Leita í fréttum mbl.is

Brjálað að gera

og algjör bloggleti....

Hélt þrjár afmælisveislur fyrir Dagný skvís um helgina og gengu þær bara mjög vel, að ég held Blush  hehe jújú held að allir hafi verið mjög sáttir....

Annars brjálað að gera hér hjá mér við að gera ekki neitt... s.s. samasem bara leti og andleysi :-)  En þetta potast samt þó svo að það taki mun meiri tíma en hjá þessum eðlilegu!!

Fór til bæklunarlæknis í síðustu viku og það var því staðfest að ég er bækluð, fædd með fæðingargalla i hnjám og stend því alveg undir öllum þeim fullyrðingum mínum sem ég hafði um hnén mín þegar ég var á gelgjunni... önnur eins forljót hné hef ég bara sjaldan séð!! Ég er nu ekki mikið að spá í fegurðinni við þau núna það eru þessir endalausi sársauki sem er að drepa mann og annan hér.....

Annars er kvíði og tilhlökkun fyrir morgundeginum.  Er að fara með Rebekku til heila- og taugasérfræðingsins og verð að vona allt það besta með það... svo er ég líka að fara með Sólveigu til meltingarsérfræðings og þá er einnig að krossa putta þar. 

Um kvöldið á ég svo von á nokkrum "módel 77" skvísum og hlakkar mér voða mikið að hitta þær.... 

Svo maður ætti kannski að fara að skella sér í háttinn og biðja um ofurskutlukrafta :-) og ofurorku með.... er bara búin að vera löt í dag!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband