Leita í fréttum mbl.is

Stolltasta mamman

jájá og það er sko alveg rétt.  Ég er alltaf svo stollt af dætrum mínum, eða svona næstum því hehe maður er nú kannski ekki stollt af þeim þegar þær taka sín frægu frekjuköst á mömmu sína fyrir framan fullt af fólki :-)  en það er nú allt að koma til og skvísurnar alveg að læra að kunna sig og vera góðar við mömmu sína :-)

Um daginn fékk ég bréf frá miðskvísunni minni, þau áttu að skrifa falleg bréf til foreldra sinna í skólanum og fengu umslag til að loka því og senda okkur :-)  Innihaldið er mér svo kært, "þú ert besta mamma í heimi, þú ert alltaf svo góð við mig, ég mun alltaf elska þig" er brot af því sem skvísan mín skrifaði til múttunar sinnar :-)  Restin af bréfinu snerti ennþá meira við mér en það læt ég nú ekki frá mér á netið.   Ég mun alltaf varðveita þetta og vá hvað svona lítið saklaust bréf getur snert við manni og gefið manni meira bros en daginn áður :-)

Annars eru þær að standa sig alveg svakalega vel á skíðunum, kepptu báðar um helgina og enduðu í 5. sæti og fengu báðar að fara uppá pall.   Harpa Katrín fékk því sinn fyrsta skíðaverðlaunapening en Sólveig sinn fjórða :-)  Æðislegt alveg, enda eru þær lang duglegastar.   Núna verður múttan bara að fara að reyna að skrapa saman money til að kaupa ný skíði, því skíðin þeirra eru bara búin á því :-(

Innanfélagsmót næstu helgi og þær stefna á annað sætið þar :-) 

Annars allt gott að frétta af yngri skvísunum, þær eru bara kátar og hressar.

Er 5 barna mamma núna um helgina, Ardís Heba litla skvís í pössun hjá okkur.  Rebekka alveg að missa sig yfir Ardísi sinni og eiginlega búin að breytast í eitt stykki 1. árs Ardís Heba.   Vill gera allt eins og bað meira að segja um beiju eins og hún haha

Læt þetta duga í bili

Kveðja Elísabet


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þú mátt sko vera stolt af börnunum þínum.

Segðu mér.. hvað er verið að rannsaka á litlu dúllunni þinni?

Jóna Á. Gísladóttir, 14.3.2008 kl. 23:03

2 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Sæl Jóna

 Það var verið að athuga með flogaveikis "bylgjur" eða hvað það sem þetta kallast.  Hún hefur verið mikið að "dettaút" og fara í störur síðan hún var sko pínku ponsu lítil og ég hef ekkert verið að spá í þessu síðan hún fékk frumgreininguna og því alltaf tengt þetta við einhverfurófsröskunina.  En svo vildu þau hjá GRR að ég færi með hana til Ólafs Thors vegna þess að sterkur grunur var að um störuflog væri að ræða.   Ólafur vildi því senda hana strax í þessar rannsóknir, enda var hann með þetta skráð hjá sér síðan hún var bara 12 vikna að hún ditti svona út. 

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 15.3.2008 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband