Leita í fréttum mbl.is

verkefnavinna

Jæja þá neyddist maður til þess að vinna verkefni í dag, ekki seinna vænna.  Þetta er nú að ganga ágætlega, ekki búin alveg fullt eftir sko!!

Skvísan mín litla sem er greind með einhverfurófsröskun ótilgreind fór í talþjálfun, hún brilleraði svona líka í þjálfuninni að Svaný spurði  mig hvort hún mætti nota skvísuna sem mótel, hún væri svo flott og mikill sjarmör.  Væri svo viljasterk í að læra og skemmtilegt að vinna með hana hehe.  Ekki slæmt það.  Því var fengin stelpa inn í þjálfunina með videovél sem myndaði þjálfunina sem eftir var.  Þetta ætlar svo Svaný að nota á fyrirlestri sem hún mun halda um helgina Grin

Enda er skvísan náttúrulega með þeim flottari og tala allir um það sem fá hana í athugun, þjálfun eða bara aðrir að hún er sko fljót að bræða mann, svo fallegt bros og svo skemmtilegt að vinna með henni þegar hún ER í stuði.  ENNNN það er hún sko ekki alltaf.  Oft er mikill mótþrói og engann veginn hægt að ná til hennar eða vinna með hana.

Svaný hafði svo orð á því að það væri greinilegt að ég móðirin hafi verið dugleg að vinna með skvísuna, því hún væri nú annað en skýrslurnar sögðu til um.  En þetta er náttúrulega eins árs gamlar skýrslur, ég náttúrulega eins og mér einni er lagið dróg úr því og sagði að hún hefði fengið svo frábærann þjálfara og tekið svo miklum framförum í þjálfuninni.  Þá var hún nú fljót að grípa fram í fyrir mér og segja.  Þjálfarinn einn og sér vinnur ekki alla þessa vinnu, þú mátt ekki gleyma hvað þú ert að gera með skvísunni það er nefnilega kraftaverk Wink  Ekki slæmt að fá svona komment.

Annars komu gelgjurnar heim eftir skóla og fóru svo beint heim til vinkvenna sinna, ótrúlegt en satt þær eru nefnilega yfirleitt hérna heima hjá mér með fullt hús af skvísum. 

Nú jæja ég rölti í leikskólann til að sækja 5 ára skvísuna, það var ótrúlega hressandi að ganga smá spöl, maður er alveg hættur að hreyfa sig.

Við komum svo hér heim og ég tók fram liti og litabækur handa yngri skvísunum og þær lituðu og teiknuðu listaverk handa mömmu sinni.

Svo kom gelgjurnar heim með 2 vinkonur með sér svo ég samdi við þær að passa skvísurnar og fékk ég mér smá lúr, ég var alveg úrvinda eftir að hafa vakað til 3 í nótt og vaknað klukkan 7 í morgun.

Ég bakaði svo pizzu handa þeim og eru litlu sofnaðar og stóru á leiðinni í háttinn og já ég er að fara að vinna hópverkefni í gegnum netið takk fyrir

kveðja Súpermamma


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband