Leita í fréttum mbl.is

Rebekka skvís

Bara að sýna ykkur myndir af nýjustu áráttunni :-)  mér finnst hún bara pínu krúttleg sko!!  En þannig er það nú að hún byrjaði á þessu um daginn, við fundum nokkrar snuddur í skúffu inní herberginu hennar Sólveigar, hún er sko alltaf að reyna að vera mamman hérna og taka snudduna af systir sinni :-)  Nema hvað þetta varð voða sport að sofa með snuddubox hjá sér fullt af snuddum og í framhaldi af því byrjaði hún að raða snuddunum á koddan sinn.  Ekkert merkilegt þannig og var ég ekkert farin að spá í þessu, nema á mánudaginn átti ég að vera mætt í vinnu klukkan 08.00 og því enginn tími til að dunda sér hér heima fyrir leikskóla.  Ég klæddi stelpurnar í föt og við fórum fram, Rebekka byrjaði með sinn mótþróa.  Hún vildi ekki þessar buxur heldur þessar, hún vildi sokkana hennar Dagnýjar og ekki þessa skó heldur stígvél o.s.frv. Bara eins og sumir dagar :-)

En ég gerði mér ekki grein fyrir því af hverju hún var með þennan mótþróa, reyndi að gera henni til geðs en ef ég gerði það þá bara breytti mín um skoðun svo það gagnaðist ekkert.  Allt í einu heyrði ég í miðjum grátkórnum hennar "laga duddu"  Ég svaraði henni að snuddurnar væru í rúminu þar sem þær eiga að vera og húnendurtók laga duddu svo ég fór með henni inní herbergi og þá fattaði ég hvað var að ergjahana.  Hún átti nefnilega eftir að raða snuddunum eða "laga duddu" eins og hún sagði.   Þegar hún var búin að raða snuddunum þá var hún fyrst tilbúin að fara með okkur á leikskólann :-) 

Þetta er sem sagt ferlið hennar á hverjum morgni hér heima núna, fyrst raða snuddunum áður en hægt er að fara að gera eitthvað annað eins og að tannbursta tennur, klæða sig í föt og greiða hár :-)

snuddu system 

Svo í kvöld þá fann hún aðra snuddu í skúffunni frammi svo það fór ósköp vel í hana að þurfa ekki að riðla röðinni á snuddunum og fór því bara að sofa með hana og leifði hinum að vera eins og hún skildi við þær fyrir klukkarn 08.00 í morgun

svefnengillinn minn

Já Rebekka veit sko hvað hún vill Wink

kv Elísabet


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, hæ. 

Gaman að þessari sögu af Rebekku. Ég hló og hló þegar ég las þessa færslu. Hún er yndisleg þessi skotta. (Þó hún reyni eflaust oft á þolrifin)

Kær kveðja Linda Birna.

Linda Birna (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband