Leita í fréttum mbl.is

Ég á 12 ára afmælisprinsessu

Já ótrúlegt en satt þá er bara skvísan mín orðin 12 ára!!! guð.... hvað tíminn líður hratt, ég man svo eftir því þegar ég lá á bekknum hjá sjúkraþjálfaranum klukkan 16.30 og fékk fyrsta "skítaverkinn"  ég var svo sem búin að vera með einhverja fyrirvaraverki og fór aðeins af stað 3 vikum fyrr en svo allt stopp...... Klukkan 18.30 fór ég uppá spítala og var ég komin með mitt fyrsta barn í hendurnar einum og hálfum tíma síðar :-)  yndisleg, falleg og heilbrigð stúlka :-)  Sem flýtti sér í heiminn og tók út sína orku fyrstu árin, hún er nú ekki mikið að flýta sér í dag þessi elska sem betur fer :-)

Annars er ég LÖT!! er að reyna að koma mér í gang hérna, þarf að gera svo margt en æææiii bara nenni því ekki...... Er að reyna að afreka eitthvað áður en foreldrarnir mínir koma suður og bara jámm nenni því ekki!!  svona er lífið stundum er ég löt :-)

kveðja ELísabet


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huldabeib

Til hamingju með snúlluna.... úff næsta afmæli hjá henni verður táningsafmæli hjá þér

Huldabeib, 11.11.2008 kl. 18:53

2 identicon

Hæ skvís.

Til hamingju með frumburðin. Já tíminn er fljótur að líða og maður sér það best á þessum elskum.

Kveðja Linda Birna.

Linda Birna (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 20:19

3 identicon

Hæ Elísabet mín.

Til hamingju með táninginn. Ég er á haus í námi og þetta er töluvert miklu erfiðara en hitt. Hvernig væri að fara að hittast.

knús og kossar

Sigrún

Sigrún Ríkharðsdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 00:45

4 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Já Sigrún, hvernig væri það? hvenær eru þið búnar í skólanum?  Ég er til í kaffihúsaferð eða jafnvel bara saumó stemningu heima :-)

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 2.12.2008 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband