17.12.2007 | 00:09
Eldhúsið búið
Jájá mín tók bara eldhúsið í gegn, ALLA skápa innan sem utan og ofaná líka :-) Ohhhh hvað ég er fegin að þetta er búið........ Enda sigur hjá mér að klára svona á einum degi!!
Annars gleymdi ég nú alltaf að láta ykkur vita að veskið fannst svo ég fékk mína lykla sem ég óttaðist mest um!
Hér er að koma smá jólastress í kroppinn. ætlaði mér að vera búin með miklu meira, en ég þarf einhvern veginn alltaf að vera á síðustu stundu með allt saman, ótrúlegt!!
Langar að byðja ykkur að senda hlýjar hugsanir til Kristínar og fjölskyldu og ekki gleyma Ragga sem þarf að fá styrk til að stíga upp enn einu sinni. ohhhh skelfilegt að þurfa alltaf að ganga í gegnum það aftur og aftur að missa barnið sitt. Ég finn svakalega mikið til með foreldrum og fjölskyldum fíkla.
Núna er bara að koma sér í háttinn og vakna sprækur á morgun!
kveðja Elísabet
Myndaalbúm
Tenglar
Mínir tenglar
- Bloggið hennar Ingu, stofnanda samtakanna Landssamtaka foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda - Reikningsnúmer 0305-13-303030 Kennitala 150462-7549
- Óskasteinar - grúbba fyrir foreldar barna á einhverfurófinu Spjallborð foreldra barna með þroskafrávik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ krúttbolti... Það er bara gott þegar eldhúsið er orðið spikk and span, þá er hægt að byrja að skíta það út aftur
Gott að þú fékkst lyklana þína aftur, ótrúlegt hvað það er mikið um rán í khi
Mín reynsla er sú að jólin koma hvort sem við stressum okkur eða ei, svo njóttu bara lífsins frekar enn stressins
Knús
Kristín Snorradóttir, 17.12.2007 kl. 08:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.