25.10.2008 | 22:36
afmæli, skírn, myndir og fleira
Hér er allt gott að frétta, við fengum að leika okkur með Jasmín Rós skvís til klukkan fjögur í dag, alveg yndislegt, hún er svo góð og yndislegust :-)
Rebekka kom skríðandi uppí til mín í morgun og sagði "elsku mamma ég vil svona lítið systkyni" ég sagði henni að hún ætti lítinn bróðir hjá pabba sínum og þá kom "en mamma ég vil eiga litla systir hér hjá þér!" jájá bara krútt - en þeim systrum verður nú ekki að ósk sinni, alla veganna ekki í bráð :-) Er alveg blessunar laus við allt klink :-)
Skarphéðinn litli bróðir minn á afmæli í dag - til hamingju með 29 árin elsku brósi - ég heimta partý eftir ár :-)
Á morgun er það svo skírnarveisla, mikil spenna og tilhlökkun að fá að vita hvað prinsinn á að heita :-) Stelpurnar eiga að lesa í kirkjunni svo þetta verður bara gaman :-)
Þuríður gamla barnapían mín og eiginlega pössunarbarnið mitt þegar ég var yngri er bara á FSA núna að eiga sinn frumburð - ohhh hlakka til að fá að knúsa litla frændsystkyni mitt þar, vona að ég fari bara að fá símtal fljótlega :-)
Annars tóku stelpurnar mynd af gellunni í dag hahaha svo ég skellti hér í fitubollualbúmið myndum en fyrri myndin er tekin núna í dag 15kílóum léttari og hin í janúar 2008
Blessaður skuggi að trufla mig þarna en jæja ég er þá komin með myndir
kveðja Elísabet
Myndaalbúm
Tenglar
Mínir tenglar
- Bloggið hennar Ingu, stofnanda samtakanna Landssamtaka foreldra eineltisbarna og uppkominna þolenda - Reikningsnúmer 0305-13-303030 Kennitala 150462-7549
- Óskasteinar - grúbba fyrir foreldar barna á einhverfurófinu Spjallborð foreldra barna með þroskafrávik
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
frábært hjá þér....geturu smitað mig af smá ofvirkni þinni...
Brussan, 26.10.2008 kl. 10:54
híhí já þú mátt fá alla mína skipulagsóreiðuofvirnki - þarf að losna við það!!!!
híhíhíhíhí
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 26.10.2008 kl. 10:59
Vá lítur ekkert smá vel út
Maja (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 21:13
Þú lítur ekkert smá vel út! Klæðir þig líka svo vel að hafa smá lokkaflóð :)
Petí (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 22:16
Hæ, hæ skvís.
Þú lítur ekkert smá flott út Til hamingju aftur með árangurinn.
Linda Birna (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 08:28
Rosalega flott. Til hamingju haltu svo áfram með næstu kíló.
kveðja að norðan.
Þorgerður (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 13:50
Þvílíkur árangur frábært hjá þér.!!
Kv. Harpa
Harpa Tómasdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 13:12
Það stórsérst á þér góða mín Frábært hjá þér!!
Kveðja, Anna Kristín
Anna Kristín (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 20:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.