Leita í fréttum mbl.is

Hvað skal gera?

Jæja ég mætti náttúrulega ekki á fundinn minn í kvöld, búin að vera mjög tvístígandi og eiginlega veit ekki af hverju....... Held að ég sé eins og alkarnir sem eru alltaf að bíða eftir rétta tímanum að taka á sínum málum Angry Ég er eiginlega ekki að treysta mér af stað, það er svo margt sem ég má ekki borða aldrei!!! sem ég er bara ekki að sjá gerast!!  Jájá hef kannski ekki trú á sjálfri mér og veit innst inni að ég mun endalaust vera að "falla"  hvað þýðir það?  ekki tilbúin?

Ég notaði s.s. slappleika og bakverki sem afsökun fyrir því að fara ekki á fundinn.  Við erum búin að vera að brasa hérna og erum búin að taka allt út úr herbergi Sólveigar og erum að mála..  Bakið mitt sagði svo STOPP NÚ í dag og ég því búin að vera hálf vonlaus hérna.

Vigtin er enn á niðurleið svo ég er í "afneitunarástandinu" og er að reyna að telja sjálfri mér trú um að halda áfram ein og fylgjast vel með vigtinni og heilsunni.  Ef hún fer að fara meira ein 1kg upp þá veit ég hvað ég þarf að gera - mæta á fund.   S.s. er þetta bara bull í mér?  eða á ég að reyna að halda áfram minni braut en vera meðvituð um að ef þetta gengur ekki hjá mér, ég fer að svelta mig eða fer í ofát og þyngist þá fer ég á fundinn og HANA NÚ!!!

Er að spá í að vera frekar opin hérna og já kannski að gefa upp þyngdartapið hérna svo þið getið fylgst með, ef ég uppfæri það svo ekki þá vitið þið hvert ég er farin á fund :-) 

Ég hef mjög mikla trú á þessu, ég veit að ég þarf að viðurkenna vanmátt minn og ég veit að 12 sporin er það sem ég þarf að ganga í gegnum, ennnn og já það er alltaf þetta ennnnnn ég er ekki tilbúin að neita mér um þessar matartegundir forever!!! En hvað þarf Alcoholisti að gera? Hann þarf að neita sér um vissar drykkjartegundir forever til að ná bata!! Þetta er rökrétt og það sem meira er ÉG VEIT ÞAÐ!!!!

kv Elísabet


Andlaus

ææiii já er eitthvað andlaus þessa daganna, enn að reyna að ná upp orku og þreki.  Hef enga orku eftir öll veikindin og er að vonanst til þess að þetta fari nú að koma.

Ég er orðin einu barni "fátækara" reyndar ekki í þeim skilningi en elsta skvísan mín farin norður og fer svo til pabba síns í næstu viku og verður fram að verslunarmannahelgi úffff hvað ég á eftir að sakna hennar.

Er farin að sakna skellibjöllunar minnar líka alveg svakalega mikið, hún er búin að vera úti núna í 17 daga og ég farin að telja niður.  Stelpan að brillera úti og nýtur sín í botn, svo það er bara frábært.  Þetta er svo risa stór tækifæri sem þær fá þarna að ég valdi það frekar að fórna heilmiklu hjá okkur til þess að þær geti farið út.  Við vorum búin að borga inná ferð til Kanada með kórnum sem Elvar var að syngja með en ákváðum að hætta við þá ferð svo Sólveig kæmist út.  Eins ætlaði ég að far út með Hörpu Katrínu eina helgi, líkt og Sólveig fékk í fyrrasumar en fjárhagurinn leifir það bara ekki svo það verður bara að bíða betri tíma.  Svona tækifæri sem þær fá í þessum sumarbúðum er ekki á hverju ári eða mörgum sínum á lífsleiðinni svo jájá börnin í fyrstasæti og það verður alltaf þannig :-) alla veganna hjá mér híhí

Annars er bara allt við það sama hérna megin, leikskólinn kominn í sumarfrí þannig að atferlisþjálfunin er komin á mína ábyrgð :-)  Fékk möppu með gögnum hjá Þórdísi svo við getum haldið áfram þar sem þau enduðu í gær.  Ætla að reyna að setja inn fastan tíma sem Rebekka fer í þjálfun og þá að reyna að arisera því þannig að Elvar færi út með Dagný á meðan.  Þórdís útbjó reyndar snilldar stafaspil sem við getum notað í þjálfun og leift Dagný að vera líka með :-) 

