Leita í fréttum mbl.is

Frumburður minn 11 ára

Frumburður minn 11 ára í dag þann 11.11

ÓTRÚLEGT að litla stelpan mín er orðin 11 ára hehe ég man svo vel eftir því þegar ég komst að því að ég væri orðin ólétt haha svo skipulagt og var búið að bíða eftir henni ansi lengi en samt var ég nú BARA 18 ára að verða 19... jájá ég var svo fullorðin, flutt að heiman farin að búa með manni sem var 8 árum eldri en ég, við áttum okkar eigin íbúð og vorum svo tilbúin til að eignast saman barn :-) 

Harpa Katrín kom í heiminn með látum, fyrstu verkirnir voru um 16 leytið, ég fór uppá spítala rétt fyrir klukkan 18 og skvísan var komin í heiminn klukkan 20.09  Mamma hringdi fljótlega eftir það uppá spítala til að fá fréttir af mér og var henni bara tilkynnt að barnið væri komið í heiminn haha hún sem var pottþétt á því að ég myndi færa henni barnið í afmælisgjöf, hún á nefnilega afmæli á morgun 12 :-) 

Skvísan var veik frá fæðingu, hún grét á spítlanum úr magakvölum.  Grét á nóttunni, grét á daginn og grét á kvöldin og ég "unga" mamman gekk með hana á milli lækna og fékk alltaf  ungamömmumóment "þetta lagast, þú bara kannt ekkert á barnið"  váá  hvað ég verð pirruð þegar ég hugsa um þennan tíma, barnið mitt þurfti að kveljast og kveljast í 3 mánuði og við tók eyrnabólgur sem hófust þegar hún var rétt 9 vikna og eru ENNNN að skjóta sér upp.  Þetta var tæp 4 erfið ár fyrir okkur báðar mæðgurnar, inn og út frá læknum, inn og út af spítölum og þess á milli veikar heima.   Við áttum sem betur fer 3 yndislega lækna sem við gáum farið til hvenær sem er, þurftum iðulega ekki að pannta tíma heldur var nóg að mæta á staðinn.  Ég fékk meira að segja gsm síma og heima síma hjá tveim þeirra.  Þessir læknar reyndust mér vel og reynast vel ennþá í dag.

Seinni ár hafa nú verið betri sem betur fer, verið frekar heilsuhraust og frísk, vaxið og dafnað eins og heilbrigt barn.  Guð hvað það er yndislegt að eiga svona yndislegar dætur, ég er svo rík ég á 3 yndislega gullmola og fékk svo einn gullmola með karlinum mínum.  Ég er svo rík :-)

Dagurinn er búinn að vera góður, fórum í afmælisveislu til Emelíu Guðrúnu "ómammagefmérrósíháriðámér" hehe þetta var svo krúttlegt þegar ég spurði Rebekku í morgun hvort við ættum að fara í afmæli, þá var hún snögg að svara "já emígurúnómammagemerosiáridámér" afmælisbarnið söng sem sagt lagið Ó mamma gef mér rós í hárið á mér á Söngvaborg og núna á hún þetta skemmtilega nafn sem mér finnst náttla frábært að skvísan mín hafi tengt þetta saman :ö) hún er svo klár.  

Eftir afmælið fóru stóru stelpurnar á tónleika með Magna og Jóhönnu Guðrúnu og þaðan fórum við að ná í Dagný á flugvellinn og í Smáralindina til að fara út að borða í tilefni dagsins

Eigið góða viku elskurnar

Kveðja súpermamma 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Til hamingju með afmælisbarnið..er einmitt að bíða eftir barnabarni sem er á áætlun þann 15 nóvember.

Ragnheiður , 11.11.2007 kl. 23:34

2 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

enn spennó,,,, ég var einmit skráð inn 15 með hana :-)

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 11.11.2007 kl. 23:38

3 identicon

Vá hvað tíminn líður hratt!! ótrúlega stutt síðan við vorum með skvísurnar litlar :)

Innilega til hamingju með afmælisstelpuna. 

Anna Kristín (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 23:46

4 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Til lukku með frumburðinn, vona að þið njótið bara og njótið

Kristín Snorradóttir, 12.11.2007 kl. 21:08

5 identicon

Ég óska þér til hamingju með Hörpu Katrínu, (aftur )  vonandi að þið hafið átt góðan dag saman.  Stelpurnar hafa kannski hist á tónleikunum en María fór því hún er í söngskólanum.

knús á þig...

Hulda Karen (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband