Leita í fréttum mbl.is

smá fréttir úr fríinu

Jæja komst í tölvu og netsamband hehe maður er bara komin með fráhvörf sko :-)

Annars erum við búin að hafa það rosalega gott og búin að njóta sumarblíðunnar í botn.  Sund á hverjum degi, sem reyndar endaði ekki alveg nógu vel á miðvikudaginn.  Rebekka skvís fór þá í sund með Elvari pabba, Dagný og Rebekku og áður en hún fór ofan í laugina datt hún í sturtuklefanum.  Hún kveinkaði sér aðeins en svo var bara allt búið.  Sat í heitapottinum í sínum heimi aðeins og fór svo bara að leika sér.  Þegar heim var komið fór hún aðeins að hlýfa hendinni og þar sem þetta er hægri hendin þá sáum við að hún notaði hana ekki og borðaði bara með vinstri.  Ég skoðaði hendina bak og fyrir og sá ekkert athugavert og ég fékk líka að hreyfa hana fram og til baka svo skvísan var bara háttuð, tannburstuð og sett í háttinn og var fljót að sofna eftir viðburðarríkan dag.

Hálf tíma seinna vaknaði mín alveg hræðilega aum og fann alveg voða mikið til svo ég hringdi bara beint á vakthafandi lækni á Húsavík og brunaði með hana á spítalann.  Því ef mín skvísa grætur úr sársauka þá finnur hún aðeins til.   Hún var fljót að róast og fórum við svo í myndatöku og viti menn hún átti sko að vera sárkvalin og fannst lækninum alveg ótrúlegt að hún væri búin að vera svona í allan dag :-)  Jájá sársaukaþröskullinn hjá minni er ekki alveg eins og hjá okkur flestum.  Skvísan var svo bara ótrúlega góð í þessu ókunnuga umhverfi, sat hin rólegasta og leifði lækninum og hjúkkunni að gifsa hendina :-)

Hún er svo bara búin að vera ótrúlega hress, kvartar nánast ekkert á daginn en virðist vera mjög aum á nóttunni, skrítið hvernig sársaukinn kemur fram á nóttunni en ekki daginn.

Læt þetta duga í bili, erum að skella okkur út að borða stórfjölskyldan á Sauðárkróki

kveðja Elísabet


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huldabeib

Ótrúlega er hún dugleg!! En þú ert yndislega athugul og það bjargar hlutunum

Huldabeib, 4.8.2008 kl. 02:27

2 Smámynd: Huldabeib

Já og svo er ég að safna buxum um allar jarðir

Huldabeib, 4.8.2008 kl. 02:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband