Leita í fréttum mbl.is

Enn á lífi

Þrátt fyrir allt og allt!!!

Nú ég hef bara ekki haft orku né löngun til að blogga.  Síðustu vikur hafa verið frekar óvenjulegar og ansi mikið um að vera, ekki það að það sé eitthvað nýtt hér á bæ :-)

Margt jákvætt og líka neikvætt, en er með mikilli vinnu að komast í rétt horf, ég vona það allaveganna.  Sólveig Birna er alsæl í nýja bekknum sínum þó svo að hún sakni bekkjarsystra sinna :-( 

Ég er komin í varastjórn Landsamtaka eineltisbarna og uppkominna þolenda sem var stofnað formlega á þeim merka degi 6. október - frekar óþægilegur dagur í mínu lífi en vona að hann verði ánægjulegur hér eftir :-)

Ætla að reyna að gera mitt allra besta og reyna að nota mína reynslu, þekkingu og orku til að leggja þessu mikilvæga málefni lið, ég vona að minn kraftur verði til þess að aðstoða foreldra/börn og ekki sýðst að vinna gegn einelti í öllum þeim myndum sem það birtist.

Rebekka er upp og ofan, á sína góðu daga en er komin á lyf og mér sýnist á skráningunni okkar að köstin eru mun styttri eða einungis 10-15 mín voru yfirleitt 30-60mín. Eigum svo eftir að fara í gegnum tíðnina og sjá hvernig mynstrið er þar.  Mígrenisköstin hafa einnig fækkað, svo þetta er mun betra :-)

knús og kram Elísabet


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ Elísabet.

Ég datt inná bloggið þitt í gegnum síðuna hennar Rósu vinkonu okkar beggja og langaði bara að segja að ég dáist að dugnaðinum í þér í öllu sem þú ert að fást við, gangi þér vel með allt.

Kær kveðja Arney (Rósu vinkona)

Arney (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 14:26

2 Smámynd: Elísabet Sóley Stefánsdóttir

takk fyrir kveðjuna Arney, gaman að fá kveðju frá þér :-)

Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 15.10.2008 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Elísabet Sóley Stefánsdóttir
Elísabet Sóley Stefánsdóttir

Ég er ein af þessum súpermömmum, á fjórar skvísur, kærasta, vinkona, dóttir, systir og gæti talið endalaust upp

Styrktarreikningur Landsamtakanna Liðsmenn Jerico - samtök foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda eineltisofbeldis  - reikninsnúmerið er 1158-26-034147  Kt: 641008-0280

 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband