17.9.2008 | 01:21
Þjóðarátak gegn einelti!!!
Ég er ein af þessum sem standa að stofnun Landssamtakanna, það er von mín að reynsla mín í öllum myndum verði til þess að aðstoða Ingu í þessu þarfa málefni. Þegar ég heyri um mismunun, einelti, útilokun og höfnun verð ég æf!!! það er eitt af því fáa sem sporaði mig jákvætt að ganga í gegnum helvítið á jörðu á mínum uppvaxtarárum er að ég er með mjög svo ríka réttlætiskennd. Ég hef alið börnin mín upp við þá reglu "ef þú getur leikið við eina stelpu þá getur þú leikið við allar þær sem spyrja eftir þér" Þetta er regla hér sem hefur alltaf verið og mun alltaf vera.
Ég verð að viðurkenna að ég varð smeik þegar ég mætti á foreldrafund 6 ára barna í Seljaskóla. bekkurinn er með um 60 börnum og eru þau sem ein heild!! en bekknum er jafnframt skipt upp í þrennt og hafa sinn umsjónakennara, en þeim er einnig skipt öðruvísi upp og þá umsjónahóparnir blandaðir saman. Það sem ég var smeik við með þetta fyrirkomulag er að þessi bekkjarheild er ekki lengur við líði, nema jú 60 börn. Því getur skólinn ekki séð sig fært að skipta sér af afmælisboðum og vilja þau út fyrir skólann GOTT OG GILT MEÐ ÞAÐ!!! kennararnir sögðu að börnin ættu bara að bjóða vinum sínum og þetta væri í valdi foreldra...... ég fékk sting fyrir hjartað!! Hvernig verður þetta jú!! það verður alltaf einhver börn í bekknum sem fá ekki að fara í afmælin, kannski boðið í 1-2 afmæli hjá besta vininum eða frænda/frænku. Svo verða önnur börn sem verða boðið í flest öll afmælin. Ég hélt afmæli fyrir dóttir mína, hún bauð öllum stelpunum í sínum umsjónarhóp (líkt og fyrrum bekkjarfyrirkomulagið) Þær eru í heildina 9 talsins, hún bauð svo 2 öðrum stelpum í hinum umsjónahópunum sem hún hefur leikið svolítið við og þekkir úr leikskóla.
Þó svo að afmælisboðin séu komin út fyrir skólann þá tala börnin um afmælisboðin/veislurnar og ég vona svo innilega að eitthvað gott fyrirkomulag finnist og foreldarar sjái mikilvægi þess að skilja ekki börn útundan og bjóða bara útvöldum. ÞETTA ER MÍN SKOÐUN, ÞVÍ ÉG VEIT HVAÐ ÞAÐ ER AÐ VERA HÖFNUÐ, ÉG VEIT EINNIG HVAÐ ÞAÐ ER AÐ EIGA BARN SEM VERÐUR FYRIR MIKILLI HÖFNUN!!!
Nú ég er komin langt út fyrir efnið, enda er það svo líkt mér þegar ég fer á skrið hehe en ég vil endilega óska eftir aðstoð, þið sem þekkið til fyrirtækja eða fjársterka aðila endilega sendið þeim linkinn á bloggið hennar Ingu og reikningsnúmerið 0305-13-303030
Kennitala 150462-7549 Að stofna svona þörf samtök kostar sitt og án fjármagns er lítið hægt að gera. En það er einlægur vilji okkar allra sem stöndum að þessu með Ingu er að gera þetta af virkum samtökum, veita fræðslu/upplýsingar/ráðgjöf og ekki sýðst þrýstingu á þjóðfélagið í heild að breyta viðhorfi til eineltis í öllum þeim myndum sem það birtist.
Ef þið viljið frekari upplýsingar eða viljið hafa samband þá tek ég glöð við fyrirspurnum elistef@simnet.is
Með von um stuðning og styrk
Elísabet Sóley
Myndaalbúm
Tenglar
Mínir tenglar
- Bloggið hennar Ingu, stofnanda samtakanna Landssamtaka foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda - Reikningsnúmer 0305-13-303030 Kennitala 150462-7549
- Óskasteinar - grúbba fyrir foreldar barna á einhverfurófinu Spjallborð foreldra barna með þroskafrávik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 73933
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ohhh...voðalega er leiðinlegt að sjá skólana taka svona skref aftur á bak. Persónulega finnst mér skólarnir ÞURFA að skipta sér af afmælisboðum því sumir foreldrar eru oft svoooo miklir sauðir og spá ekkert í þetta - bara allt í himnalagi svo lengi sem ÞEIRRA börn lenda ekki í neinu.
Hef sem betur fer ekki reynsluna af því að verða útundan en get rétt ímyndað mér hversu erfitt það hlýtur að vera.
Smilla, 17.9.2008 kl. 13:46
já það er nefnilega málið að þeir foreldrar sem sjá ekki mikilvægi þess að einhver regla sé hafa líklegast ekki gengið í gegnum helvíti á jörðu og sjá því ekki mikilvægi þess að hafa "allt eða ekkert" að leiðarljósi. Æiiii ég get alveg misst mig yfir svona hlutum, en svona er þetta bara og fyrst skólarnir eru komnir með 60 barna bekki og neita að tala um deildir og skiptingar þá geta þau að sjálfsögðu ekki ætlast til þess að fólk bjóði 30 börnum í afmæli. En þau eru skipt í umsjónahópa og þar eru um 20 börn í hóp og mér finnst sjálfsagt við foreldrarnir höldum okkur að mestu við þá hópa til þess eins að reyna að koma í veg fyrir þessa svakalegu höfnun sem verður þegar sum börn verða alltaf útundan.
Ég á vinkonu sem á börn í þessum skóla, hún sagði við mig að ef þetta fyrirkomulag yrði í hennar árgöngum vissi hún að hennar barn/börn yrðu ansi sjaldan boðið í afmæli.
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 17.9.2008 kl. 17:11
Glæsilegt framtak
Annars, kíktu á bloggið mitt!!!
Þú hefur verið klukkuð
I. Hulda T. Markhus, 8.10.2008 kl. 09:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.