15.10.2008 | 03:09
þessir dagar
rjúka áfram og maður nær ekki að fylgjast með!
Allt gott að frétta hérna megin, frumburður minn búin að vera að undirbúa sig undir samræmdu prófin, mamman búin að sitja yfir henni og setja henni verkefni á hverjum degi en frumburðurinn ekkert par ánægð með hana, vinnur samt verkefnin samviskusamlega.
Sólveig Birna blómstrar í skólanum, er mjög ánægð en jafnframt í svolitlri togstreitu, skiljanlega en þetta kemur allt saman bara einn dagur í einu! - 11 ára afmælisveisla hér á föstudaginn, í ár verða tvær veislur sú fyrri fyrir gamla bekkinn og sú seinni fyrir nýja. Þær eru svo margar þessar skvísur að ég gat ekki sett þetta í eina veislu eins og ég ætlaði mér svo það verða bara stelpupartý hér allan föstudag og fram á kvöld.
Dagný skvís er bara að brillera í lestrinum, les hér bók á dag og gengur mjög vel, er mjög ánægð í skólanum og líður vel.
Rebekka blómstrar eins og fyrr. Henni tókst að meiða mömmu sína svo á sá á föstudaginn og passar sig mikið núna að vera extra góð við elsku mömmu sína, en auðvitað stjórnar skvísan þessu ekki sjálf og gat ekkert gert af þessu greyið litla, en váá þetta var VONT :-(
Ég er búin að vera í þokkalegu standi, skrokkurinn alltaf svipaður en ég kemst í gegnum daginn og það er fyrir mestu :-) Er með smá verkefni á borðinu núna og háir mér ritstífla, vona að hún fari að bresta þarf að skila þessu af mér sem fyrst.
Annars knús og kram
Elísabet
Myndaalbúm
Tenglar
Mínir tenglar
- Bloggið hennar Ingu, stofnanda samtakanna Landssamtaka foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda - Reikningsnúmer 0305-13-303030 Kennitala 150462-7549
- Óskasteinar - grúbba fyrir foreldar barna á einhverfurófinu Spjallborð foreldra barna með þroskafrávik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alltaf jafn ljúf og dugleg! Bestu kveðjur úr Kleifarkotinu!
Guðlaug Freyja (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.