Leita í fréttum mbl.is

Andlaus

ææiii já er eitthvað andlaus þessa daganna, enn að reyna að ná upp orku og þreki.  Hef enga orku eftir öll veikindin og er að vonanst til þess að þetta fari nú að koma.

Ég er orðin einu barni "fátækara" reyndar ekki í þeim skilningi en elsta skvísan mín farin norður og fer svo til pabba síns í næstu viku og verður fram að verslunarmannahelgi úffff hvað ég á eftir að sakna hennar.

Er farin að sakna skellibjöllunar minnar líka alveg svakalega mikið, hún er búin að vera úti núna í 17 daga og ég farin að telja niður.  Stelpan að brillera úti og nýtur sín í botn, svo það er bara frábært.  Þetta er svo risa stór tækifæri sem þær fá þarna að ég valdi það frekar að fórna heilmiklu hjá okkur til þess að þær geti farið út.  Við vorum búin að borga inná ferð til Kanada með kórnum sem Elvar var að syngja með en ákváðum að hætta við þá ferð svo Sólveig kæmist út.  Eins ætlaði ég að far út með Hörpu Katrínu eina helgi, líkt og Sólveig fékk í fyrrasumar en fjárhagurinn leifir það bara ekki svo það verður bara að bíða betri tíma.  Svona tækifæri sem þær fá í þessum sumarbúðum er ekki á hverju ári eða mörgum sínum á lífsleiðinni svo jájá börnin í fyrstasæti og það verður alltaf þannig :-) alla veganna hjá mér híhí

Annars er bara allt við það sama hérna megin, leikskólinn kominn í sumarfrí þannig að atferlisþjálfunin er komin á mína ábyrgð :-)  Fékk möppu með gögnum hjá Þórdísi svo við getum haldið áfram þar sem þau enduðu í gær.  Ætla að reyna að setja inn fastan tíma sem Rebekka fer í þjálfun og þá að reyna að arisera því þannig að Elvar færi út með Dagný á meðan.  Þórdís útbjó reyndar snilldar stafaspil sem við getum notað í þjálfun og leift Dagný að vera líka með :-) 

Næstu tvær vikur fara í framkvæmdir hérna heima, ætlum að mála herbergin stelpnanna og reyna að koma okkur betur fyrir. Elvar að komast í sumarfrí  - held að það sé orðið ansi langþráð frí hjá honum og svo ætla ég bara að pískra hann út um leið haha

kv Elísabet


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ hvað það er gott að þú sért öll að koma til eftir veikindin

.. við verðum svo að fara út að labba eitthvert kvöldið áður en myrkur skellur á :-)

kv Arndis

Arndis (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 21:31

2 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

er öll að koma til, en samt svo orkulaus eitthvað.... Svo er bakið líka að stríða mér svo ég er bara í þunglyndiskasti hérna heima  eða svona næstum því.....

Ætti kannski að drulla mér út í göngutúr, myndi örugglega skána í bakinu, og já endilega hóaðu í mig, karlinn er kominn í sumarfrí svo hann er heima nánast alltaf :-)

 kv Elísabet

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 14.7.2008 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband