Leita í fréttum mbl.is

Eitt ÁR!!!

Jæja núna um þessar mundir er eitt ár síðan ég fór að spjalla við ástina mína, já í gegnum NETIÐ!!!

Við byrjuðum á skilaboðum í gegnum netið án þess að ég gaf upp mitt eigið nafn, svo gaf ég honum upp auka MSN addressuna mína haha og við spjölluðum þar í gegn, svo var að færa hann á mitt ekta MSN, en nokkrum dögum síðar fór ég norður á Krók og gerði mér lítið fyrir eftir MÖRG grátbeðin sms að fara alla leið á Húsavík til að hitta gripinn haha þetta var allt frekar skrítið, fyndið og stressandi í bland!!!

Þar sem ég á vinkonu á Húsavík og búin að fá ALLAR þær upplýsingar sem ég gat um ástina mína þá ákvað ég að slá til og kíkja í heimsókn til "vinkonu" minnar haha, samdi við múttu að passa og brunaði á Húsavík....

Með STRESSHNÚT í maganum alla leiðinni en líka tilhlökkun, í minningunni held ég að ég hafi skolfið alla leiðina haha.

Ástín mín beið svo með steik, brúnaðar kartöflur og salat heima hjá sér, búinn að koma dóttir sinni niður og bauð hann mér því í mat híhíhíhí

Nú eins og þið vitið þá var ekki aftursnúið, við smullum saman og já bara eins og við höfum alltaf þekkt hvort annað, getum sko talað um ALLT sem er svo gott!!!

Við eigum marga daga sem eru frekar táknræddir fyrir okkur haha svo við vorum nú að hlæja af því hvaða dag við eigum að halda uppá, ég held að ég fari nú bara eftir þeim degi sem ég keyrði á Húsavík haha en það var 3. nóv 2006!!

Ég elska þennan mann út af lífinu og sé bara ekki líf mitt án hans, ég held að ég hefði ekki meikað allt það sem er búið að ganga á nema að hafa hann hjá mér, hann er svo yndislegur og styður mig í einu og öllu.  Er svo duglegur að hrósa mér og það heldur mér alveg gangandi þessa daganna.

Jæja í kvöld setti ég JÓLADISK í græjurnar haha já ég veit ég get stundum verið klikkuð!!! er búin að vera að föndra JÓLAKORT og fengur gelgjurnar líka að föndra með mér í kvöld

kveðja Supermom


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég verð nú að viðurkenna að þú hefur vakið forvitni mína. Sem gamall Húsvíkingur er ég að drepast úr forvitni hver þessi frábæri maður getur verið. Ef þú vilt deila því með mér þá kannski kíkirðu á síðuna mína.  Kær kveðja.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.10.2007 kl. 23:23

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Vá. Ég er búin að renna aðeins yfir bloggin þín hér afturábak og verð bara þreytt. Rosalega er mikið að gera hjá þér manneskja. Flott að ástin þín skelli sér á námskeið með þér í sambandi við barnið ÞITT sem er með þroskafrávik. Greinilega góður gæi þarna á ferðinni. Takk fyrir komment mín megin.

Jóna Á. Gísladóttir, 27.10.2007 kl. 23:33

3 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Jóna - já það er nú engin rólegheit í kringum mig hehe já og ég náði mér sko í réttan gæja sem er tilbúinn að gera allt til að hjálpa mér með litlu skvísuna.

Ásdís -  sá heppni heitir Elvar Bragason

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 28.10.2007 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband