Leita í fréttum mbl.is

jájá þetta gengur!!!

þó hægt sé!!  Erum loksins að VERÐA búin með Sólveigar herbergi, ótrúlegt hvað þetta getur allt tekið langan tíma híhí  nú jæja þegar við settum rúmið hennar á sinn stað þá bara ÚPPPSSS gleymdum að átta okkur á því að hurðin á fataskápnum verður náttúrulega að geta opnast að fullu til þess að skúffurnar komast út hahaha og við sem vorum búin að skipuleggja herbergið bak og fyrir :-)  nú það var lítið annað að gera en að snúa herberginu við og setja rúmið við hinn vegginn, en við vorum náttúrulega búin að bora fyrir vegglampanum sem átti að vera fyrir ofan rúmið híhí svo það var bara að spasla uppí það og mála yfir :-)

Annars fór ég í gegnum stytturnar hennar og dótið hennar og flokkaði hvað átti að fara á sinn stað og hvað ekki :-) veit nú ekki hvort skvísan sé sammála mér um það, en sjáum til.  Þreyf svo rúmið hennar og húsgögnin bak og fyrir, Elvar setti upp reykskynjarann LOKSINS!!! ég keypti hann sko þegar ég flutti hingað inn fyrir 2 ÁRUM!!!  en nei nei aldrei komið mér í að setja hann upp.  Ég sem keypti líka á sama tíma borvél og allt haha

En jæja fataskápurinn er kominn á sinn stað og fötin í hann, skrappdótið hennar flokkað og pakkað í hillurnar (henti reyndar hálfum ruslapoka úr því)  svo ég á bara rétt eftir að fínpússa aðeins, finna fallegt efni til að sauma gardínur og rúmteppi - ætla að ath hvort Haddý besta frænka fáist til að redda því :-)  Þá er herbergið bara orðið klárt.

Næsta stóra verk er herbergið hennar Hörpu Katrínar, tekur örugglega álíka langan tíma, jafnvel lengur - sjáum til hvort við náum að klára það.  Ég er að vinna á morgun, við erum að passa litla afabarnið annaðkvöld og fram á sunnudag, Húsdýragarðurinn er á dagsskipulaginu á sunnudag svo það má nú ekki klikka svo er ég að vinna á mán og þri kvöld svo jájá spurning um að nota tímann ansi vel ef þetta á að nást fyrir fimmtudag :-)

Af Filipseyjarskvísunni minni er allt gott að frétta, hún kemur heim á fimmtudaginn og eru allir heimilismeðlimir farnir að telja niður daganna.  Læt hér fylgja tvær myndir af skvísunni, önnur sem tekin er á þjóðarkvöldinu, þar sjáið þið hvað þau eru nú flottir fulltrúar okkar Íslendinga og hin er með Björgu vinkonu hennar og einhverri annarri stelpu úr sumarbúðunum

þjóðarkvöldskvísur

 kveðja frá stolltustu SÚPERMÖMMUNNI hehe


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huldabeib

Rosalega held ég að hún verði rík af minningum og reynslu eftir þetta ævintýri!! Og þú dugleg að geta sleppt henni út

Huldabeib, 20.7.2008 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband