Leita í fréttum mbl.is

Fyrsti grunurinn

 

Var að svara einni inná Óskasteinagrúbbunni og ákvað að leifa ykkur að lesa :-)  Þetta er s.s. fyrsta ferlið sem Rebekka fór í gegnum og fyrsti grunurinn og þau frávik sem ég sem móðir sá.

Fyrsti grunurinn vaknaði í 6 vikna skoðuninni, ég var reyndar búin að bíða eftir fyrsta brosinu sem var ekki komið þarna og sagði ég þeim það, ég sagði þeim einnig að mér fyndist augun á henni renna svo til og hún væri svo rangeygð.  Þau gerðu þetta reglulega tékk og sáu að hún var ekki farin að fylgja eftir hlutum og vildu því láta barnalækni skoða hana.  2 dögum seinna fór hún til barnalæknis og þar sá barnalæknirinn að viðbrögð auganna voru ekki eins og venjulega, sjáaldurinn drógst ekki eðlilega saman og sundur miðað við birtu og hún fylgdi ekki hlutum, ljósi eða neinu.  Því vorum við strax sendar suður beint til Brynhildar augnlæknis, sem skoðaði hana vel og sá að augnbotninn var eðlilegur en hún var ekki að svara skynboðum rétt.  Hún sá einnig að hún var ekki að svara hljóði, ef bjalla var sett við eyrað á henni leitaði hún ekki eftir hljóðinu eða spenntist upp við það.  Brynhildur sendi hana því til Ólafs Thors heila- og taugasérfræðings og var hún þá tæplega 7 vikna, hann er svo búinn að vera með hana með hléum síðan.    

Einkennin sem ég sá svo síðar var að brjóstagjöfin var slagsmál frá upphafi til enda, hún var alltaf óvær þegar við héldum á henni, eini sénsinn að halda á henni var að láta hana snúa fram, og því hafði hún útsýnið en ekki að horfa framan í okkur.  Hún svaraði ekki kalli, horfði ekki á okkur, fylgdi ekki hlutum, fékk störur, vildi helst vera bara ein uppí rúmi eða í rólunni sinni.  Svaf mjög lítið, kallaði ekki eftir mat/athygli.  Ég þurfti alltaf að stinga puttanum uppí hana og svo geirvörtunni til þess að hún fattaði að um mat væri að ræða.  Hún varð ekkert óvær við að fá ekki að drekka, ég þurfti að hugsa með tímaramma hvenær ég gaf henni síðast og hvort það væri kominn tími á aðra gjöf.  Hún fékk miklar störur, horfði meira á vissa liti/rauðann.   Þetta er nú það sem ég man eftir í fljótheitum.  En það er ekki að sjá á minni dömu að hún hafi verið svona, hún elskar að kúra, horfir í augun, þarf að fá reglulega að borða annars verður hún pirruð, sefur vel og blómstrar :-)    

Ég man að þegar ég uppgötvaði að hún þoldi illa snertingu þá strauk ég henni alltaf þegar hún var sofnuð, hún kipptist stundum til, en ég gafst ekki upp.  Ég þjálfaði hana að vera í fanginu okkar, hún fékk fyrst að sitja á hnjánum mínum svo færði ég hana alltaf nær og nær og að lokum snéri ég henni að mér.  Þetta snýst allt um þjálfun og í dag uppskerum við það, ég fæ að halda á henni, fæ að strjúka henni, fæ að knúsa hana og fæ að kúra hjá henni.  Eflaust fengi ég það ekki í dag ef ég hefði ekki þjálfað hana í snertingu og nánd :-)  

 Gangi þér vel kv Elísabet


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dóra

Gott að heyra að það gengur vel.... Ég fann til með þér þegar ég las þetta og get ekki sett mig í þín spor.... En þú átt alla mína aðdáun að vinna svona vel með prinsessuna.....

Gangi ykkur áfram vel......  

Helga Dóra, 10.9.2008 kl. 09:09

2 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Takk kærlega fyrir kveðjuna skvís :-)  Ég er STOLLT af afrekum mínum með prinsessuna og trúi því svo sannarlega að hún væri ekki að koma svona vel út í dag ef ég hefði ekki unnið með hana svona markvisst frá fæðingu :-)

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 10.9.2008 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband