru farastjóra og eru þær að ganga núna um borð og leggja af stað til Manilla og þaðan er tengiflug til Bacalo humm man ekki hvernig þetta er skrifað haha.
Ég mun halda heimasíðu Sólveigar svolítið uppi og setja þar inn fréttir og myndir, einnig eitthvað hér. En þið sem viljið fylgjast með endilega sendið mér bara meil til að fá aðgangsorðið :-)
kv Elísabet
Myndaalbúm
Tenglar
Mínir tenglar
- Bloggið hennar Ingu, stofnanda samtakanna Landssamtaka foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda - Reikningsnúmer 0305-13-303030 Kennitala 150462-7549
- Óskasteinar - grúbba fyrir foreldar barna á einhverfurófinu Spjallborð foreldra barna með þroskafrávik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært að heyra! Þú ert sannkölluð súpermamma með ævintýrastelpurnar þínar! Hugsa til ykkar!
Freyja, 26.6.2008 kl. 21:12
Síðbúnar hamingjuóskir með útskriftina, stóðst þig frábærlega í því eins og öðru sem þú tekur þér fyrir hendur:)
Dóra Heiða (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 20:09
Nei sæl Dóra Heiða gaman að fá komment frá þér :-) Takk fyrir hamingjuóskirnar og endilega segðu nú Daníel frá ferðinni hennar Sólveigar ef honum langar að fylgjast með hehe
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 28.6.2008 kl. 20:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.