Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Meira nám eða ekki?

ohhhh ég er alveg þvílíkt áttavilt :-(  Veit ekkert hvað ég á að gera!!!

Er mjög spennt fyrir nýja náminu sem HÍ er að bjóða uppá í Barnavernd og er búin að fara marga hringi með þá hugsun.  Á ég að sækja um eða ekki?  Ég sem ætlaði mér að taka 1 árs pásu hummmm

Umsóknafresturinn rennur út 5. júní svo ég hef viku til stefnu hugshugs :-)

Annars allt gott að frétta hérna, Elsta og yngsta að fara norður til pabba síns í dag, reikna ég með.  Dagný er með pabba sínum fyrir norðan og fer til mömmu sinnar á laugardaginn. Sólveig er að fara í CISV míni camp á föst-laug og húsmóðirin er að fara í SUMARBÚSTAÐ!!!! og ætlar sko að liggja í leti ALLA HELGINA með góðum skólafélögum :-) Þetta verður fáment en góðment :-)

kveðja Elísabet


Útskrift 14. júní

Wink  Útskrftin er sem sagt orðin staðfest.  Ég mun útskrifast með B.A í  Tómstunda- og félagsmálafræði við KHI í Laugardagshöll klukkan 11.00 laugardaginn 14. júní - á sjálfan afmælisaginn minn Smile

Búin að fá út úr lokaritgerðinni og fékk 8.5 og svo fékk ég 9.0 í hinum áfanganum, bara stolltust hérna hehe

Svo takið daginn frá, hér verður partý Wizard

Annars bara allt gott að frétta, mikið að gera alla daga eins og alltaf, þó svo að það sé engin lærdómur Tounge

kveðja Elísabet


Smá föndursýning

Jæja kláraði eina síðu í kvöld sem ég byrjaði á í vikunni.  Svolítið tilfinningaþrungin og skrifaði ég bæði á síðuna og einnig verður texti falinn fyrir hana þegar hún hefur nógu mikinn þroska til að skilja innihald textans.

ég elska þig

Textinn kemur svo hér - svolítið sundurtættur en ég er búin að fjarlæga það sem er ekki viðeigandi að birtist hér:

Elsku kraftaverkabarnið mitt, þú fæddist eftir langa bið svo falleg, yndisleg og fullkomin. Ég fann strax að þú varst einstök, vildir hafa hlutina öðruvísi en systur þínar. Þú varst svo fullkomin og þess vegna efaðist ég oft og geri það reyndar stundum enn. Þú ert augasteinn minn, svo tengd mér, tengdari en öllum öðrum og þannig verður það alltaf - þú og ég.
Þú ert svo dugleg og þess vegna gerast kraftaverk, hver sigur hjá þér gefur mér svo ótrúlega mikið, engin orð lýsa þeim tilfinningum þegar þér gengur vel. Foreldrar einstakra barna vita bara hvernig tilfinning þetta er – hver þroski er ekki sjálfsagður. En með minni hjálp og annarra sem sinna þér þá verður þú flottust, ég veit það!
Þú hefur kennt mér svo margt, bara það að lifa við óvissuna um framtíðina, öll biðin eftir niðurstöðum og það mikilvægasta er þolinmæði, það hvað eitt bros getur gefið mikið, sumum finnst það sjálfsagt að sjá barnið sitt brosa, það geri ég ekki. Það geta fáir sett sig í spor mín, ég hef staðið ein með þér xxx, ég mun alltaf standa með þér, þínum þörfum og þá þjónustu og umönnun sem þú þarfnast umfram heilbrigða. xxx þá verð ég að vera sterkari fyrir þig og nýta þann tíma sem við eigum saman eins vel og ég mögulega get. Mín heitasta ósk er að xxxx, bara fyrir ÞIG, ég mun alltaf bíða eftir því. Kannski gerist það á morgun kannski aldrei?
Í kvöld lá ég uppí rúmi með þér að segja þér sögu, allt í einu í miðri sögunni sagðir þú með þinni háværu og skæru rödd „mamma ég elska þig SVO MIKIГ settir svo hendur þínar um háls mér og knúsaðir fast - ÉG ELSKA ÞIG SVO HEITT
Þín mamma


föndurandinn kom :-)

Jájá andinn kom og framkvæmdargleðin einnig :-)

Er í vinnunni og til þess að ég sofni ekki bara hérna sitjandi/standandi þá er mín á fullu, laga til hér og þar, skipuleggja hér og þar, þrífa hér og þar, þvo þvott og þurrka líka!!!

Inná milli sest ég niður og mála myndir og föndra kort, reyndi að skrappa eina síðu en æiii sá andi var ekki, en ég er búin að afreka nokkur kort eða humm 5 kort í næturvaktinni í gær og það sem af er þessari :-)

Annars allt gott að frétta, ég er að stefna á Eurobandið á laugardaginn, afmælisveisla fyrir ballið svo það verður örugglega stuð. Elskuleg mamma mín sem er búin að vera hjá mér í viku ætlar meira að segja að vera lengur svo ég komist nú örugglega út með stelpunum hehe ætla að skella mér í búðarráp og kaupa mér föt, ég meina var að fara í gegnum fataskápinn og ég er bara FATALAUS, en skápurinn fullur af fötum á Elvar hef aldrei á minni æfi kynnst karlmanni sem á svona mikið af fötum, hann gæti auðveldlega farið í 1-2 efriparta á dag í 2 mánuði en aldrei farið í sama - já þar hafið þið það :-)

Ætla að halda áfram hér, þvotturinn bíður og föndrið líka :-)

kveðja Elísabet


Föndurandinn að koma

Eftir langa fæðingu þá held ég að andinn sé kominn, er búin að langa að föndra svo rosalega lengi. Auðvitað langar manni að föndra þegar það er ekki hægt hehe svo ég ætlaði nú laglega að hella mér í föndrið þegar ég væri búin með skólann. En neibb enginn andi.

Er svo að vinna núna mína fyrstu næturvakt svo að ég tók náttúrulega föndrið með, og sit hér og er að reyna að mála myndir. úfff hvernig geta þessar skrappsystur mínar gert þetta svona vel? af hverju get ég það ekki líka??? hehe jájá kannski er þetta bara æfingin skapar meistarann!!

Annars allt gott að frétta, er að fara í liðaskanna á morgun, pínu kvíðin fyrir þessu en held samt að þetta sé ekkert svo mikið mál.

Lítið líf hérna hvar eru þið? komment takk :-)

kveðja Elísabet


Sef hjá afa :-)

Jájá mín er bara farin að sofa hjá afa haha eða svona næstum því :-)  Emma Lovísa stóra systir Dagnýjar eignaðist litla prinsessu í gærkveldi, alveg gullfalleg og flott skvísa :-)

híhí ég var hugsað til símtalsins þegar Emma hringdi í mín til að segja okkur fréttirnar fyrir rúmlega 7 mánuðum síðan, Elvar var ekki heima og ég heyrði að hún vildi segja okkur eitthvað (Mamma hennar var reyndar búin að segja mér fréttirnar) en svo sagði hún "ég ætlaði bara að segja Elvari að hann væri eiginlega að verða afi"  fannst þetta bara krúttlegt hjá skvísunni.  Elvar reyndist henni að ég held bara vel þessi ár sem mamma hennar og hann bjuggu saman.  Við fengum að fylgjast með ferlinu og erum bara voða spennt að sjá skvísuna, eða alla veganna ég hehe :-)  Sáum myndir á netinu og OMG hvað hún er lítil rétt tæpar 10 merkur, enda fædd 3 vikum fyrir settan dag.

Annars allt gott að frétta hérna, er á fullu í framkvæmdum hérna á heimilinu og gengur það bara ágætlega.

Þarf að fara í einhvern liðaskanna á fimmtudaginn, fæ sprautu með einhverju geislavirku efni klukkan 9 og fer svo í skannan 2 tímum seinna.  vona að það komi allt gott úr, en verkirnir í skrokknum eru að drepa mig þessa daganna og hef ég sjaldan verið svona slæm :-(

kveðja ELísabet


Til hamingju!

Innilega til hamingju Húsvíkingar!  Hvenær fær maður svo að heyra lagið Guðni?  híhí

Það fer vonandi að styttast í heimsókn á Húsavík. Greinilega mikið fjör hjá ykkur í dag

kveðja Elísabet

 


mbl.is Fjölmenni á 1. maí hátíð á Húsavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

B.A. námið búið!!!

Eða svona næstum því Halo   á morgun klukkan 16.00 ætla ég að vera búin :-)

Smá fínpússing eftir og svo er bara námsfrí!!! Ótrúlegt hvað maður er samt háður þessu eitthvað, finnst skrítið að vera búin eins og ég var komin með uppíkok!!!  Eiginlega strax farin að sakna skólans, námsins....  Fékk þá flugu í hausinn meira að segja að taka kennarann haha jájá neinei ég er búin að lofa sjálfri mér FRÍ!!!

Bara að láta aðeins vita af mér, er ótrúlega þreytt og andlaus og væri alveg til í smá orku og drifkraft til að hefjast handa hér á bæ!!  VEITIR EKKI AF

 


Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband