Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Íslensku krakkarnir komnir á leiðarenda

Sæl verið þið

Jæja núna er elsku skvísan mín komin á leiðarenda og allt gekk svo rosalega vel. Íslenski hópurinn lenti í Filipseyjum í fyrrinótt og komu niður til Bacalod í gærmorgun. Þar tók við þeim Filipeysk fjölskylda sem var að mér skilst mjög rík og með þjónustufólk í öllum hlutverkum hehe. Skemmtileg upplifun fyrir krakkanna að sja þjóna að störfum inná "venjulegu" heimili. En það fór sem sagt mjög vel um þau þar og krakkarnir mættu kát og hress í Sumarbúðirnar í dag. Halldóra sendi mér sms og sagði mér að Sólveig væri öll að koma til og öll útbrot að dofna svo mömmunni líður nú betur að vita það :-)

Er að vinna í að uppfæra heimasíðu Sólveigar, líka að gera nýjan bakgrunn haha þar sem skvísan er nú búin að suða um það í ansi langan tíma en ég hef ekki komist í það.

Kveðja frá mér og Heimsflakkaranum :-)


Sólveig farin út á vit ævintýranna

Jæja þið verðið að afsaka en ég hef bara ekki haft tíma til að setja inn fréttir.  Á þriðjudagsmorgun lagði skvísan af stað til Amsterdam.  Það gistu þau á hóteli og skoðuðu sig um og keyptu eitthvað af minjagripum.  Æfðu sig líka fyrir þjóðarkvöldið, en þá ætla þau að fræða krakkanna um íslensku jólasveinanna og að sjálfsögðu fer öll þessi fræðsla fram á ensku :-)  Skvísan mín var nú svolítið stressuð að þurfa að læra allt um íslensku jólasveinanna á ENSKU en ég veit að hún fer létt með þetta eins og allt sem hún tekur sér fyrir hendur.

Flugvélin sem þau áttu að fara með frá Amsterdam til Manilla bilaði í gær og fór því önnur vél, en sú vél var ekki nógu stór þannig að þau urðu eftir í Amsterdam og fengu lúxus hótel, mat, afþreyingapening og frábæra þjónustu í gær.  Var svo að heyra frá Halldóru farastjóra og eru þær að ganga núna um borð og leggja af stað til Manilla og þaðan er tengiflug til Bacalo humm man ekki hvernig þetta er skrifað haha.

Ég mun halda heimasíðu Sólveigar svolítið uppi og setja þar inn fréttir og myndir, einnig eitthvað hér.  En þið sem viljið fylgjast með endilega sendið mér bara meil til að fá aðgangsorðið :-)

kv Elísabet


úfff sorglegt

þessi frétt hreyfði meira við mér en þegar ég hef lesið svona fréttir áður.  Ekki það að allar svona hörmungafréttir snerti við manni heldur er dóttir mín yndislegust á leið til Filipseyjar eftir rúmlega sólarhring, reyndar með viðkomu í Amsterdam í sólarhring.  En OMG mér er ekki alveg sama og ætla nú að kanna aðstæður og allt það á morgun.  Geri nú ráð fyrir því að starfsmenn CISV á Íslandi geri það nú líka.  En hvar get ég nú fengið upplýsingar?? úfff smá stress í gangi, sendi nú ekki barnið mitt út ef einhver hætta er á ferðum og áframandi fellilbylur :-(
mbl.is Einungis fjórir fundir á lífi eftir ferjuslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Súpermamma

Súpermamma er heiti á þessu bloggi, það er nú smá saga á bak við þetta nafn, málið er að kærasti vinkonu minnar fékk hálfgert áfall þegar hann frétti að ég hafi eignast tvær dætur með 11 mánaða millibili og ég aðeins 20 ára :-)  Hann hefur síðan þá kallaði mig súpermömmu haha 

Svo er þetta nú frekar skondið því þegar ég stofnaði þetta blogg langaði mig ekki að nota nafn mitt, ég var bara ekki búin að ákveða hvort ég ætlaði að koma undir nafni eða ekki.  Æiiii svo fannst mér það bara asnalegt að vera ekki undir nafni svo ég setti lágmarks upplýsingar inn :-) 

En undanfarið eða já ansi oft hef ég fengið frekar fyndin komment í samskiptum við aðra því oft er því skotið inní að ég standi alveg undir nafni bloggsins s.s. SÚPERMAMMA :-)  Hvað fellst í því að vera súpermamma??  'Eg er aðeins búin að vera að spá í þessu, ég er sko ekki fullkomin og langt í frá. 

En ég er RÍK!  Ég á þrjár yndislegar dætur sem ég geri allt sem ég mögulega get til að reynast vel, er alltaf til staðar fyrir þær og reyni að veita þeim alla þá ást, umhyggju, athygli og frelsi sem börn þurfa á að halda.  Allt þetta hefur að sjálfsögðu vissan tilgang, jú að byggja þær sem best upp til þess að takast á við lífið með öllum þeim rússibönum, freystingum og álagi sem lífið hefur uppá að bjóða og ekki gleyma öllum þeim gleðistundum og jákvæðu hlutum einnig.  Stelpurnar mínar hafa því miður þurft að ganga í gegnum meira en mörg börn, eftir stöndum við nánari, sterkari og sjálfstæðari.  Þær eru ábyrgðarfullar og leggja sitt að mörkum til að styðja mömmu sína.  Ég á líka eina yndislega fósturdóttur sem ég hef reynst vel, ég tók strax ákvörðun um að hún yrði líka mín dóttir og ég myndi reynast henni vel líkt og mínum dætrum, henni þarfnaðist líka móðurímynd og stuðning frá móður.  Allt þetta hef ég lagt mig fram í að gera eins vel og ég mögulega get.  Við erum rosalega nánar og urðu strax mjög sterk tengsl á milli okkar.  Dætur mínar fjórar eru allar orkugjafi minn, án þeirra væri lífið ekki eins.

