Leita í fréttum mbl.is

Þreytublogg

Ohhh verð að pústa enn einu sinni.   Ég gæti svo óskað þess að ég myndi hafa súper ensku kunnáttu, þó svo að það væri ekki nema bara einn-tvo daga!!!!   Ég er að verða KLIKK á því að reyna að þýða þessar kenningar, finna nöfn á öll þessi hugtök og koma því skiljanlega niður á blað Angry

Ég meina ég reyni að lesa, skil um hvað þetta fjallar svona nokkurn veginn, svo þarf ég að koma því í orð og þá er bara allt strand.  Farin að googla eftir því hvort ég finni ísl heiti á þessu en nei nei eitthvað takmarkað finnst af því Crying

Fór með dóttir mína elstu í sjúkraþjálfun í gær, frábært Ástralskur sjúkraþjálfi sem talar náttúrulega ensku og við fórum að tala um tungumálakunnáttu.  Dætur mínar virðast ætla að fá þessa "tungumálafötlun" eins og ég hef stundum kallað þetta.   Þær sitja greyin yfir bókunum og reyna að læra þessi ensku orð en það gengur svo hægt.  Ég var svona, alveg sama hvað ég las og lá yfir þessum ensku kennslubókum þá bara lærði ég þetta ekki.  Þýddi og þýddi, glósaði og glósaði en allt kom fyrir ekki enskan ætlaði ekki inn í minn litla heila!!!    en í spjalli okkar sjúkraþjálfarans fórum við að ræða þetta hvað sumum er gefið að læra tungumál og öðrum ekki.  Hann er búinn að vera hérna í nokkra daga og kann fullt af íslenskum orðum svo þetta liggur hjá honum.  Ég sagði honum frá minni reynslu og eftir enskunám siðasta sumar gengur mér ágætlega að skilja fólk, en þegar ég á að fara að svara þá bara kemur ekkert.  ÓTRÚLEGT!!!!  En ég gat nú samt gert mig skiljanlega og þýtt fyrir skvísuna, en hann var einmitt svo hissa á því hvað hún virtist skilja litla ensku.  Hann spurði mig hvort hún væri ekkert að horfa á sjónvarp og svarið er NEI, hér er TV nánast aldrei kveikt, ekki einu sinni horft á fréttir hvað þá annað.   Ég held að þetta sé hluti af því að við náum ekki að meðtaka þetta.   Ég hef aldrei nennt eða haft þolinmæði til að sitja yfir þessum blessaða imba, horfði ekki einu sinni á teiknimyndir hvað þá annað.   SVO boðskapur þessi er Sjónvarp getur verið kostur í HÓFI hehe

Kannski ef ég hefði fengið að læra stærðfræði á ensku, hefði ég þá kannski lært hana hahaha????

Jæja ætla að halda áfram, önnur lærdómsnótt framundan, er reyndar orðin ansi þreytt og ætla ekki alveg að læra í alla nótt, kannski til 5

Nú er það lestur um Carl Rogers og meðferðarform hans.........

kv Elísabet


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rogers er góður, nú erum við að tala saman :)

Ofurskutlan

Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 17:50

2 Smámynd: Kristín Snorradóttir

You can do it girl....i belive in you.

Knús á þig eskan.

Kristín Snorradóttir, 2.4.2008 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband