9.7.2008 | 21:38
Myndrænt dagsskipulag
Þetta blessaða myndræna dagsskipulag hefur ógnað mér alveg svakalega mikið.... Mér fannst þetta svo rosalega mikil vinna, svo "flókið" og satt best að segja treysti mér ekki til að halda þessu út. Sem reyndar kom á daginn það hefur tekið mig og leikskólann ansi marga mánuði eða jafnvel ár að koma þessu á. Fyrst var gert skipulag í leikskólanum og ég var með visst skipulag hérna. En ég held að ég geti sagt að við þjálfi Rebekku vorum báðar svolítið "hræddar" við þetta.
Skipulagið hefur því verið í þróun ansi lengi og á síðasta teymisfundi var tekin ákvörðun um að koma þessu á, því það var bara ljóst að þetta þarf hún á að halda og þetta mun auðvelda henni ansi mikið.
Við tók mikil vinna, finna myndir, hugsa hvernig við ætluðum að hafa þetta og setja í framkvæmd :-) En ég held að ég sé komin með ágæta lausn á þessu. Er búin að plasta 2 A4 blöð sem eru með vikuplani eins og það er vanalega. Svo er ég búin að prenta út fulltfullt af litlum myndum af hinu og þessu og einnig þeim persónum sem hún umgengst mest og búin að plasta þær líka, svo notum við bara kennaratyggju til að líma þær á réttan stað þegar það á við, annars er bara alltaf sama rútínan hérna hjá okkur. Eitt planið er hérna heima og hitt í leikskólanum, svo kem ég með mitt plan í leikskólann á föstudögum og þá með plan fyrir næstu viku og tek núverandi plan heim og fylli eins inná það. S.S. planið er viku fram í tímann með nákvæmu dagsskipulagi. Annað plan er svo bara með eina til tvær myndir fyrir hverjan dag mánuð fram í tímann, en vegna aðstæðna er það ekki alveg komið á hreint og því með hvítum dögum sem verður að koma í ljós. En stefnan er s.s. að hafa þetta svoleiðis í vetur mánuð fram í tímann á einu skipulagi og á hinu vika nákvæm.
Það gladdi mig þegar þjálfinn hennar Rebekku kom til mín í byrjun síðustu viku og sagði mér að það hefði verið pínu gott á hana að átta sig á því hvað þetta er auðveldara fyrir Rebekku og því auðveldara fyrir hana. Hún sagði líkt og ég að það var pínu "pirr" en samt ekki pirr í þeim skilningi heldur nákvæmlega það að þetta var þekkingarleysi og kunnáttuleysi við notkun svona skipulags sem ógnaði okkur.
En þegar svona er í gangi þá skiptir líka máli að fara eftir skipulaginu, ég var á fundi niðrí bæ í dag og allt í einu í miðju kafi þá fattaði ég að á skipulaginu var að ÉG átti að sækja Rebekku og ég sem var bara í rólegheitum niður í bæ og ætlaði að láta Elvar sækja hana. En það var ekki hægt, skipulagið heima og í leikskólanum sýndi mynd af mér svo ég dreif mig út í bíl og brunaði í leikskólann. Stelpan tók kát og hress á móti mér reyndar eins og alltaf hehe.
Við hér hefðum aldrei trúað því hvað þetta skipulag á myndrænan hátt auðveldar Rebekku og það sem meira er að þetta auðveldar okkur mjög mikið þó svo að þetta krefjist mikilla vinnu og skipulags fram í tímann.
Rebekka er svo kát þessa daganna, svo yndisleg og samvinnuþýð. Fáir árekstrar og þó svo að þeir verði þá hefur okkur tekist að vinna úr þeim fyrir "kast" svona að mestu
Jæja læt þetta duga í bil
kv Elísabet
Myndaalbúm
Tenglar
Mínir tenglar
- Bloggið hennar Ingu, stofnanda samtakanna Landssamtaka foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda - Reikningsnúmer 0305-13-303030 Kennitala 150462-7549
- Óskasteinar - grúbba fyrir foreldar barna á einhverfurófinu Spjallborð foreldra barna með þroskafrávik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert frábært mamma og dugleg. Ekki gleyma því.
kveðja frá króknum.
Þorgerðru (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 10:27
Frábært að þetta virkar vel fyrir skvísuna, þetta er rosalega sniðugt hjá þér. Svo sniðugt að ég hef ákveðið að útfæra þessa hugmynd fyrir þrjóskupúkann minn. Held að þetta gæti komið skemmtilega út.
Smilla, 11.7.2008 kl. 11:12
já myndrænt skipulag getur sko alveg hentað "heilbrigðum" börnum svo endilega prófaðu þetta, er svolítið flókið til að byrja með og kannski eins og ég segi ógnandi, en virkar :-)
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 11.7.2008 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.