25.11.2007 | 21:13
Hvað er að manni!!!
Maður er að pirrast yfir flíkum sem börnin skilja eftir út um allt og pirrast yfir starfsfólki sem sér flíkurnar merktar en lætur mann ekki vita.
Svo eru mæður að ganga í gegnum það að vita bara ekkert um börnin sín, ég er að leita af dauðum hlutum!!!! Æiii ég finn til með henni Kristínu sem gengur í gegnum það enn einu sinni að vita af syni sínum úti og geta ekkert gert!!
Svona getur maður oft verið skrítinn, og já kannski ósanngjarn. Þetta eru dauðir hlutir, ég er þakklát fyrir að eiga yndisleg börn, þó svo að þau týni fötunum sínum. Ég er þakklát fyrir hvað þær eru heilbrigðar þrátt fyrir að eiga barn með fötlun og þakka ég dag hvern fyrir að hafa þær hjá mér alltaf!!!!
Þetta geta því miður ekki allir sagt og ætla ég að reyna að draga lærdóm af þessu, hætta að pirra mig yfir dauðum hlutum og njóta barna minna í botn
knús og kram og endilega sendið Kristínu kveðju og góðar hugsanir, þetta er örugglega það erfiðasta sem mæður ganga í gegnum.
Ég þekki eina móðir vel, sem á virkann fíkil sem hefur verið í neyslu í úúffff 19 ár!!! hann hefur átt nokkra góða tíma en þeir hafa aldrei verið langir
Þökkum fyrir góðu tímanna með börnunum okkar
KNÚS OG KRAM Elísabet
Myndaalbúm
Tenglar
Mínir tenglar
- Bloggið hennar Ingu, stofnanda samtakanna Landssamtaka foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda - Reikningsnúmer 0305-13-303030 Kennitala 150462-7549
- Óskasteinar - grúbba fyrir foreldar barna á einhverfurófinu Spjallborð foreldra barna með þroskafrávik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við lærum að þakka fyrir litlu hlutina þegar við verðum fyrir því að missa barn í neyslu.....Elísabet mín við höldum samt áfram að vera mannleg og láta litla hluti pirra okkur Njóttu barnanna þinna og njóttu lífsins strax í dag.
Knús takk fyrir stuðninginn.
Kristín Snorradóttir, 25.11.2007 kl. 21:19
Já það er stundum þannig að maður er að pirra sig á smáatriðum, það gerir ekkert til samt.
Ég þekki eina sem barist hefur með son sinn í 30 ár, allt hennar líf líka lagt undir og eyðilagt. Það er skelfilegt að horfa upp á það.
Sem betur fer náum við sumar að nýta okkur það sem kennt er, að sleppa meðvirkninni og reyna að njóta okkar lífs þrátt fyrir erfiðleika barnanna. Þau velja þetta en ekki við.
Ragnheiður , 26.11.2007 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.