Súpermamma - er það kannski að hafa alltaf nóg að gera og takast á við þau verkefni sem koma á degi hverjum og leysa þau eins vel og maður getur?  EÐA Hvað er SÚPERMAMMA???

Jájá og kommentið nú elsku vinir hehehe

 kveðja Elísabet


Útskrift og afmæli

Já ég var alltaf að metast við vinkonurnar mínar hér í denn hvaða dagur árssins væri bestur og auðvitað er það 14. júní.   Það má með sanni segja að dagurinn í gær var einn sá besti í mínu lífi, yndislegur og skemmtilegur.

Hér voru tvær veislur, önnur um daginn þar sem dætur mínar fjórar tóku fullan þátt í.  Þær lásu til mín ljóð og ég get sko sagt ykkur að hér streymdu niður gleðitár, ég er svo rík, heppin og hamingjusöm að eiga það sem ég á í dag Wink Hin veislan var um kvöldið og hélt elskulegi Elvar minn upp fjörinu langt fram eftir nóttu :-)

Ljóð til mömmu.

Við allar fjórar lesum hér,
fyrir hópi gesta,
kvæði samið handa þér
elsku mamma besta.

Mamma hefur ljúfa sál,
og faðminn hlýja, breiða.
Hugrökk, dugleg, sterk sem stál,
hún huggar okkar leiða.

Að fá frá henni falleg hrós
vermir okkar hjörtu.
Færum henni þessa rós
og brosin okkar björtu.

Mamma okkar getur flest,
og taka má við hóli.
kann að elska allra best,
það kennir enginn skóli.

Eitt þú mamma muna mátt,
hratt þó árin líði.
Alltaf okkur fjórar átt,
í blíðu sem í stríði.

Í lífinu sínu raun og þraut,
allir fá að kynnast.
Mamma brýr að baki braut,
nú skildi námið vinnast!

Allir vita hvernig gekk
og nú við fögnum saman.
Því gráðuna hún mamma fékk,
nú skal vera gaman!

Ég er svo rík :-)  læt þetta duga í bili

Kveðja Elísabet


Frábært

Þetta er ekkert smá mikið magn og er ég ótrúlega þakklát starfi tollgæslunnar að hafa fundið þetta, það er þá c.a. 100kg minna magn af hassi á markaðnum......... Þetta er nefnilega það efni sem ungmennin okkar prófa yfirleitt á eftir áfenginu og fara svo fljótt í önnur efni.

Það væri bara snilld ef til væri einföld lausn á að stoppa allar sendingar til landsins.  En það er nú ansi erfitt og lausnin því ekki til.  Enda svo óteljandi leiðir sem eru notaðar og landið okkar góða opið í alla enda. 

Tollgæslan og lögregla eiga hrós skilið og þakka ég fyrir í hvert skipti sem þeir finna vímuefni.

Nú man ég bara ekki eftir að svona mikið magn af Hassi hafi verið gert upptæk, hefur það gerst áður?


mbl.is Mikið magn fíkniefna í Norrænu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

4 dagar í útskrift

jájá þetta er bara að gerast!!  Ég samt svo róleg eitthvað, held barasta að ég sé engan vegin að trúa þessu híhí..  ætla að vera með veislu á laugardaginn og sko partý um kvöldið.  Elvar situr hér heilu og hálfu daganna að spila og semja svo það verður vonandi stemning Tounge

14 dagar þangað til Sólveig Birna flýgur á vit ævintýranna, eða næstum hálfan hnöttinn til Filipseyjar.  Mikill undirbúningur í gangi og ég viðurkenni það alveg að þar er líka svolítil rölegheit, kannski smá kæruleysi þar sem ég gerði þetta allt í fyrra áður en Harpa Katrín fór til Mississippi. En eftir útskrift höfum við rúmlega viku til stefnu svo það verður púl vinna uppá hvern einasta dag að búa til bæklinginn, versla það sem þarf að versla, merkja fötin, bólusetning, heilsufarsvottorð og jájá allt er sko 100% Ég skrifaði meira að segja undir plagg um að dóttir mín mætti fara í sundlaug Wink

Harpa Katrín ætlar að skella sér á ævintýranámskeið og reiðnámskeið í sumar, þess á milli ætlar hún eða réttara sagt Á HÚN að vera í smá vinnu hjá mömmu sinni. 

Dagný unir sér vel í leikskólanum, styttist í að hún hætti þar og setjist á skólabekk en ég held að við séum bara ekki alveg tilbúin í það híhí eða réttara sagt pabbinn vill halda í litla barnið sitt aðeins lengur haha.  Skvísan þroskast ótrúlega hratt þessa daganna, er búin að kenna henni fullt af stöfum og ætlum við að reyna að klára þá alla fyrir skólabyrjun, áhuginn er allur að koma svo það er um að gera að grípa þá tækifærið.

Rebekka er að fara yfir á stóru deildina, mamman aðeins með kvíðahnút yfir því, en þetta gengur allt yfir við vitum það.  Breytingar fara bara ekki vel í mína og verður því að fara varlega í þessar breytingar allar.

Jæja búin að fá smá munnræpu svo ég ætla að koma mér í eldhúsið og taka það aðeins í gegn, stefnan er tekin á skápa, bakaraofn, örbylgjuofn, ruslaskáp, sökkul og gólf fékk að sofa fram að hádegi í dag svo dagurinn er bara rétt að byrja hér :-)

kv Elísabet


Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband