22.8.2008 | 00:07
hvað skal gera!!
Jæja maður er bara í vinnunni og verð þar fram til morguns, s.s. ansi löng vinnutörn eða rétt tæpur sólarhringur :-) Fékk sent til mín föndur, magic og NAMMI!!!! jájá ég viðurkenni það bara er enn í sukkinu og næ mér ekki uppúr því :-(
Læknirinn á Slysó hringdi í mig seint í gærkveldi, þá hafði bæklunarlæknirinn loksins komist í að skoða myndina af hendinni hennar Rebekku og vildi gefa grænt ljós á hana. Hann segir að þessi einstaklingur muni jafna sig á þessu broti og beinið muni réttast með tímanum!!!! En ef hún kvartar og er með verki eftir 3-4 daga þá á ég að fara með hana til barnabæklunarsérfræðings!!!!
ENNNNNN þá kemur vandamálið, barnið mitt er ekki eins og mörg önnur börn að finna til, hún fann ansi lítið til þó svo að hún hafi brotnað, kvartaði ekki notaði meira að segja hendina eitthvað. Ef maður stríkur fingri við vaxtabeinið finnur maður kúluna, beigjuna á beininu þar sem hún brotnaði, en þó svo að maður komi við þetta þá er stelpan ekki einu sinni að kveinka sér! Konurnar á leikskólanum skoðuðu þetta og eru mjög undrandi að ekkert hafi gert og í rauninni er hún enn brotin, þ.e.a.s. beinið er ekki eins og það á að vera!!!
Ég er svo búin að ræða þetta við fleiri aðila sem þekkja til skvísunnar minnar og ráðleggja allir mér að setja mig í samband við bæklunarsérfræðing og fá einnig myndina af hendinni svo það sé hægt að meta þetta hjá fleirum sérfræðingum því jú aðalmálið er að ég get ekki treyst á það að Rebekka finni til eða segji mér frá því ef hún finnur til.
Svo ég ætla að athuga hvort ég geti fengið tíma í næstu viku, vonandi bara sem fyrst, er mjög smeik við að hafa hana án allra umbúða með kúlu á beininu og brotið ekki "gott"
Eins og læknirinn sjálfur sagði við mig, þá fannst henni brotið ekki líta vel út og hélt að það þyrfti að rétta brotið af og gifsa aftur. Þetta er vaxtabeinið að ég held svo að það er ekki heldur gott ef það grær ekki rétt saman :-(
Ætla að fara að vinna og svo að föndra
knús og kram elísabet
Myndaalbúm
Tenglar
Mínir tenglar
- Bloggið hennar Ingu, stofnanda samtakanna Landssamtaka foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda - Reikningsnúmer 0305-13-303030 Kennitala 150462-7549
- Óskasteinar - grúbba fyrir foreldar barna á einhverfurófinu Spjallborð foreldra barna með þroskafrávik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 73887
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.