Leita í fréttum mbl.is

Er á lífi

Er á lífi ennþá alla veganna, ekki að standa mig og því í tómu tjóni Angry  Mikið að gera hjá mér og börnin í endalausu læknisstandi.

Var að vinna í dag og fór Elvar því með Hörpu Katrínu til Einars Ólafs og kom hún ekki vel út úr heyrnarmælingu :-(  Hún fékk stera og á að sjá hvort vökvinn fari ekki bara og þá í heyrnarmælingu aftur, hún er eiginlega alltaf með eitthvað eyrnarvesen og hefur verið það frá fæðingu :-(  Vonandi fær hún fulla heyrn aftur, en fékk skilaboð um að sitja fremst í skólastofunni svo hún myndi ná því sem kennarinn sagði.

Sólveig fór svo til tannsa, greyið litla var komin með skemmda tönn, ætla að panta tíma hjá Úlfi eða Lúther til að athuga með bakflæðið því það er einhver ástæða fyrir þessum skemmdum, skvísan er hérna með tannburstann og tannþráðinn ótrúlega dugleg.  En hún er náttúrulega með bakflæði og kemur oft fram á nóttunni til að fá sér eitthvað að drekka eða borða og oft verður það allra óhollusta sem til er :-(

Elvar fór svo með Rebekku á Slysó til að athuga með brotið og þegar ég kom þangað klukkan 16.30 voru þau búin að vera þar í rúman klukkutíma, búin að hitta lækni, taka gifsið og aðra mynd.  Biðin var mjög mikil enda mikið að gera þar.  Þegar myndin kom var læknirinn ekki sáttur við myndina, beinið er bogið enn, og þegar maður þreifar þá finnur maður alveg kúluna :-(  Það þurfti því að kalla niður Bæklunarlæknisérfræðing til að skoða skvísuna og myndina.  Þetta tók allt óhemjutíma og þegar klukkan var orðin 19.00 gáfumst við upp.  Skvísan var orðin útúrtjúnuð á öllu þessu áreiti, miklu bið og orðin svöng.  Við vorum samt búin að undirbúa hana mjög vel undir þetta, myndir af læknum og gifsinu og því var hún jafn yndisleg og raun bar, hún var ótrúlega góð, í góðu jafnvægi og sátt við lífið, en það kom bara að því að skvísan fékk nóg.....

Það voru það margir á Slysó að hvorki börn né foreldrar komust öll inní barnaherbergið, svo við skiptumst á að leifa fullorðnu og börnum að sitja og fórum fram á gang inná milli, á þessum tímapunkti tók Rebekka rás út um leið og hurðin opnaðist, ég á eftir og hún beint út á götu, hún ætlaði sko í SUND og ekki inn aftur!!!! ég tók hana því í fangið og reyndi að útskýra fyrir henni að inn þurfi hún að fara, það endaði því með´því að ég fór með hana grátandi inn og talaði við næsta lækni, spurði hann hvort ég mætti fara með hana heim, hún þyrfti að komast út og það myndi hvort sem er aldrei ganga að láta lækni skoða hana í þessu ástandi.  Læknirinn varð nú hálf hissa á þessum yfirlýsingum mínum en sagði að Bæklunarlæknarnir væru í aðgerðum og því skyldi hún okkur vel og hringdi bara í símann minn, til þess að við hefðum símanna hjá hvorri annarri og hún ætlar svo að hringja í mig um leið og sérfræðingarnir eru búnir að skoða myndina.  Hún sagði að það myndi hvort sem er lítið vera gert fyrir hana í kvöld.  Við fórum því þreytt heim klukkan að ganga 20.00 og Elvar búinn að vera í læknastússi með börnin síðan klukkan 09.30 og ég reyndar bara frá vinnulokum :-)

En málið er s.s. það að beinið er ekki beint og þarf þá líklega að rétta þetta allt af, reyndar voru læknar ekki alveg sammála hvernig eigi að fara að þessu en við sjáum til hvað þeir segja :-)

Annars er ég hér bara drulluþreytt eftir erfiðan dag og ætla að koma mér í háttinn snemma!!! svona til tilbreytinga :-)

kv Elísabet

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brussan

úff....meiri dagurinn....vona að allir jafni sig og geðheilsan í stórafólkinu haldi jafnvægi....hehe

Brussan, 20.8.2008 kl. 22:52

2 Smámynd: Helga Dóra

Vá varð ennþá þreyttari við að lesa þetta....

Helga Dóra, 20.8.2008 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband