Leita í fréttum mbl.is

ógó þreytt

Jæja skólinn, heimilið, börnin og allt það alveg að gera út af fyrir mér úffff púúffff þetta er mikil vinna á köflum :ö) 

Í DAG hugsaði ég í fyrsta skipti síðan ég ákvað að ég ætlaði mér að fara í framhaldsnám að mig langaði að taka mig árs frí, eitt ár FRÍ sem mig langar að NJÓTA þess að vera heimavinnandi MAMMA, hafa engann skóla hangandi yfir mér og engin verkefni eða próf.....váá hvað þetta er skrítin tilfinning, ætli þetta sé ekki bara smá skólaleiði kominn???  Kannast einhver við þessa tilfinningu?

Ég sé þetta alveg í hyllingum, heimilið alltaf hreint og fint, ég hef nógan tíma fyrir sjálfan mig, ræktina, snyrtingar, vinina og allt það.  Hef nógan tíma fyrir börnin mín, get notið þess að eiga rólega stund með þeim ÁN samviskubits, ég get sest fyrir framan TV eða annað með karlinum mínum og sitið þar KJURR vegna þess að ég þarf ekkert að læra hahaha haldið þið að ég muni geta þetta??

Annars með fíkniefnamálið.  Þar er Einar Jökull titlaður sem höfuðpaur málsins, strákurinn já ég leifi mér að segja strákur, er fæddur áttatíu og eitthvað er titlaður sem höfuðpaur NOT!!!! ég held að það séu ansi STÆRRI og STERKARI menn sem standa á bak við þetta en stráklingur...... jæja þetta er mín skoðun og þarf ekki að endurspegla mat þjóðarinnar Wink

Núna er ég alveg að SOFNA og ætla mér því að koma mér í háttinn, ritgerðarskrif hefjast ekki seinna enklukkan 9 í fyrramálið

kveðja Súpermamman


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband