14.12.2007 | 20:23
Komin í jólafrí
ohhhh hvað það er góð tilfinning. LOKSINS kom ég öllu frá mér tengt skólanum, ótrúlega ánægð með mig :-)
Annars ansi margt búið að ganga á hér á bæ, svona eins og gerist mjög reglulega. Það mætti halda að karlmenn fara á túr, ég get svo svarið það hahaha
Stelpurnar mínar fóru af stað í morgun í skólann, enda skólinn bara í næstu götu, en jájá mamman fékk nú MÓRAL dauðans, þegar þær hringdu og höfðu bara fokið og endað á TRÉ, en þær komust heilar og húfi heim til vinkonu Sólveigar sem á heima hérna nánast í næsta húsi.
Þær fengu svo að vera veðurteftar þar, því við vildum ekki senda börnin í skólann. Mamma hennar Unnar var svo elskuleg að keyra þeim heim um 11 leytið og við erum bara búnar að vera að dunda okkur hérna í dag. Litlu skvísurnar fóru ekki heldur í skólann svo það voru bara allir heima.
Rebekka skvísan mín er orðin slöpp, komin með einhverja hitavellu og búin að vera frekar lítil í sér í dag. En það sem er svo merkilegt við hana Rebekku að hún verður svo SKÝR og svo DUGLEG þegar hún er með hita. Það er eins og allt fari bara í gang. Ekki það að hún er sko snillingur þessi dama, en þá finnum við mun á henni þegar hún er lasin, er einhvern veginn balleseraðri.
Teymisfundurinn var á miðvikudag og voru störurnar hennar ræddar ásamt öllu öðru. María vill ræða þetta við Ingibjörgu lækni því kannski er þetta flogastörur :-( Við verðum því líklega sendar aftur í CT og vonum að sjálfssögðu að allt komi vel út úr því. En ég neita því ekki að sjálfsögðu var mér brugðið við þetta. En ég veit líka að skvísan er bara snillingur og vona ég að þessar störur hennar verði bara hættar og einhver önnur ástæða fyrir þeim.
Það á líka að athuga með fæturna á henni sem eru óvenjusnúnir alltaf, hún er svo liðug en samt svo klunnaleg í hreyfingum. Sjáum til hvort við verðum sendar í sjúkraþjálfunina sem er búið að bíða aðeins með.
Skvísan er líka farin að púsla púsluspilin sem eru til fyrir elstu krakkanna, Það eru farnar ferðir inná stóru deildina til að ná í púsl fyrir hana því púslin á hennar deild eru bara svo létt
Hún er með púsl hérna heim sem eru 60 stykki og fer hún alveg leikandi með það, en Dagný skvísa sem er nú ekki mikið fyrir púsl finnst það frekar flókið.
Leifði börnunum að baka myndakökur í dag og OMG, það fór allt á HVOLF!!! ég bölva þessu í hvert einasta skipti sem ég leifi stelpunum að baka kökur, ég hugsa alltaf það sama, næst KAUPI ég piparkökur og leifi þeim að skreyta!! Núna er allt út í fitu og ógeði og það á eftir að skreyta kökurnar!!
Myndaalbúm
Tenglar
Mínir tenglar
- Bloggið hennar Ingu, stofnanda samtakanna Landssamtaka foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda - Reikningsnúmer 0305-13-303030 Kennitala 150462-7549
- Óskasteinar - grúbba fyrir foreldar barna á einhverfurófinu Spjallborð foreldra barna með þroskafrávik
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með jólafríið og baksturinn En dúllan dugleg að púsla... Jónsi minn er nú 33 ára og finnst öll púsl erfið
Huldabeib, 16.12.2007 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.