Næstu tvær vikur fara í framkvæmdir hérna heima, ætlum að mála herbergin stelpnanna og reyna að koma okkur betur fyrir. Elvar að komast í sumarfrí  - held að það sé orðið ansi langþráð frí hjá honum og svo ætla ég bara að pískra hann út um leið haha

kv Elísabet


Myndrænt dagsskipulag

Þetta blessaða myndræna dagsskipulag hefur ógnað mér alveg svakalega mikið.... Mér fannst þetta svo rosalega mikil vinna, svo "flókið"  og satt best að segja treysti mér ekki til að halda þessu út.  Sem reyndar kom á daginn það hefur tekið mig og leikskólann ansi marga mánuði eða jafnvel ár að koma þessu á.  Fyrst var gert skipulag í leikskólanum og ég var með visst skipulag hérna.  En ég held að ég geti sagt að við þjálfi Rebekku vorum báðar svolítið "hræddar" við þetta.

Skipulagið hefur því verið í þróun ansi lengi og á síðasta teymisfundi var tekin ákvörðun um að koma þessu á, því það var bara ljóst að þetta þarf hún á að halda og þetta mun auðvelda henni ansi mikið. 

Við tók mikil vinna, finna myndir, hugsa hvernig við ætluðum að hafa þetta og setja í framkvæmd :-)  En ég held að ég sé komin með ágæta lausn á þessu.  Er búin að plasta 2 A4 blöð sem eru með vikuplani eins og það er vanalega.  Svo er ég búin að prenta út fulltfullt af litlum myndum af hinu og þessu og einnig þeim persónum sem hún umgengst mest og búin að plasta þær líka, svo notum við bara kennaratyggju til að líma þær á réttan stað þegar það á við, annars er bara alltaf sama rútínan hérna hjá okkur.  Eitt planið er hérna heima og hitt í leikskólanum, svo kem ég með mitt plan í leikskólann á föstudögum og þá með plan fyrir næstu viku og tek núverandi plan heim og fylli eins inná það.  S.S. planið er viku fram í tímann með nákvæmu dagsskipulagi.  Annað plan er svo bara með eina til tvær myndir fyrir hverjan dag mánuð fram í tímann, en vegna aðstæðna er það ekki alveg komið á hreint og því með hvítum dögum sem verður að koma í ljós.  En stefnan er s.s. að hafa þetta svoleiðis í vetur mánuð fram í tímann á einu skipulagi og á hinu vika nákvæm.

Það gladdi mig þegar þjálfinn hennar Rebekku kom til mín í byrjun síðustu viku og sagði mér að það hefði verið pínu gott á hana að átta sig á því hvað þetta er auðveldara fyrir Rebekku og því auðveldara fyrir hana.  Hún sagði líkt og ég að það var pínu "pirr" en samt ekki pirr í þeim skilningi heldur nákvæmlega það að þetta var þekkingarleysi og kunnáttuleysi við notkun svona skipulags sem ógnaði okkur. 

En þegar svona er í gangi þá skiptir líka máli að fara eftir skipulaginu, ég var á fundi niðrí bæ í dag og allt í einu í miðju kafi þá fattaði ég að á skipulaginu var að ÉG átti að sækja Rebekku og ég sem var bara í rólegheitum niður í bæ og ætlaði að láta Elvar sækja hana.  En það var ekki hægt, skipulagið heima og í leikskólanum sýndi mynd af mér svo ég dreif mig út í bíl og brunaði í leikskólann.  Stelpan tók kát og hress á móti mér Wink reyndar eins og alltaf hehe.

Við hér hefðum aldrei trúað því hvað þetta skipulag á myndrænan hátt auðveldar Rebekku og það sem meira er að þetta auðveldar okkur mjög mikið þó svo að þetta krefjist mikilla vinnu og skipulags fram í tímann.

Rebekka er svo kát þessa daganna, svo yndisleg og samvinnuþýð.  Fáir árekstrar og þó svo að þeir verði þá hefur okkur tekist að vinna úr þeim fyrir "kast" svona að mestu Tounge

Jæja læt þetta duga í bil

kv Elísabet


Matarfíkn

Jæja

Eins og þið flest vitið sem þekkið mig eitthvað þá hef ég verið í megrun síðan ég eignaðist mitt fyrsta barn eða árið 1996.  Ég man ekki eftir mér öðruvísi þennan tíma en að vera í einhverju aðhaldstímabilum sem ég gefst svo upp á eftir nokkra mánuði og byrja að fitna aftur.  Eftir svo einhvern X tíma þá kem ég mér af stað og gengur vel í nokkrar vikur/mánuði og þá er gamanið búið aftur.  En þegar ég er í fitn tímabili þá er ég samt alltaf með þetta á heilanum og hugsa ekki um annað Crying

Ég hef því verið smá saman að gera mér grein fyrir alvarleika málsins og með hjálp snillings þá er ég loksins að opna augun fyrir því að ég er og mun alltaf vera matarfíkill!!! Ég hef ekki stjórn á mínum matarvenjum og hef ekki heldur stjórn á því hvenær ég borða og hvenær ég borða ekki.  Stundum borða ég ekkert!!!! og get gert það í marga daga og jafnvel vikur að borða fyrstu máltíðina kannski um kvöldmat og ekkert meira.  Svo aðra daga þá missi ég alla stjórn og get borðað endalaust!!!  ohhh þetta er barátta sem ég veit að er ekkert að hætta. 

Ég er búin að vera að taka sjálfa mig í gegn síðan 1. febrúar á þessu ári.  Það sem ég hef reynt að gera er að borða ekkert eftir kvöldmat og forðast nammi og kolvetni í mat eins og heitan eldinn :-)  eða svona næstum því.  Það hefur samt ekki verið neitt prógramm né aðhald annað en að ég skráði mig í 10kg áskorunar hóp á skrapplistanum.  Við vorum ansi margar sem byrjuðum og erum enn að en markmiðið var sem sagt að losna við 10kg fyrir 15. júlí!! og mér tókst það og ætla sko að halda áfram.

En núna er ég líka búin að taka ákvörðun um að mæta í GSA - ég er búin að sjá svo snilldar árangur hjá einum engli sem tengist okkur Rebekku og er eiginlega alveg sannfærð um að þessi leið hennti mér og já hana nú ég ÆTLA að mæta í næstu viku!!! er einhver memm?

Hér koma svo smá MONT myndir fyrir og eftir :-)  passið ykkur ekki að missa ekki andann þegar þið sjáið fyrri myndina OMG var ég orðin svona hræðilega SKELFILEG!!! úffffff

Fyrir

Eftir


Rebekka skvís

Bara að sýna ykkur myndir af nýjustu áráttunni :-)  mér finnst hún bara pínu krúttleg sko!!  En þannig er það nú að hún byrjaði á þessu um daginn, við fundum nokkrar snuddur í skúffu inní herberginu hennar Sólveigar, hún er sko alltaf að reyna að vera mamman hérna og taka snudduna af systir sinni :-)  Nema hvað þetta varð voða sport að sofa með snuddubox hjá sér fullt af snuddum og í framhaldi af því byrjaði hún að raða snuddunum á koddan sinn.  Ekkert merkilegt þannig og var ég ekkert farin að spá í þessu, nema á mánudaginn átti ég að vera mætt í vinnu klukkan 08.00 og því enginn tími til að dunda sér hér heima fyrir leikskóla.  Ég klæddi stelpurnar í föt og við fórum fram, Rebekka byrjaði með sinn mótþróa.  Hún vildi ekki þessar buxur heldur þessar, hún vildi sokkana hennar Dagnýjar og ekki þessa skó heldur stígvél o.s.frv. Bara eins og sumir dagar :-)

En ég gerði mér ekki grein fyrir því af hverju hún var með þennan mótþróa, reyndi að gera henni til geðs en ef ég gerði það þá bara breytti mín um skoðun svo það gagnaðist ekkert.  Allt í einu heyrði ég í miðjum grátkórnum hennar "laga duddu"  Ég svaraði henni að snuddurnar væru í rúminu þar sem þær eiga að vera og húnendurtók laga duddu svo ég fór með henni inní herbergi og þá fattaði ég hvað var að ergjahana.  Hún átti nefnilega eftir að raða snuddunum eða "laga duddu" eins og hún sagði.   Þegar hún var búin að raða snuddunum þá var hún fyrst tilbúin að fara með okkur á leikskólann :-) 

Þetta er sem sagt ferlið hennar á hverjum morgni hér heima núna, fyrst raða snuddunum áður en hægt er að fara að gera eitthvað annað eins og að tannbursta tennur, klæða sig í föt og greiða hár :-)

snuddu system 

Svo í kvöld þá fann hún aðra snuddu í skúffunni frammi svo það fór ósköp vel í hana að þurfa ekki að riðla röðinni á snuddunum og fór því bara að sofa með hana og leifði hinum að vera eins og hún skildi við þær fyrir klukkarn 08.00 í morgun

svefnengillinn minn

Já Rebekka veit sko hvað hún vill Wink

kv Elísabet


10 kg múrinn unninn :-)

og nýr tugur einnig :-)   jájá ég veit eiginlega ekki hvað er að gerast með mig ég er bara að léttast og léttast en hef ósköp lítið fyrir þessu.  Allir að spyrja mig hvernig ég fari eiginlega að þessu og ég hummm á ekki mörg svör!!!

