30.8.2008 | 02:16
bloggleti
Æiii já hef ekki nennt að blogga, en ákvað að gera það núna svo þið hættið nú ekki alveg að lesa bullið frá mér.....
Nú jæja skvísan mín yngsta fór aftur á Slysó og átti að fá svaka flýtimeðferð þar, en það tók samt rúma 3 tíma fyrir þá sérfræðinga þar að ákveða hvað skyldi gera, niðurstaðan eftir miklar vangaveltur urðu svo þær að hún var send heim með það að þetta ætti að réttast og gróa eðlilega - vonandi að þeir hafi rétt fyrir sér þar!!! Þeir hættu sem sagt við að rétta brotið af og gifsa aftur.
Skvísurnar ALLAR á Sauðárkróki, þrjár hjá pabba sínum og ein hjá mömmu og pabba. Þau voru svo yndisleg að leifa henni að koma til sín svo ég á bara hérna barnlausa helgi sem hefur ekki gerst síðan ég veit bara ekki hvenær!!!
Nú hvað gerir maður á barnlausri helgi, jú VINNA!!! fór reyndar með góðum hópi kvenna á Ítalíu í gærkveldi og borðaði þar góðan mat ásamt góðum drykk líka :-) Vorum að kveðja Rósu vinkonu, sem er að flytja með fjölskyldu sína yfir hálfan hnöttinn... Elsku Rósa ykkar verður sko saknað, en ég lofa að kíkja í heimsókn til þín :-)
Það eru ennþá framkvæmdir hérna, stefnan er að verða búin að MESTU 13. september en þa ætlum við að halda uppá afmælið hennar Dagnýjar svo takið daginn frá eða skipuleggið suðurferð þessa helgi :-)
Brúðkaup á morgun, hlakka til alltaf svo yndislegt að fara í brúðkaup :-)
kveðja Elísabet
Myndaalbúm
Tenglar
Mínir tenglar
- Bloggið hennar Ingu, stofnanda samtakanna Landssamtaka foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda - Reikningsnúmer 0305-13-303030 Kennitala 150462-7549
- Óskasteinar - grúbba fyrir foreldar barna á einhverfurófinu Spjallborð foreldra barna með þroskafrávik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.