12.8.2008 | 20:51
pirringur
Ég er búin að vera pirruð í dag ææiii þoli ekki svona daga sem ég virðist vera einstaklega dugleg að láta allt og ekkert angra mig. Ég var farin að hlakka til að mæta á fund í kvöld, búin að tikynna karlinum að ég ætlaði út og allt.........
En tímasetningin 21.00 var svo föst í mér að ég var bara ekkert stressuð, baðaði Rebekku sem var orðin ansi skítug greyið, hún var plöstuð uppá öxl og teypuð niður einnig en samt blotnaði smá, en ekkert alvarlega samt. Já skvísurnar mínar komu allar suður í gær, fyrr en áætlað var en alltaf gott þegar fjölskyldan sameinast aftur. Því er ég með bullandi samviskubit að hafa ekki verið betur upplögð í dag, en það er jú ansi margt sem spilar inní, hef nú samt ekki látið þetta bitna á krílunum mínum en karlinn fengið að finna aðeins fyrir þessu, úpsss hann sem á það sýðst skilið
Þegar ég áttaði mig svo hvað klukkan var orðin margt þá ákvað ég nú að kíkja á fundartímann svona til öryggis, þá sá ég að fundurinn byrjaði klukkan 20.00 ohhhh þetta var nú ekki til að bæta ástandið á mér
Það var því enginn fundur í kvöld og fór karlinn bara að sóla sig, held að ég fari bara út og hlaupi einn hring í kringum Seljahverfið og fái útrás þar hehe eða kannski bara að taka upp föndrið og ná mér aðeins niður, reyndar varla hægt þar sem allt er í drasli hérna og ég veit ekkert hvað ég á að gera við hlutina svona á meðan á breytingunum stendur.
Herbergið hennar Hörpu svona næstum því klárt, bara eftir að fara í gegnum svolítið af drasli og þrífa rúmið sjálft. Leigði djúphreynsivél og þreif allar dýnur og gólfmottur hér í dag og ojjjjjjj drullan
Æiii já já bara smá púst hér, ekki auðvelt að vera í þessum umskiptum hérna með allar skvísurnar heima, en það er nú ekkert val með það, enda eru þær alltaf yndislegastar og bestar þessar elskur.
Rebekka mætti bara galvösk í leikskólann í dag, búin að vera svaka hress og fer því bara aftur í leikskólann á morgun.
Læt þetta duga í bili frá pirringssúpermömmunni
Myndaalbúm
Tenglar
Mínir tenglar
- Bloggið hennar Ingu, stofnanda samtakanna Landssamtaka foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda - Reikningsnúmer 0305-13-303030 Kennitala 150462-7549
- Óskasteinar - grúbba fyrir foreldar barna á einhverfurófinu Spjallborð foreldra barna með þroskafrávik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 73887
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það má koma seint þú misstir af FRÁBÆRUM fundi
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 12.8.2008 kl. 23:21
knús vona að þú komist næst :)
Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 12.8.2008 kl. 23:31
það gengur betur næst...:)
Brussan, 13.8.2008 kl. 00:16
Takk elskurnar fyrir kveðjuna og Elín gott að vita þetta, þorði einmitt ekki að rjúka af stað og mæta inní miðjan fund, fannst það svo mikill dónaskapur.
En af því að ég þarf að pirra mig á einhverju haha þá pirra ég mig á því að ég kemst ekki á fim fund og ég er búin að bóka mán fyrir Óskasteinagrúbbuna og því VIKA í næsta fund
Kannski að maður skelli sér bara til Grindavíkur á morgun ohhh myndi gera það ef ég hefði tök á því :-(
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 13.8.2008 kl. 00:28
Það er ekki dónaskapur að bjarga lífi sínu.....
Förum nokkrar til Grindavíkur... Um að gera að bruna bara.... Við ferðuðumst jú vegalengdir til að ná í mat....
Helga Dóra, 13.8.2008 kl. 12:52
Betra er seint en aldrei.... og þú átt von á sendingu frá mér, vonandi hressistu við afhendinguna á því
Huldabeib, 14.8.2008 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.