Jújú ég er orðin mun meðvitaðri um þá staðreynd að ég er matarfíkill!!!  Brynjar nuddarinn minn hamrar þessu í mig í hvert einasta skipti sem ég fer til hans - orðið svolítið þreytt ég veit það en samt svo nauðsynlegt að fá skammirnar :-)  Því hann kemur mér alltaf af stað aftur.

Það sem ég hef messt passað mig á er að borða EKKERT eftir kvöldmat, ég reyni að sleppa alveg öllu narti á kvöldin og ef mig langar í eitthvað á milli mála þá er það ávextir eða grænmeti.  Ég er að reyna allt til þess að sleppa namminu alveg, það hefur gengið ágætlega en ég fær mér samt alltaf eitthvað smá inná milli.   Ég er svo einnig að reyna að forðast/borða minna af kolvetnum eins og brauði, hrísgrjón, pasta og allt það...

Núna er ég mikið að spá í að láta verða að því að fara á GSA fund, ég lofaði Brynjari að vera búin að mæta einnig á Alanon fund og byrjuð að skoða sporin þar svo ég verð bara í þessu enda þarf ég á því að halda hehe

Sólveig Birna hefur það mjög gott úti, ég er búin að vera að skrifa fréttir á heimasíðuna hennar og mun setja inn myndir um leið og þær koma á netið.

Annars allt þokkalegt að frétta hér, er búin að vera reyndar alveg fárveik síðan á mánkvöld og varla komist fram úr rúminu úffff og það sem meira er að ég er með svo mikla hálsbólgu að ég get ekki borðað neitt né drukkið að ráði og er því líkaminn kominn í svelt og það er ekki það sem ég vil.  Bað Elvar að kaupa fyrir mig skyrdrykki og eitthvað fljótandi en svo hef ég bara enga lyst.  Hér var pönntuð pizza og brauðstangir og ég smakkaði það ekki einu sinni.  Enda sýndi vigtin rúm 2 kíló minna en á mánudaginn - sem kemur alveg pottþétt á mig aftur reyndar, ef ekki þá er ég orðin 12 kíló léttari :-)

Knús og kram

Elísabet


Íslensku krakkarnir komnir á leiðarenda

Sæl verið þið

Jæja núna er elsku skvísan mín komin á leiðarenda og allt gekk svo rosalega vel. Íslenski hópurinn lenti í Filipseyjum í fyrrinótt og komu niður til Bacalod í gærmorgun. Þar tók við þeim Filipeysk fjölskylda sem var að mér skilst mjög rík og með þjónustufólk í öllum hlutverkum hehe. Skemmtileg upplifun fyrir krakkanna að sja þjóna að störfum inná "venjulegu" heimili. En það fór sem sagt mjög vel um þau þar og krakkarnir mættu kát og hress í Sumarbúðirnar í dag. Halldóra sendi mér sms og sagði mér að Sólveig væri öll að koma til og öll útbrot að dofna svo mömmunni líður nú betur að vita það :-)

Er að vinna í að uppfæra heimasíðu Sólveigar, líka að gera nýjan bakgrunn haha þar sem skvísan er nú búin að suða um það í ansi langan tíma en ég hef ekki komist í það.

Kveðja frá mér og Heimsflakkaranum :-)


Sólveig farin út á vit ævintýranna

Jæja þið verðið að afsaka en ég hef bara ekki haft tíma til að setja inn fréttir.  Á þriðjudagsmorgun lagði skvísan af stað til Amsterdam.  Það gistu þau á hóteli og skoðuðu sig um og keyptu eitthvað af minjagripum.  Æfðu sig líka fyrir þjóðarkvöldið, en þá ætla þau að fræða krakkanna um íslensku jólasveinanna og að sjálfsögðu fer öll þessi fræðsla fram á ensku :-)  Skvísan mín var nú svolítið stressuð að þurfa að læra allt um íslensku jólasveinanna á ENSKU en ég veit að hún fer létt með þetta eins og allt sem hún tekur sér fyrir hendur.

Flugvélin sem þau áttu að fara með frá Amsterdam til Manilla bilaði í gær og fór því önnur vél, en sú vél var ekki nógu stór þannig að þau urðu eftir í Amsterdam og fengu lúxus hótel, mat, afþreyingapening og frábæra þjónustu í gær.  Var svo að heyra frá Halldóru farastjóra og eru þær að ganga núna um borð og leggja af stað til Manilla og þaðan er tengiflug til Bacalo humm man ekki hvernig þetta er skrifað haha.

Ég mun halda heimasíðu Sólveigar svolítið uppi og setja þar inn fréttir og myndir, einnig eitthvað hér.  En þið sem viljið fylgjast með endilega sendið mér bara meil til að fá aðgangsorðið :-)

kv Elísabet


úfff sorglegt

þessi frétt hreyfði meira við mér en þegar ég hef lesið svona fréttir áður.  Ekki það að allar svona hörmungafréttir snerti við manni heldur er dóttir mín yndislegust á leið til Filipseyjar eftir rúmlega sólarhring, reyndar með viðkomu í Amsterdam í sólarhring.  En OMG mér er ekki alveg sama og ætla nú að kanna aðstæður og allt það á morgun.  Geri nú ráð fyrir því að starfsmenn CISV á Íslandi geri það nú líka.  En hvar get ég nú fengið upplýsingar?? úfff smá stress í gangi, sendi nú ekki barnið mitt út ef einhver hætta er á ferðum og áframandi fellilbylur :-(
mbl.is Einungis fjórir fundir á lífi eftir ferjuslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Súpermamma

Súpermamma er heiti á þessu bloggi, það er nú smá saga á bak við þetta nafn, málið er að kærasti vinkonu minnar fékk hálfgert áfall þegar hann frétti að ég hafi eignast tvær dætur með 11 mánaða millibili og ég aðeins 20 ára :-)  Hann hefur síðan þá kallaði mig súpermömmu haha 

Svo er þetta nú frekar skondið því þegar ég stofnaði þetta blogg langaði mig ekki að nota nafn mitt, ég var bara ekki búin að ákveða hvort ég ætlaði að koma undir nafni eða ekki.  Æiiii svo fannst mér það bara asnalegt að vera ekki undir nafni svo ég setti lágmarks upplýsingar inn :-) 

En undanfarið eða já ansi oft hef ég fengið frekar fyndin komment í samskiptum við aðra því oft er því skotið inní að ég standi alveg undir nafni bloggsins s.s. SÚPERMAMMA :-)  Hvað fellst í því að vera súpermamma??  'Eg er aðeins búin að vera að spá í þessu, ég er sko ekki fullkomin og langt í frá. 

En ég er RÍK!  Ég á þrjár yndislegar dætur sem ég geri allt sem ég mögulega get til að reynast vel, er alltaf til staðar fyrir þær og reyni að veita þeim alla þá ást, umhyggju, athygli og frelsi sem börn þurfa á að halda.  Allt þetta hefur að sjálfsögðu vissan tilgang, jú að byggja þær sem best upp til þess að takast á við lífið með öllum þeim rússibönum, freystingum og álagi sem lífið hefur uppá að bjóða og ekki gleyma öllum þeim gleðistundum og jákvæðu hlutum einnig.  Stelpurnar mínar hafa því miður þurft að ganga í gegnum meira en mörg börn, eftir stöndum við nánari, sterkari og sjálfstæðari.  Þær eru ábyrgðarfullar og leggja sitt að mörkum til að styðja mömmu sína.  Ég á líka eina yndislega fósturdóttur sem ég hef reynst vel, ég tók strax ákvörðun um að hún yrði líka mín dóttir og ég myndi reynast henni vel líkt og mínum dætrum, henni þarfnaðist líka móðurímynd og stuðning frá móður.  Allt þetta hef ég lagt mig fram í að gera eins vel og ég mögulega get.  Við erum rosalega nánar og urðu strax mjög sterk tengsl á milli okkar.  Dætur mínar fjórar eru allar orkugjafi minn, án þeirra væri lífið ekki eins.

Súpermamma - er það kannski að hafa alltaf nóg að gera og takast á við þau verkefni sem koma á degi hverjum og leysa þau eins vel og maður getur?  EÐA Hvað er SÚPERMAMMA???

Jájá og kommentið nú elsku vinir hehehe

 kveðja Elísabet


Útskrift og afmæli

Já ég var alltaf að metast við vinkonurnar mínar hér í denn hvaða dagur árssins væri bestur og auðvitað er það 14. júní.   Það má með sanni segja að dagurinn í gær var einn sá besti í mínu lífi, yndislegur og skemmtilegur.

Hér voru tvær veislur, önnur um daginn þar sem dætur mínar fjórar tóku fullan þátt í.  Þær lásu til mín ljóð og ég get sko sagt ykkur að hér streymdu niður gleðitár, ég er svo rík, heppin og hamingjusöm að eiga það sem ég á í dag Wink Hin veislan var um kvöldið og hélt elskulegi Elvar minn upp fjörinu langt fram eftir nóttu :-)

Ljóð til mömmu.

Við allar fjórar lesum hér,
fyrir hópi gesta,
kvæði samið handa þér
elsku mamma besta.

Mamma hefur ljúfa sál,
og faðminn hlýja, breiða.
Hugrökk, dugleg, sterk sem stál,
hún huggar okkar leiða.

Að fá frá henni falleg hrós
vermir okkar hjörtu.
Færum henni þessa rós
og brosin okkar björtu.

Mamma okkar getur flest,
og taka má við hóli.
kann að elska allra best,
það kennir enginn skóli.

Eitt þú mamma muna mátt,
hratt þó árin líði.
Alltaf okkur fjórar átt,
í blíðu sem í stríði.

Í lífinu sínu raun og þraut,
allir fá að kynnast.
Mamma brýr að baki braut,
nú skildi námið vinnast!

Allir vita hvernig gekk
og nú við fögnum saman.
Því gráðuna hún mamma fékk,
nú skal vera gaman!

Ég er svo rík :-)  læt þetta duga í bili

Kveðja Elísabet


Frábært

Þetta er ekkert smá mikið magn og er ég ótrúlega þakklát starfi tollgæslunnar að hafa fundið þetta, það er þá c.a. 100kg minna magn af hassi á markaðnum......... Þetta er nefnilega það efni sem ungmennin okkar prófa yfirleitt á eftir áfenginu og fara svo fljótt í önnur efni.

Það væri bara snilld ef til væri einföld lausn á að stoppa allar sendingar til landsins.  En það er nú ansi erfitt og lausnin því ekki til.  Enda svo óteljandi leiðir sem eru notaðar og landið okkar góða opið í alla enda. 

Tollgæslan og lögregla eiga hrós skilið og þakka ég fyrir í hvert skipti sem þeir finna vímuefni.

Nú man ég bara ekki eftir að svona mikið magn af Hassi hafi verið gert upptæk, hefur það gerst áður?


mbl.is Mikið magn fíkniefna í Norrænu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

4 dagar í útskrift

jájá þetta er bara að gerast!!  Ég samt svo róleg eitthvað, held barasta að ég sé engan vegin að trúa þessu híhí..  ætla að vera með veislu á laugardaginn og sko partý um kvöldið.  Elvar situr hér heilu og hálfu daganna að spila og semja svo það verður vonandi stemning Tounge

14 dagar þangað til Sólveig Birna flýgur á vit ævintýranna, eða næstum hálfan hnöttinn til Filipseyjar.  Mikill undirbúningur í gangi og ég viðurkenni það alveg að þar er líka svolítil rölegheit, kannski smá kæruleysi þar sem ég gerði þetta allt í fyrra áður en Harpa Katrín fór til Mississippi. En eftir útskrift höfum við rúmlega viku til stefnu svo það verður púl vinna uppá hvern einasta dag að búa til bæklinginn, versla það sem þarf að versla, merkja fötin, bólusetning, heilsufarsvottorð og jájá allt er sko 100% Ég skrifaði meira að segja undir plagg um að dóttir mín mætti fara í sundlaug Wink

Harpa Katrín ætlar að skella sér á ævintýranámskeið og reiðnámskeið í sumar, þess á milli ætlar hún eða réttara sagt Á HÚN að vera í smá vinnu hjá mömmu sinni. 

Dagný unir sér vel í leikskólanum, styttist í að hún hætti þar og setjist á skólabekk en ég held að við séum bara ekki alveg tilbúin í það híhí eða réttara sagt pabbinn vill halda í litla barnið sitt aðeins lengur haha.  Skvísan þroskast ótrúlega hratt þessa daganna, er búin að kenna henni fullt af stöfum og ætlum við að reyna að klára þá alla fyrir skólabyrjun, áhuginn er allur að koma svo það er um að gera að grípa þá tækifærið.

Rebekka er að fara yfir á stóru deildina, mamman aðeins með kvíðahnút yfir því, en þetta gengur allt yfir við vitum það.  Breytingar fara bara ekki vel í mína og verður því að fara varlega í þessar breytingar allar.

Jæja búin að fá smá munnræpu svo ég ætla að koma mér í eldhúsið og taka það aðeins í gegn, stefnan er tekin á skápa, bakaraofn, örbylgjuofn, ruslaskáp, sökkul og gólf fékk að sofa fram að hádegi í dag svo dagurinn er bara rétt að byrja hér :-)

kv Elísabet


Meira nám eða ekki?

ohhhh ég er alveg þvílíkt áttavilt :-(  Veit ekkert hvað ég á að gera!!!

Er mjög spennt fyrir nýja náminu sem HÍ er að bjóða uppá í Barnavernd og er búin að fara marga hringi með þá hugsun.  Á ég að sækja um eða ekki?  Ég sem ætlaði mér að taka 1 árs pásu hummmm

Umsóknafresturinn rennur út 5. júní svo ég hef viku til stefnu hugshugs :-)

Annars allt gott að frétta hérna, Elsta og yngsta að fara norður til pabba síns í dag, reikna ég með.  Dagný er með pabba sínum fyrir norðan og fer til mömmu sinnar á laugardaginn. Sólveig er að fara í CISV míni camp á föst-laug og húsmóðirin er að fara í SUMARBÚSTAÐ!!!! og ætlar sko að liggja í leti ALLA HELGINA með góðum skólafélögum :-) Þetta verður fáment en góðment :-)

kveðja Elísabet


Útskrift 14. júní

Wink  Útskrftin er sem sagt orðin staðfest.  Ég mun útskrifast með B.A í  Tómstunda- og félagsmálafræði við KHI í Laugardagshöll klukkan 11.00 laugardaginn 14. júní - á sjálfan afmælisaginn minn Smile

Búin að fá út úr lokaritgerðinni og fékk 8.5 og svo fékk ég 9.0 í hinum áfanganum, bara stolltust hérna hehe

Svo takið daginn frá, hér verður partý Wizard

Annars bara allt gott að frétta, mikið að gera alla daga eins og alltaf, þó svo að það sé engin lærdómur Tounge

kveðja Elísabet


Smá föndursýning

Jæja kláraði eina síðu í kvöld sem ég byrjaði á í vikunni.  Svolítið tilfinningaþrungin og skrifaði ég bæði á síðuna og einnig verður texti falinn fyrir hana þegar hún hefur nógu mikinn þroska til að skilja innihald textans.

ég elska þig

Textinn kemur svo hér - svolítið sundurtættur en ég er búin að fjarlæga það sem er ekki viðeigandi að birtist hér:

Elsku kraftaverkabarnið mitt, þú fæddist eftir langa bið svo falleg, yndisleg og fullkomin. Ég fann strax að þú varst einstök, vildir hafa hlutina öðruvísi en systur þínar. Þú varst svo fullkomin og þess vegna efaðist ég oft og geri það reyndar stundum enn. Þú ert augasteinn minn, svo tengd mér, tengdari en öllum öðrum og þannig verður það alltaf - þú og ég.
Þú ert svo dugleg og þess vegna gerast kraftaverk, hver sigur hjá þér gefur mér svo ótrúlega mikið, engin orð lýsa þeim tilfinningum þegar þér gengur vel. Foreldrar einstakra barna vita bara hvernig tilfinning þetta er – hver þroski er ekki sjálfsagður. En með minni hjálp og annarra sem sinna þér þá verður þú flottust, ég veit það!
Þú hefur kennt mér svo margt, bara það að lifa við óvissuna um framtíðina, öll biðin eftir niðurstöðum og það mikilvægasta er þolinmæði, það hvað eitt bros getur gefið mikið, sumum finnst það sjálfsagt að sjá barnið sitt brosa, það geri ég ekki. Það geta fáir sett sig í spor mín, ég hef staðið ein með þér xxx, ég mun alltaf standa með þér, þínum þörfum og þá þjónustu og umönnun sem þú þarfnast umfram heilbrigða. xxx þá verð ég að vera sterkari fyrir þig og nýta þann tíma sem við eigum saman eins vel og ég mögulega get. Mín heitasta ósk er að xxxx, bara fyrir ÞIG, ég mun alltaf bíða eftir því. Kannski gerist það á morgun kannski aldrei?
Í kvöld lá ég uppí rúmi með þér að segja þér sögu, allt í einu í miðri sögunni sagðir þú með þinni háværu og skæru rödd „mamma ég elska þig SVO MIKIГ settir svo hendur þínar um háls mér og knúsaðir fast - ÉG ELSKA ÞIG SVO HEITT
Þín mamma


föndurandinn kom :-)

Jájá andinn kom og framkvæmdargleðin einnig :-)

Er í vinnunni og til þess að ég sofni ekki bara hérna sitjandi/standandi þá er mín á fullu, laga til hér og þar, skipuleggja hér og þar, þrífa hér og þar, þvo þvott og þurrka líka!!!

Inná milli sest ég niður og mála myndir og föndra kort, reyndi að skrappa eina síðu en æiii sá andi var ekki, en ég er búin að afreka nokkur kort eða humm 5 kort í næturvaktinni í gær og það sem af er þessari :-)

Annars allt gott að frétta, ég er að stefna á Eurobandið á laugardaginn, afmælisveisla fyrir ballið svo það verður örugglega stuð. Elskuleg mamma mín sem er búin að vera hjá mér í viku ætlar meira að segja að vera lengur svo ég komist nú örugglega út með stelpunum hehe ætla að skella mér í búðarráp og kaupa mér föt, ég meina var að fara í gegnum fataskápinn og ég er bara FATALAUS, en skápurinn fullur af fötum á Elvar hef aldrei á minni æfi kynnst karlmanni sem á svona mikið af fötum, hann gæti auðveldlega farið í 1-2 efriparta á dag í 2 mánuði en aldrei farið í sama - já þar hafið þið það :-)

Ætla að halda áfram hér, þvotturinn bíður og föndrið líka :-)

kveðja Elísabet


Föndurandinn að koma

Eftir langa fæðingu þá held ég að andinn sé kominn, er búin að langa að föndra svo rosalega lengi. Auðvitað langar manni að föndra þegar það er ekki hægt hehe svo ég ætlaði nú laglega að hella mér í föndrið þegar ég væri búin með skólann. En neibb enginn andi.

Er svo að vinna núna mína fyrstu næturvakt svo að ég tók náttúrulega föndrið með, og sit hér og er að reyna að mála myndir. úfff hvernig geta þessar skrappsystur mínar gert þetta svona vel? af hverju get ég það ekki líka??? hehe jájá kannski er þetta bara æfingin skapar meistarann!!

Annars allt gott að frétta, er að fara í liðaskanna á morgun, pínu kvíðin fyrir þessu en held samt að þetta sé ekkert svo mikið mál.

Lítið líf hérna hvar eru þið? komment takk :-)

kveðja Elísabet


Sef hjá afa :-)

Jájá mín er bara farin að sofa hjá afa haha eða svona næstum því :-)  Emma Lovísa stóra systir Dagnýjar eignaðist litla prinsessu í gærkveldi, alveg gullfalleg og flott skvísa :-)

híhí ég var hugsað til símtalsins þegar Emma hringdi í mín til að segja okkur fréttirnar fyrir rúmlega 7 mánuðum síðan, Elvar var ekki heima og ég heyrði að hún vildi segja okkur eitthvað (Mamma hennar var reyndar búin að segja mér fréttirnar) en svo sagði hún "ég ætlaði bara að segja Elvari að hann væri eiginlega að verða afi"  fannst þetta bara krúttlegt hjá skvísunni.  Elvar reyndist henni að ég held bara vel þessi ár sem mamma hennar og hann bjuggu saman.  Við fengum að fylgjast með ferlinu og erum bara voða spennt að sjá skvísuna, eða alla veganna ég hehe :-)  Sáum myndir á netinu og OMG hvað hún er lítil rétt tæpar 10 merkur, enda fædd 3 vikum fyrir settan dag.

Annars allt gott að frétta hérna, er á fullu í framkvæmdum hérna á heimilinu og gengur það bara ágætlega.

Þarf að fara í einhvern liðaskanna á fimmtudaginn, fæ sprautu með einhverju geislavirku efni klukkan 9 og fer svo í skannan 2 tímum seinna.  vona að það komi allt gott úr, en verkirnir í skrokknum eru að drepa mig þessa daganna og hef ég sjaldan verið svona slæm :-(

kveðja ELísabet


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband