Leita í fréttum mbl.is

framkvæmdir á fullu!

Jæja hér eru framkvæmdir á fullu og sko nóg að gera.  En ég verð nú að segja eins og er DJÖ...... er þetta DÝRT!!! er búin að kaupa málningu og tilheyrandi á tvö herbergi og það er bara 25.000 takk fyrir!!! Svo fór ég nú smá hamförum í Íkea í dag, verslaði fataskáp handa skvísunum og svolítið af skvísudúlleríi sem ég ætla að dúlla herbergin upp með :-) 

Hlakka til að sjá svipin á skvísunum þegar þær sjá herbergin híhí eins gott fyrir þær að vera ánægðar :-)

Annars takk kærlega öll sömul fyrir kommentin, þau hittu í mark!!!  Er búin að hugsa þetta MJÖG VEL í dag, ég ætla mér að halda áfram því sem ég er að gera núna næstu 3 vikurnar.  S.s. næsta vika fer í framkvæmdir hérna heima, erum að nýta allan okkar tíma til að reyna að gera svaka fínt hjá okkur.  Svo förum við norður og verðum fyrir norðan í 2 vikur á flakki á milli Húsavíkur og Sauðárkróks og jafnvel í tjaldi eitthvað þar á milli.  Ég treysti mér ekki að fara eftir prógramminu þessar 3 vikur :-(  kannski sjálfsvorkun ég veit ekki, en ég held að ég þekki sjálfa mig það vel að þetta myndi aldrei ganga þessar 3 vikur.  

ENNNNNN ég kem suður vonandi GALVÖSK eftir verslunarmannahelgina og þá ætla ég að taka á honum stóra mínum, mæta á fundi og vera dugleg :-)  Fara í gegnum sporin og borða eftir matseðlinum góða :-)

Jæja gólfið hennar Sólveigar bíður, er að skrúbba það.  Við erum búin að mála herbergið hennar, kemur ótrúlega flott út þó svo að liturinn sé frekar skær Tounge og bjartur, en skvísan mín er nú svo björt svo ég held að hún muni líka þetta vel.  Einn veggurinn er sko SKÆRRAUÐUR :-)  Kannski að ég taki bara mynd af herlegheitunum þegar við erum búin :-)  Svo lakkaði ég glugganna og gluggakistuna, hurðina og hurðakarminn svo þetta er allt bara að verða svaka fín.  Næsta verk er að LAGA TIL, henda drasli, setja saman fataskápinn, raða í hann, setja upp hillur, ljós, vegglampa og ekki sýðst punta skvísuherbergið :-)

Læt þetta duga í bili

kv Elísabet


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá það munar ekkert um dugnaðinn  verður eflaust ÆÐISLEGT!

Ég rakst á linkinn þinn um daginn, var alltaf með link sem þurfti lykilorð inn á og ég gleymi þeim alltaf jafnóðum :( En nú er ég búin að vista þennan niður og fylgist með - gleymdi bara alltaf að kvitta ;)

Gangi þér líka rosalega vel í átakinu

Maja (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 23:55

2 Smámynd: Helga Dóra

Sjitt, varð bara þreytt á að lesa þetta, hehe...

Helga Dóra, 18.7.2008 kl. 15:02

3 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

hehe já Helga Dóra enda er ég þreytt :-) alltaf nóg að gera hér á þessu heimili :-)

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 19.7.2008 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband