Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
27.11.2008 | 00:13
Er á lífi :-)
Bara nóg að gera :-) er ný komin heim úr geggjaðri ferð í Skálholt síðustu helgi, alveg endurnærð þó ekki útkvíld :-) En full af orku samt hehehe
Vildi bara láta aðeins vita af mér, er hér á fullu að undirbúa jólaföndur Seljaskóla, svo ætla Liðsmenn Jerico að vera í Smáralindinni fimmudag og föstudag frá kl 16.00 að selja jólakort og kynna samtökin, endilega látið sjá ykkur þar :-)
Rosalega falleg jólakort til sölu, 10 saman í pakka á 1000kr svo endilega hafið samband ef þið hafið áhuga að styrkja Liðsmenn Jerico.
Læt þetta duga í bili
kveðja Elísabet
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2008 | 10:01
Ég á 12 ára afmælisprinsessu
Já ótrúlegt en satt þá er bara skvísan mín orðin 12 ára!!! guð.... hvað tíminn líður hratt, ég man svo eftir því þegar ég lá á bekknum hjá sjúkraþjálfaranum klukkan 16.30 og fékk fyrsta "skítaverkinn" ég var svo sem búin að vera með einhverja fyrirvaraverki og fór aðeins af stað 3 vikum fyrr en svo allt stopp...... Klukkan 18.30 fór ég uppá spítala og var ég komin með mitt fyrsta barn í hendurnar einum og hálfum tíma síðar :-) yndisleg, falleg og heilbrigð stúlka :-) Sem flýtti sér í heiminn og tók út sína orku fyrstu árin, hún er nú ekki mikið að flýta sér í dag þessi elska sem betur fer :-)
Annars er ég LÖT!! er að reyna að koma mér í gang hérna, þarf að gera svo margt en æææiii bara nenni því ekki...... Er að reyna að afreka eitthvað áður en foreldrarnir mínir koma suður og bara jámm nenni því ekki!! svona er lífið stundum er ég löt :-)
kveðja ELísabet
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.11.2008 | 22:23
Dagbókin týnd!!
ohhh hvað maður verður eitthvað vængbrotinn og áttarviltur þegar aðal skipulagið glatast :-( Hef ekki hugmynd um það hvað ég gerði við dagbókina mína á föstudaginn, en á góðan stað setti ég hana :-)
Fékk sem betur fer sms frá Ólafi Thor áðan til að minna mig á að Rebekka á að mæta til hans á morgun, annars hefði ég sko gleymt þeim tíma...
Annars allt ágætt að frétta, frumburðurinn minn afmæli á morgun og múttan mín 60 ára á miðvikudaginn... Nóg að gera hér í afmælisstandi.
Ég er ástfangin af "ættleiddu systrunum" þær eru sko bara draumur :-)
Ætla að koma mér í háttinn NÚNA!! Vakna fersk í fyrramálið og reyna að afreka eitthvað hérna heima, ekki veitir af!
kveðja Elísabet
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.11.2008 | 14:17
Súperhúsmóðir
híhí já já þykist vera einhver súperhúsmóðir þessa daganna :-) Meðan systurnar ættleiddu ryksuga og skúra gólfin hjá mér þá stend ég í stórræðum við gerbakstur :-) Þetta er bara voða gaman, ég var bara búin að gleyma því :-( já hef ekki verið svona dugleg í MÖRG ÁR!!!
Finnst hálf fáránlegt að viðurkenna það fyrir sjálfri mér að núna er ég komin á fertugsaldurinn og ég nenni ekki að hafa fyrir matnum á heimilinu, en þegar ég var 20 ára með 2 ung börn stóð ég í eldhúsinu og var að húsmóðast :-) Bjó til sultur, hlaup. Bjó til slátur, kæfu, rúllupylsu. Hakkaði allt kjöt sjálf og vigtaði í poka, steikti hakkbollur í frystinn, hakkaði fiskinn og bjó til fiskibollur og fiskibuff. Þegar ég var að búa til einhverja rétti, þá bjó ég oft til tvöfalt og setti annan réttinn í frysti. Ég bakaði mjög mikið, var dugleg að nýta mat, henti eiginlega aldrei mat!!!!! Get talið svona upp endalaust. Allt af þessu ofantöldu hef ég ekki gert í nokkur ár...... en kreppan hefur líka sína jákvæðu kosti, ég er farin að gera þetta aftur og það sem meira er að mér finnst það bara gaman :-)
Stóru stelpurnar eru í systkinasmiðjunni núna og lýst okkur bara svaka vel á allt þar, fór í búðina að vesla það sem vantaði í áframhaldandi bakstur en þegar ég kom heim varð ég LÖT, ææiii ég bara nennti ekki að byrja svo ég sit bara hérna í tövlunni meðan önnur ættleiddu skúrar stofuna hóhóhóhó, jájá þið meigið sko alveg öfunda mig :-)
Kveðja Elísabet súperhúsmóðir :-)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.11.2008 | 20:32
Allt til sölu :-)
Jæja skvísurnar farnar á fullt í fjáraflanirnar svo núna eru í boði 1kg af glæ nýjum appollo blönduðum lakkrís á 1000kr, WC pakkning á 2500kr og eldhúspappír pakkning einnig á 2500kr. Endilega hafið samband ef þið hafið áhuga, á þetta hérna á lager....
Svo er ég að fara í jólakortaframleiðsluna, ætla að selja jólakortin ódýrt í ár :-) Er líka með tækifæriskort - er farin að taka niður panntanir fyrir jólakortin og mun afhenda þau um mánaðarmótin :-)
kveðja Elísabet
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2008 | 20:01
2 ár í dag
jámm 2 ár í dag síðan ég hitt elskuna mína í fyrsta skipti :-) þó svo að við höfum nú spjallað eitthvað þar að undan þá er þetta okkar dagur
En karlinn fór í vinnuna í gær þannig að ég hef ekkert séð hann í dag, en hann kemur seinnipartinn á morgun!!
Annars er dagurinn bara búinn að vera eins og hver annar dagur, reyndar höfum við verið með hugann norður á Siglufjörð og kvaddi elskulegi langafi stelpnanna í dag, sendi innilegar samúðarkveðjur til alls hans fólks. Stelpurnar rifjuðu upp góðar minningar hér í kvöld og var það gott, þær eru svo minnugar þessar elskur að langafi þeirra á Sigló verður alltaf í þeirra hjarta, með þeim góðum minningum sem þær eiga um langafa sinn.
Er búin að vera löt í dag, svo hér bíður húsverk dagsins sem ég er bara ekki að nenna að byrja á en þetta hleyour víst ekkert frá manni, því nú ver og miður :-(
Ætla að skella mér á Irobot systurnar á morgun, í kreppunni sjálfri ég veit!! en jámm ég er búin að sannfæra mig um það að ÉG eigi þær systur sko skilið svo þær verða ættleiddar til æfiloka :-)
kveðja Elísabet
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Myndaalbúm
Tenglar
Mínir tenglar
- Bloggið hennar Ingu, stofnanda samtakanna Landssamtaka foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda - Reikningsnúmer 0305-13-303030 Kennitala 150462-7549
- Óskasteinar - grúbba fyrir foreldar barna á einhverfurófinu Spjallborð foreldra barna með þroskafrávik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar