Leita í fréttum mbl.is

Skrítnir dagar

ææii já þetta eru frekar skrítnir dagar og líður mér frekar asnalega :-( 

Dagurinn í gær var erfiður, það var teymisfundur hjá Rebekku og ýmislegt sem kom þar fram sem hræðir mig Crying ekki það að ég hef verið svakalega rosalega heppin með mína dömu og þeim ótrúlegu kraftaverku framförum hennar, þá verð ég því miður að opna augun fyrir því að í fyrsta skipti er hún farin að missa niður fyrri færni, færni sem hún var súperklár og ofurdugleg við Crying

Hér fyrir ári síðan þá var Rebekka púsl sjúk, hún púslaði allan daginn og var það hennar skemmtilegasti leikur, rétt fyrir jólin náði hún að púsla 99 kubba púsl, fékk reyndar aðstoð þá hjá okkur við að taka ramman frá og púsla hann fyrst en að öðru leiti púslaði hún sjálf, 60-80 kubba púsl voru þau púsl sem hún púslaði vanalega og var mjög snögg að því.  Í febrúar/mars var leikur Rebekku eingöngu farinn að snúast um púsl, ég ákvað því að taka öll púsl á heimilinu og setja uppí skáp.  Hún hefur jú haft púsl í leikskólanum en smá saman hætti hun að sækja í þau og er núna dúkkuleikjasjúk.  Núna hálfu ári seinna kann hún ekki að púsla, hún náði að púsla 12 kubba púsl með aðstoð :-(  hún horfir á púslin eins og hún bara hafi aldrei séð þetta áður. Crying  Þetta var sjokk fyrir mig, en eitthvað sem ég kannski vissi innst inni en vildi ekki sjá.

Ég veit að ég á ekki að mála skrattann á vegginn og halda að þetta sé komið til að vera, núna fer bara mín prinsessa í púslþjálfun hérna heima, en þetta segir mér bara það að öll þau kennsla og aðhalda sem hún fær hér heima virkar en þetta segir mér líka það að til þess að hún missir ekki niður fyrri færnir þarf að halda öllu við, það má ekki taka neitt úr í langan tíma nema að halda því við markvisst, sem við höfum reyndar gert en púslið gleymdist og það kvarflaði bara ekki að mér að forma/reglu/rökhugsunar prinsessan mín myndi tapa þessu :-(

Ég talaði einnig við gigtarsérfræðinginn minn og sagðist hún ekki geta gert neitt fyrir mig til að lina mér sársaukann, næsta skref er morfínverkjalyf og það harðneita ég :-(  Hún ráðlagði mér reyndar að fara til bæklunarlæknis til að skoða hnén mín, sem eru sérstaklega að pirra mig ofaná alla bak og stoðkerfisverki. 

Já eins og þið sjáið er ég í vonleysisgírnum núna og það er vont, óþægilegt og erfitt.  Ætla að reyna að koma mér í jákvæða partinn í lífinu í dag og setja þessar neikvæðu hugsanir á HOLD.... spurning hvernig það gengur?

kveðja Elísabet


Verkir!!

Úffff ég er í klessu, bakið gjörsamlega gargar á mig, axlirnar líka og hausinn eftir því Crying  Er að fara í langþráðan nudd tíma á morgun og vona svo innilega að ég verði eitthvað betri eftir hann.

Annars gerði ég TOSSALISTA fyrir mig haha svo margt sem ég þarf að gera og hefur verið trassað í allt sumar þar á meðal að hemsækja ykkur Gulla mín :-)  Vonandi fer ég að gefa mér tíma í það núna þegar ég er búin að rita það niður á forgangslistann :-)

Annars er þessi listi heil 60 atriði hahaha mis stór og mistímafrek, en jafnframt atriði sem ég vil klára og gera sem fyrst.

svo jæja ætli það sé ekki best að fara að byrja, svo ég geti farið að stroka út af listanum góða :-)

kveðja Elísabet


barnlaus helgi

ótrúlegt en satt þá áttum við barnlausa helgi!! En hvað gerum við, VINNUM!!!  Elvar kom reyndar heim í gærmorgun og áttum við góðan dag, fórum í Íkea og eyddum þar einhverjum peningum sem eru ekki til úffff seinna tíma vandamál :-)  fórum svo í brúðkaup, alltaf svo yndislegt í brúðkaupum.

Erum svo búin að vera á fullu hérna í dag, herbergi litlu prinsessanna að verða tilbúið og þá er að ráðast í föndur/bóka og vinnuherbergið úffff það er sko vinna!!

Erum búin að sofa 4 nætur í nýju rúmi og er ég ekki að venjast því ;-(  Bakið á mér í klessu og axlirnar líka ohhhhh vonandi fer ég að venjast rúminu, ömurlegt að vera í klessu alla daga, ekki það að ég er nú því miður aldrei verkjalaus en næ ný yfirleitt að þrauka dagana áfram en geri það nú ekki lengi svona :-(

Börnin komin til baka og öll sofnuð enda skóli og leikskóli á morgun, brjáluð dagsskrá hjá mér líka

góða nótt


bloggleti

Æiii já hef ekki nennt að blogga, en ákvað að gera það núna svo þið hættið nú ekki alveg að lesa bullið frá mér.....

Nú jæja skvísan mín yngsta fór aftur á Slysó og átti að fá svaka flýtimeðferð þar, en það tók samt rúma 3 tíma fyrir þá sérfræðinga þar að ákveða hvað skyldi gera, niðurstaðan eftir miklar vangaveltur urðu svo þær að hún var send heim með það að þetta ætti að réttast og gróa eðlilega - vonandi að þeir hafi rétt fyrir sér þar!!!   Þeir hættu sem sagt við að rétta brotið af og gifsa aftur.

Skvísurnar ALLAR á Sauðárkróki, þrjár hjá pabba sínum og ein hjá mömmu og pabba.  Þau voru svo yndisleg að leifa henni að koma til sín svo ég á bara hérna barnlausa helgi sem hefur ekki gerst síðan ég veit bara ekki hvenær!!!

Nú hvað gerir maður á barnlausri helgi, jú VINNA!!!  fór reyndar með góðum hópi kvenna á Ítalíu í gærkveldi og borðaði þar góðan mat ásamt góðum drykk líka :-)  Vorum að kveðja Rósu vinkonu, sem er að flytja með fjölskyldu sína yfir hálfan hnöttinn... Elsku Rósa ykkar verður sko saknað, en ég lofa að kíkja í heimsókn til þín :-)

Það eru ennþá framkvæmdir hérna, stefnan er að verða búin að MESTU 13. september en þa ætlum við að halda uppá afmælið hennar Dagnýjar svo takið daginn frá eða skipuleggið suðurferð þessa helgi :-)

Brúðkaup á morgun, hlakka til alltaf svo yndislegt að fara í brúðkaup :-)

kveðja Elísabet


hvað skal gera!!

Jæja maður er bara í vinnunni og verð þar fram til morguns, s.s. ansi löng vinnutörn eða rétt tæpur sólarhringur :-) Fékk sent til mín föndur, magic og NAMMI!!!! jájá ég viðurkenni það bara er enn í sukkinu og næ mér ekki uppúr því :-(

Læknirinn á Slysó hringdi í mig seint í gærkveldi, þá hafði bæklunarlæknirinn loksins komist í að skoða myndina af hendinni hennar Rebekku og vildi gefa grænt ljós á hana. Hann segir að þessi einstaklingur muni jafna sig á þessu broti og beinið muni réttast með tímanum!!!! En ef hún kvartar og er með verki eftir 3-4 daga þá á ég að fara með hana til barnabæklunarsérfræðings!!!!

ENNNNNN þá kemur vandamálið, barnið mitt er ekki eins og mörg önnur börn að finna til, hún fann ansi lítið til þó svo að hún hafi brotnað, kvartaði ekki notaði meira að segja hendina eitthvað. Ef maður stríkur fingri við vaxtabeinið finnur maður kúluna, beigjuna á beininu þar sem hún brotnaði, en þó svo að maður komi við þetta þá er stelpan ekki einu sinni að kveinka sér! Konurnar á leikskólanum skoðuðu þetta og eru mjög undrandi að ekkert hafi gert og í rauninni er hún enn brotin, þ.e.a.s. beinið er ekki eins og það á að vera!!!

Ég er svo búin að ræða þetta við fleiri aðila sem þekkja til skvísunnar minnar og ráðleggja allir mér að setja mig í samband við bæklunarsérfræðing og fá einnig myndina af hendinni svo það sé hægt að meta þetta hjá fleirum sérfræðingum því jú aðalmálið er að ég get ekki treyst á það að Rebekka finni til eða segji mér frá því ef hún finnur til.

Svo ég ætla að athuga hvort ég geti fengið tíma í næstu viku, vonandi bara sem fyrst, er mjög smeik við að hafa hana án allra umbúða með kúlu á beininu og brotið ekki "gott"

Eins og læknirinn sjálfur sagði við mig, þá fannst henni brotið ekki líta vel út og hélt að það þyrfti að rétta brotið af og gifsa aftur. Þetta er vaxtabeinið að ég held svo að það er ekki heldur gott ef það grær ekki rétt saman :-(

Ætla að fara að vinna og svo að föndra
knús og kram elísabet


Er á lífi

Er á lífi ennþá alla veganna, ekki að standa mig og því í tómu tjóni Angry  Mikið að gera hjá mér og börnin í endalausu læknisstandi.

Var að vinna í dag og fór Elvar því með Hörpu Katrínu til Einars Ólafs og kom hún ekki vel út úr heyrnarmælingu :-(  Hún fékk stera og á að sjá hvort vökvinn fari ekki bara og þá í heyrnarmælingu aftur, hún er eiginlega alltaf með eitthvað eyrnarvesen og hefur verið það frá fæðingu :-(  Vonandi fær hún fulla heyrn aftur, en fékk skilaboð um að sitja fremst í skólastofunni svo hún myndi ná því sem kennarinn sagði.

Sólveig fór svo til tannsa, greyið litla var komin með skemmda tönn, ætla að panta tíma hjá Úlfi eða Lúther til að athuga með bakflæðið því það er einhver ástæða fyrir þessum skemmdum, skvísan er hérna með tannburstann og tannþráðinn ótrúlega dugleg.  En hún er náttúrulega með bakflæði og kemur oft fram á nóttunni til að fá sér eitthvað að drekka eða borða og oft verður það allra óhollusta sem til er :-(

Elvar fór svo með Rebekku á Slysó til að athuga með brotið og þegar ég kom þangað klukkan 16.30 voru þau búin að vera þar í rúman klukkutíma, búin að hitta lækni, taka gifsið og aðra mynd.  Biðin var mjög mikil enda mikið að gera þar.  Þegar myndin kom var læknirinn ekki sáttur við myndina, beinið er bogið enn, og þegar maður þreifar þá finnur maður alveg kúluna :-(  Það þurfti því að kalla niður Bæklunarlæknisérfræðing til að skoða skvísuna og myndina.  Þetta tók allt óhemjutíma og þegar klukkan var orðin 19.00 gáfumst við upp.  Skvísan var orðin útúrtjúnuð á öllu þessu áreiti, miklu bið og orðin svöng.  Við vorum samt búin að undirbúa hana mjög vel undir þetta, myndir af læknum og gifsinu og því var hún jafn yndisleg og raun bar, hún var ótrúlega góð, í góðu jafnvægi og sátt við lífið, en það kom bara að því að skvísan fékk nóg.....

Það voru það margir á Slysó að hvorki börn né foreldrar komust öll inní barnaherbergið, svo við skiptumst á að leifa fullorðnu og börnum að sitja og fórum fram á gang inná milli, á þessum tímapunkti tók Rebekka rás út um leið og hurðin opnaðist, ég á eftir og hún beint út á götu, hún ætlaði sko í SUND og ekki inn aftur!!!! ég tók hana því í fangið og reyndi að útskýra fyrir henni að inn þurfi hún að fara, það endaði því með´því að ég fór með hana grátandi inn og talaði við næsta lækni, spurði hann hvort ég mætti fara með hana heim, hún þyrfti að komast út og það myndi hvort sem er aldrei ganga að láta lækni skoða hana í þessu ástandi.  Læknirinn varð nú hálf hissa á þessum yfirlýsingum mínum en sagði að Bæklunarlæknarnir væru í aðgerðum og því skyldi hún okkur vel og hringdi bara í símann minn, til þess að við hefðum símanna hjá hvorri annarri og hún ætlar svo að hringja í mig um leið og sérfræðingarnir eru búnir að skoða myndina.  Hún sagði að það myndi hvort sem er lítið vera gert fyrir hana í kvöld.  Við fórum því þreytt heim klukkan að ganga 20.00 og Elvar búinn að vera í læknastússi með börnin síðan klukkan 09.30 og ég reyndar bara frá vinnulokum :-)

En málið er s.s. það að beinið er ekki beint og þarf þá líklega að rétta þetta allt af, reyndar voru læknar ekki alveg sammála hvernig eigi að fara að þessu en við sjáum til hvað þeir segja :-)

Annars er ég hér bara drulluþreytt eftir erfiðan dag og ætla að koma mér í háttinn snemma!!! svona til tilbreytinga :-)

kv Elísabet

 


SYKURFÍKILS FALL

Sickohhh já pirringurinn átti meiri skýringar en út af utanaðkomandi áreiti, júúú sykurfall í þeim skilningin að ég er fallinnn í sykurát á kvöldin Crying  ég hef staðið mig mjög vel í marga mánuði og sleppt öllu áti eftir kvöldmat og salgæti/sykur/ís/snak vk/ostasósa og aðrar freystingar algjörlega verið í lágmarki og ég hef ráðið við það. 

Ennnn eins og ég hef sagt áður þá þekki ég mig það vel að ég VISSSI að ég myndi ekki halda þetta út, ég vissi að það kæmi að þessum tímapunkti að ég myndi missa tökin á þessu.  ogggg það gerðist. 

Byrjaði hægt, fór að senda stelpurnar út í búð til að kaupa ís í vélinni og smá heita karmellusósu með...... svo næstu kvöld bættust við ísinn bland í poka fyrir 50kr svo 100kr svo 300kr og þaðan uppí 500kr jájá ég sprakk svo algjörlega í gær, fór í krónuna svöng og hvað verslaði ég??????

2 natchos
1 ostasósa
1 pakka hraunbita
1 pakka lakkrísdraumabita
1 Haribo stór snuðpoki
1 1/2 kg appollolakkríspoka
2 lítra kók
2 litra pepsímax (sko bara til að sefja samviskuna haha)

og það sem meira er og haldið ykkur nú FAST  ég keypti 2 kg af BLAND Í POKA í nammibarnum í Krónunni, hálf fullur svona glær plastpoki sem er notaður undir grænmetið takið eftir!!!!!

Þetta fór ég með allt til vinkonu minnar og sátum við þrjár á BEIT í allan gærdag, héldum svo áfram hér í gærkveldi og þá að föndra líka.   Ennnn var full skál eftir af nammi, enda ekkert lítið sem var keypt og hvað haldið þið, búin að liggja í þessu hér í allan dag Sick ég hef ekki borðað svona nammi í marga mánuði, en þar á undan var þetta ekkert annað en daglegt brauð Angry

ætla að byrja í fráhaldi á morgun, setja mig í samband við sponsorinn minn en því miður kemst ég ekki á fund í næstu viku Crying fundur með Óskasteinunum á mán, vinna á þri og fim kvöld.   En ég ætla samt að byrja, verð bara með fráhaldsskvísurnar á línunni hehe

Svo jæja ætli þetta ´hafi ekki verið eins og hjá hinum fíklunum fall í ræsið til að vakna aftur :-) vona það alla veganna

kveðja Elísabet


pirringur

Ég er búin að vera pirruð í dag Angry ææiii þoli ekki svona daga sem ég virðist vera einstaklega dugleg að láta allt og ekkert angra mig. Ég var farin að hlakka til að mæta á fund í kvöld, búin að tikynna karlinum að ég ætlaði út og allt.........

En tímasetningin 21.00 var svo föst í mér að ég var bara ekkert stressuð, baðaði Rebekku sem var orðin ansi skítug greyið, hún var plöstuð uppá öxl og teypuð niður einnig en samt blotnaði smá, en ekkert alvarlega samt.  Já skvísurnar mínar komu allar suður í gær, fyrr en áætlað var en alltaf gott þegar fjölskyldan sameinast aftur.  Því er ég með bullandi samviskubit að hafa ekki verið betur upplögð í dag, en það er jú ansi margt sem spilar inní, hef nú samt ekki látið þetta bitna á krílunum mínum en karlinn fengið að finna aðeins fyrir þessu, úpsss hann sem á það sýðst skilið Crying

Þegar ég áttaði mig svo hvað klukkan var orðin margt þá ákvað ég nú að kíkja á fundartímann svona til öryggis, þá sá ég að fundurinn byrjaði klukkan 20.00 ohhhh þetta var nú ekki til að bæta ástandið á mér Angry

Það var því enginn fundur í kvöld og fór karlinn bara  að sóla sig, held að ég fari bara út og hlaupi einn hring í kringum Seljahverfið og fái útrás þar hehe eða kannski bara að taka upp föndrið og ná mér aðeins niður, reyndar varla hægt þar sem allt er í drasli hérna og ég veit ekkert hvað ég á að gera við hlutina svona á meðan á breytingunum stendur.

Herbergið hennar Hörpu svona næstum því klárt, bara eftir að fara í gegnum svolítið af drasli og þrífa rúmið sjálft.  Leigði djúphreynsivél og þreif allar dýnur og gólfmottur hér í dag og ojjjjjjj drullan Sick

Æiii já já bara smá púst hér, ekki auðvelt að vera í þessum umskiptum hérna með allar skvísurnar heima, en það er nú ekkert val með það, enda eru þær alltaf yndislegastar og bestar þessar elskur.

Rebekka mætti bara galvösk í leikskólann í dag, búin að vera svaka hress og fer því bara aftur í leikskólann á morgun.

Læt þetta duga í bili frá pirringssúpermömmunni


Eric Clapton í kvöld

og hlakkar mig svo mikið til :-)   Hann var fyrsti erlendi tónlistarmaðurinn sem ég fjárfesti CD :-)  Minnir að ég hafi verið þá um 12-13 ára  og CD græjur bara frekar nýtilkomnar úpppsss hvað maður er orðinn GAMALL!!!!

Annars er ég eiginlega komin með UPP Í KOK af þessum framkvæmdum hérna, sem taka svo LANGAN tíma og allt í drasli á meðan :-(  Væri alveg til í að fá svona eins og 10 auka hendur sem gætur bara bjargað þessu á mun styttri tíma :-)  Æiiiii held að ég sé eitthvað svaka þreytt núna, uppgefin og eiginlega kannski bara líkaminn að segja stopp og hana nú!!!  Ég hef bara því miður ekki heilsu í svona til lengdar!!! 

Ennn herbergið hennar Hörpu er að verða tilbúið, þar eða að segja búin að mála, á eftir að lakka gluggakistuna 1-2 umferðir í viðbót, hún var svo illa farin og á líka eftir að lakka hurðakarmanna og hurðina, en ætla að enda á því.   Svo er að þrífa skrifborðið, rúmið, dýnuna og fara í gegnum DRASLIÐ, henda og svortera úffffffff

Fór og keypti mér hveitikímið, yessss er það ekki svolítið byrjun haha en váá hvað mér finnst erfitt að byrja, er eitthvað í svo lausu lofti, framkvæmdir, 3/4 barnlaus og lítið spáð í matarræði og hollustu þessa daganna ;-(  Hef samt reynt að borða reglulega í fríinu og vonandi er ég eitthvað niður eða stend í stað og þvi ekki þyngri en áður en ég fór í frí.  Vigtin er batterýslaus svo ég veit ekki töluna, batterýin eru komin á innkaupalistann hehe þau bara fást ekki hvar sem er svo það gæti tekið mig ansi langan tíma að koma þessu í verk, eins og svo rosalega mörgu öðru

kveðja í bili


Heima er best

já það er gott að vera komin heim, þó svo að fríið sé búið að vera alveg yndislegt :-)

Erum búin að eiga frábæra tíma saman bæði á Húsavík og Sauðárkróki og margt búið að bralla saman og ekki sýðst njóta veðurblíðunnar og samveru fjölskyldunnar Wink

Náði aðeins í rassagatið á Hróðný vinkonu, meira hvað skvísan er alltaf upptekin hahaha segi ég hummm en það var voða gaman að hitta hana og gott að sjá hvernig þau nota dagsskipulagið, enda búin að gera það í mörg ár og því þraulreynd í því.  Við gátum samt komið með hugmyndir fyrir hvora aðra og mun ég örugglega heyra í henni aftur til að fá meiri hugmyndir til að auðvelda þetta fyrirkomulag.  Við tókum myndræna skipulagið með okkur í fríið, það gekk ótrúlega vel að fylgja því eftir og fundum við vel fyrir breytingum þegar við slökuðum aðeins á.  Svo það var líka pínu gott á okkur því við vitum þá að það skiptir miklu máli fyrir Rebekku að við fylgjum þessu eftir.

Fórum líka á Sigló og hittum þar mikið af fólki, bæði skyldfólki og gamla félaga það er alltaf gaman.  Við ætluðum svo að kíkja á langömmu og langafa stelpnanna en því miður voru þau ekki heima þegar við vorum að fara á Krókinn aftur, s.s. skipulagið var að kíkja á þau áður en við færum út úr bænum.  En vonandi förum við bara fljótlega aftur á Sigló svo við fáum að heilsa upp á hressu hjónin og þau að sjá skvísurnar.

Þær fóru svo til pabba síns í dag og erum við því bara þrjú í kotinu núna, rólegheit hér.

Góða fríið okkar er búið og núna ætlum við að halda áfram í framkvæmdunum og klára Hörpu Katrínar herbergi áður en hún kemur suður.


smá fréttir úr fríinu

Jæja komst í tölvu og netsamband hehe maður er bara komin með fráhvörf sko :-)

Annars erum við búin að hafa það rosalega gott og búin að njóta sumarblíðunnar í botn.  Sund á hverjum degi, sem reyndar endaði ekki alveg nógu vel á miðvikudaginn.  Rebekka skvís fór þá í sund með Elvari pabba, Dagný og Rebekku og áður en hún fór ofan í laugina datt hún í sturtuklefanum.  Hún kveinkaði sér aðeins en svo var bara allt búið.  Sat í heitapottinum í sínum heimi aðeins og fór svo bara að leika sér.  Þegar heim var komið fór hún aðeins að hlýfa hendinni og þar sem þetta er hægri hendin þá sáum við að hún notaði hana ekki og borðaði bara með vinstri.  Ég skoðaði hendina bak og fyrir og sá ekkert athugavert og ég fékk líka að hreyfa hana fram og til baka svo skvísan var bara háttuð, tannburstuð og sett í háttinn og var fljót að sofna eftir viðburðarríkan dag.

Hálf tíma seinna vaknaði mín alveg hræðilega aum og fann alveg voða mikið til svo ég hringdi bara beint á vakthafandi lækni á Húsavík og brunaði með hana á spítalann.  Því ef mín skvísa grætur úr sársauka þá finnur hún aðeins til.   Hún var fljót að róast og fórum við svo í myndatöku og viti menn hún átti sko að vera sárkvalin og fannst lækninum alveg ótrúlegt að hún væri búin að vera svona í allan dag :-)  Jájá sársaukaþröskullinn hjá minni er ekki alveg eins og hjá okkur flestum.  Skvísan var svo bara ótrúlega góð í þessu ókunnuga umhverfi, sat hin rólegasta og leifði lækninum og hjúkkunni að gifsa hendina :-)

Hún er svo bara búin að vera ótrúlega hress, kvartar nánast ekkert á daginn en virðist vera mjög aum á nóttunni, skrítið hvernig sársaukinn kemur fram á nóttunni en ekki daginn.

Læt þetta duga í bili, erum að skella okkur út að borða stórfjölskyldan á Sauðárkróki

kveðja Elísabet


Framkvæmdirnar

Jæja skvísan kemur heim á morgun eftir mánaða fjarveru og við erum LOKSINS búin með herbergið hennar, við gjörsamlega umturnuðum herberginu, það var sko bleikt og hvítt.

 Fattaði ekki að taka mynd af því áður en ég réðst á það, en hún var með kommóðu undir fötin sín ásamt FULLT af ALLSKONAR DRASLI...... 

Hér sjáið þið útkomuna HIGH SCHOOL MUSICAL herbergi, fyrir skvísuna mína sem dýrkar HSM 

20080724022417_1

Merkið skorið út með CRICUT
20080724022453_720080724022549_1620080724022512_10

20080724022521_12
20080724022527_13
20080724022532_14

20080724022613_19

20080724022516_11

Svo fór ég í gegnum skrappið hennar og úfff hennti ótrúlega miklu, á eftir að fara í gegnum einn stórann kassa og poka, en hitt er komið hér á sinn stað 
20080724022444_6

Það verður spennandi að sjá hvernig henni lýst á skvísunni hehe

Hafið það gott

Elísabet


ótrúlega fyndið

haha þeir sem vita hvað við erum að hugsa fram og til baka skilja hvað er fyndið við þessa spá haha

 Kannski ertu ekki alveg tilbúinn fyrir hættuspil. En líklega er of seint að hætta við, svo haltu bara áfram. Heimurinn bíður, hann er þinn.


Filipseyjarprinsessan komin til Hollands

Jæja núna er Íslenski CISV hópurinn kominn til Hollands, Amsterdam og dvelur þar hjá fjölskyldu og hafa það eflaust svakalega gaman :-) 

Þau flugu frá Bacalok til Manilla í gærkveldi og frá Manilla til Amsterdam í nótt/dag.  Fékk sms frá Halldóru uppúr klukkan 16.00 í dag og þá voru þau komin til Amsterdam og höfðu það gott.

Þau koma svo til Íslands á morgun klukkan 15.10 og hlakkar okkur öllum alveg svakalega mikið til.

Annars er allt ágætt að frétta héðan, ég fór niður um 800gr þessa vikuna svo ég er sátt :-)

kv Elísabet


Sjáfsagi

Stjörnuspá dagsins :-)

 Sjálfsagi felst ekki í því að neyða þig til að gera það sem þú vilt ekki gera, heldur að verðlauna sig svo vel að þig langar ekki annað en að haga þér óaðfinnanlega.


Stjörnuspá dagsins

hahahaha kíkti á stjörnuspá dagsins í dag, geri það mjög sjaldan sko og eiginlega aldrei en nema hvað ég gat ekki annað en sprungið úr hlátri - þetta á sko vel við :-)

 Þú komst þér sjálfur í þessar aðstæður og ræður hvort þú kallar það heppni eða óheppni. Einfaldaðu hlutina með því að ákveða þig og halda þig við þá ákvörðun.


Fatlaðir og samfélagið okkar

ég vil biðja ykkur að kíkja á færsluna hennar Jónu og einnig Höllu Rutar þar sem þær fjalla um mál nöfnu minnar, ég verð svo reið þegar ég heyri svona pirrpirrr.... vona að einhver góður einstaklingur bjóði sig fram til að hjálpa þessari skvísu

kv Elísabet


Bréf frá Filipseyjarskvísunni

hae hae

var ad kaupa myndavel fyrir 6000 pesoa. (r'ett taeplega 12000 kall) takk mamma thu ert best i heimi.

Elska thig svo mikid, fekk bara tar i augun thegar eg las : rebekka og dagny telja nidur dagana og segjast elska mig.

Stundum thegar kemur thrumur og eldingar og rigning tha langar mer mest heim.

thad var alveg gaman hja fjolskyldunni, ein dottirin sem var 4 ara var algjort krutt og var lika mikid fyrir doru. eg sagdi henni allt um rebekku og dagnyju. eg for med michelle fra germany og tora fr noregi. hun er medal annars skemmtilegasta stelpan.



um daginn var ofugur dagur her i alvoru. dagskrain:

8:00 wake up

8:15 flag time

8>30 breakfast

9:15 cleaning groups

10:00 Activity 1

11:00 Water break

11:15 Activity 2

12:15 free time

12"30 Lunch

13:30 Siesta

14:00 JCshop

14:30 Activity 3

16:15 Snacks

16:30 Shower time

17:30 Deligation time

18:30 Dinner

19:30 Activity 4

21:00 Snacks

21:15 Flagtime

21:30 Lullabies

22:30 Lights out



Ofugurdagur var alveg eins nema byrjar nedst.

Elska thig mjog mikid og sakna thin geggjad mikid.

Shopping day  var i gaer 18. Juli, er buin ad kaupa fyrir alla nema 1. missti mig i doru, thad var svo odyrt thar.

madur svitnar geggjad herna og eg er geggjad mikid bitin. er nanast buin med eftir bitid.. hehe djok.
n658331205_1493255_4382


kv. solveig.

jájá þetta gengur!!!

þó hægt sé!!  Erum loksins að VERÐA búin með Sólveigar herbergi, ótrúlegt hvað þetta getur allt tekið langan tíma híhí  nú jæja þegar við settum rúmið hennar á sinn stað þá bara ÚPPPSSS gleymdum að átta okkur á því að hurðin á fataskápnum verður náttúrulega að geta opnast að fullu til þess að skúffurnar komast út hahaha og við sem vorum búin að skipuleggja herbergið bak og fyrir :-)  nú það var lítið annað að gera en að snúa herberginu við og setja rúmið við hinn vegginn, en við vorum náttúrulega búin að bora fyrir vegglampanum sem átti að vera fyrir ofan rúmið híhí svo það var bara að spasla uppí það og mála yfir :-)

Annars fór ég í gegnum stytturnar hennar og dótið hennar og flokkaði hvað átti að fara á sinn stað og hvað ekki :-) veit nú ekki hvort skvísan sé sammála mér um það, en sjáum til.  Þreyf svo rúmið hennar og húsgögnin bak og fyrir, Elvar setti upp reykskynjarann LOKSINS!!! ég keypti hann sko þegar ég flutti hingað inn fyrir 2 ÁRUM!!!  en nei nei aldrei komið mér í að setja hann upp.  Ég sem keypti líka á sama tíma borvél og allt haha

En jæja fataskápurinn er kominn á sinn stað og fötin í hann, skrappdótið hennar flokkað og pakkað í hillurnar (henti reyndar hálfum ruslapoka úr því)  svo ég á bara rétt eftir að fínpússa aðeins, finna fallegt efni til að sauma gardínur og rúmteppi - ætla að ath hvort Haddý besta frænka fáist til að redda því :-)  Þá er herbergið bara orðið klárt.

Næsta stóra verk er herbergið hennar Hörpu Katrínar, tekur örugglega álíka langan tíma, jafnvel lengur - sjáum til hvort við náum að klára það.  Ég er að vinna á morgun, við erum að passa litla afabarnið annaðkvöld og fram á sunnudag, Húsdýragarðurinn er á dagsskipulaginu á sunnudag svo það má nú ekki klikka svo er ég að vinna á mán og þri kvöld svo jájá spurning um að nota tímann ansi vel ef þetta á að nást fyrir fimmtudag :-)

Af Filipseyjarskvísunni minni er allt gott að frétta, hún kemur heim á fimmtudaginn og eru allir heimilismeðlimir farnir að telja niður daganna.  Læt hér fylgja tvær myndir af skvísunni, önnur sem tekin er á þjóðarkvöldinu, þar sjáið þið hvað þau eru nú flottir fulltrúar okkar Íslendinga og hin er með Björgu vinkonu hennar og einhverri annarri stelpu úr sumarbúðunum

þjóðarkvöldskvísur

 kveðja frá stolltustu SÚPERMÖMMUNNI hehe


framkvæmdir á fullu!

Jæja hér eru framkvæmdir á fullu og sko nóg að gera.  En ég verð nú að segja eins og er DJÖ...... er þetta DÝRT!!! er búin að kaupa málningu og tilheyrandi á tvö herbergi og það er bara 25.000 takk fyrir!!! Svo fór ég nú smá hamförum í Íkea í dag, verslaði fataskáp handa skvísunum og svolítið af skvísudúlleríi sem ég ætla að dúlla herbergin upp með :-) 

Hlakka til að sjá svipin á skvísunum þegar þær sjá herbergin híhí eins gott fyrir þær að vera ánægðar :-)

Annars takk kærlega öll sömul fyrir kommentin, þau hittu í mark!!!  Er búin að hugsa þetta MJÖG VEL í dag, ég ætla mér að halda áfram því sem ég er að gera núna næstu 3 vikurnar.  S.s. næsta vika fer í framkvæmdir hérna heima, erum að nýta allan okkar tíma til að reyna að gera svaka fínt hjá okkur.  Svo förum við norður og verðum fyrir norðan í 2 vikur á flakki á milli Húsavíkur og Sauðárkróks og jafnvel í tjaldi eitthvað þar á milli.  Ég treysti mér ekki að fara eftir prógramminu þessar 3 vikur :-(  kannski sjálfsvorkun ég veit ekki, en ég held að ég þekki sjálfa mig það vel að þetta myndi aldrei ganga þessar 3 vikur.  

ENNNNNN ég kem suður vonandi GALVÖSK eftir verslunarmannahelgina og þá ætla ég að taka á honum stóra mínum, mæta á fundi og vera dugleg :-)  Fara í gegnum sporin og borða eftir matseðlinum góða :-)

Jæja gólfið hennar Sólveigar bíður, er að skrúbba það.  Við erum búin að mála herbergið hennar, kemur ótrúlega flott út þó svo að liturinn sé frekar skær Tounge og bjartur, en skvísan mín er nú svo björt svo ég held að hún muni líka þetta vel.  Einn veggurinn er sko SKÆRRAUÐUR :-)  Kannski að ég taki bara mynd af herlegheitunum þegar við erum búin :-)  Svo lakkaði ég glugganna og gluggakistuna, hurðina og hurðakarminn svo þetta er allt bara að verða svaka fín.  Næsta verk er að LAGA TIL, henda drasli, setja saman fataskápinn, raða í hann, setja upp hillur, ljós, vegglampa og ekki sýðst punta skvísuherbergið :-)

Læt þetta duga í bili

kv Elísabet


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband