Leita í fréttum mbl.is

Súperhúsmóðir

híhí já já þykist vera einhver súperhúsmóðir þessa daganna :-)  Meðan systurnar ættleiddu ryksuga og skúra gólfin hjá mér þá stend ég í stórræðum við gerbakstur :-)  Þetta er bara voða gaman, ég var bara búin að gleyma því :-(  já hef ekki verið svona dugleg í MÖRG ÁR!!!

Finnst hálf fáránlegt að viðurkenna það fyrir sjálfri mér að núna er ég komin á fertugsaldurinn og ég nenni ekki að hafa fyrir matnum á heimilinu, en þegar ég var 20 ára með 2 ung börn stóð ég í eldhúsinu og var að húsmóðast :-)  Bjó til sultur, hlaup.  Bjó til slátur, kæfu, rúllupylsu.  Hakkaði allt kjöt sjálf og vigtaði í poka, steikti hakkbollur í frystinn, hakkaði fiskinn og bjó til fiskibollur og fiskibuff.  Þegar ég var að búa til einhverja rétti, þá bjó ég oft til tvöfalt og setti annan réttinn í frysti.  Ég bakaði mjög mikið, var dugleg að nýta mat, henti eiginlega aldrei mat!!!!! Get talið svona upp endalaust.  Allt af þessu ofantöldu hef ég ekki gert í nokkur ár...... en kreppan hefur líka sína jákvæðu kosti, ég er farin að gera þetta aftur og það sem meira er að mér finnst það bara gaman :-)

Stóru stelpurnar eru í systkinasmiðjunni núna og lýst okkur bara svaka vel á allt þar, fór í búðina að vesla það sem vantaði í áframhaldandi bakstur en þegar ég kom heim varð ég LÖT, ææiii ég bara nennti ekki að byrja svo ég sit bara hérna í tövlunni meðan önnur ættleiddu skúrar stofuna hóhóhóhó, jájá þið meigið sko alveg öfunda mig :-)

Kveðja Elísabet súperhúsmóðir :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smilla

ha? 12 ára?

En já...nú langar mig í eitthvað nýbakað og gott allt þér að kenna

Smilla, 8.11.2008 kl. 15:39

2 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

hahahahaha nei ég var ekki 12 ára híhí byrjaði á því að skrifa 19 ára en þá var ég með eitt barn ákvað svo að hafa 20 ára með 2 börn og einhvern veginn í flótfærni minni fór þetta svona haha ætla að laga :-)

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 8.11.2008 kl. 16:03

3 Smámynd: Smilla

hahaha...já það hlaut að vera, þetta var eitthvað skrítið.

Smilla, 8.11.2008 kl. 17:07

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ja hérna hér.. þetta hef ég aldrei afrekað. Aldrei.

Jóna Á. Gísladóttir, 10.11.2008 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband